Morgunblaðið - 25.02.2016, Síða 86

Morgunblaðið - 25.02.2016, Síða 86
86 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2016 Saltkaup ehf | Cuxhavengata 1 | 220 Hafnarfjörður | Sími 560 4300 | saltkaup.is Sorppokar, Hnútapokar og Burðarpokar fyrir verslanir og önnur fyrirtæki Plastpokar Salt - Umbúðir - Íbætiefni Ný heim asíða Kaos og kraftur. Þetta eru fyrstu orð- in sem koma í huga hollenska ljós- myndaranum Martin Roemers þegar hann er beðinn um að lýsa fjölmenn- ustu stórborgum jarðar. Á undanförnum árum hefur Roe- mers ferðast milli þessara borga og myndað mannlífið, í raun mann- þröngina og umferðina, á sérstakan hátt – á tíma. Því eru hlutar mynd- efnisins ætíð á fleygiferð meðan sum- ir vegfarendur staldra við og eru frosnir í tíma og minna þannig á fyrstu þekktu ljósmyndina af manni; sá stóð nógu lengi hjá skó- burstaranum á Boulevard du Temple í París árið 1838 til að mynd hans greyptist á plötu ljósmyndarans, L.J.M. Daguerre, sem ári síðar kynnti uppfinningu sína opinberlega og er fyrir vikið kallaður faðir tækn- innar, á meðan allir aðrir kringum hann á strætinu voru á svo mikilli ferð að þeir enduðu sem einskonar reykur í fortíðinni. Þótt lögmálin að baki ljósmyndun séu enn þau sömu og hjá Daguerre er tæknin orðin meðfærilegri og Roe- mers beitir þeirri stafrænu og setur vél sína upp á þrífæti á mannmörgum stöðum stórborganna; á gatnamót- um, lestarstöðvum, í almennings- görðum, rammar vel inn, horfir, bíður og smellir af. Svona líta stórborgirnar út – verða þær líka svona í framtíð- inni? Kaos og kraftur? Meirihlutinn í borgum Að mati spámanna Sameinuðu þjóðanna munu um sjötíu prósent jarðarbúa vera búsett í borgum árið 2015. Í því úrvali ljósmynda Roemers sem birtist í nýrri bók hans í stóru broti, Metropolis, sem þýska forlagið Hatje Cantz gefur út, getur að líta mannþröngina á mörkuðum í Djak- arta í Indónesíu, Karachi í Pakistan og Dhaka í Bangladess; fólk bíður á gatnamótum þar sem bílar bruna hjá í New York, Rio de Janeiro í Brasilíu og Beijing í Kína; og athyglisvert er að sjá í ösinni í Lagos í Nígeríu og Kaíró í Egyptalandi hvar hópar manna krjúpa við bænir, og láta hamaganginn ekkert trufla. Þá sýnir ein rólegasta ljósmyndin, þar sem hvorki farartæki né menn eru að þjóta neitt, nokkuð sem blasir við þeim sem ferðast um með ströndum Indland snemma morguns: hún sýnir fjöru við Mumbai og þegar vel er skoðað má sjá hér og þar menn á hækjum sér, að hægja sér. Skynjað frekar en séð Við gerð þessarar áhugaverðu myndraðar ákvað Martin Roemer að ljósmynda aðeins í borgum með meira en tíu milljónir íbúa, þar sem fólk býr iðulega við afar erfiðar að- stæður í miklum þrengslum. Í ljós- myndunum birtast ákveðnar öfgar þessara aðstæðna, þar sem farartæki og fólk á ferð breytast í hálfgerð ský, eru skynjuð frekar en séð. Sums staðar sefur fólk milli þeirra sem þjóta hjá, situr og spjallar, falbýður vörur eða þjónustu; þetta fólk er í sínu daglega lífi í mannþrönginni og er lesið inn í minniskort myndavél- arinnar, rétt eins og maðurinn var greyptur í málmplötuna í ljósmynd Daguerre þar sem hann valdi að láta bursta hjá sér skóna þær mínútur þegar ljósmyndarinn opnaði linsu sína, svo hann festist á mynd og steig á þann hátt inn í eilífðina, fyrstur manna. efi@mbl.is Augnablik úr mannmergðinni  Hollenski ljósmyndarinn Martin Roemers fangar hraðann og þrengslin í stórborgum jarðar Ljósmyndir/Martin Roemers Bangladess Nýi markaðurinn í Dhanmondi-hverfinu í Dhaka Argentína Á torginu Plaza de Mayo í Barrio de Monserrat í Buenos Aires. Japan Einhver fjölförnustu gatnamót á jörðinni eru þessi í Shibuya-ku hverfinu í Tókýó, það sem Roemers myndaði árið 2013. Katalónsk-spænski rithöfundurinn Jordi Pujolá spjallar í dag, fimmtudag kl. 16.30, um bók sína Necesitamos un cambio. El sueno de Islandia á Icelandair hótel Marina Reykja- vík við Mýr- argötu. Bókin gerist að hluta til á Íslandi og nefnist hún á ís- lensku Við þurf- um breytingu. Íslenski draumurinn. Jordi, sem er hagfræðingur að mennt, skrifaði hana eftir að hann flutti hingað til lands fyrir þremur árum. Hann mun spjalla um bókina, ritstörf sín og lífið á Íslandi. Einnig mun hann lesa stuttlega úr bókinni. Viðburðurinn fer fram á ensku og spænsku. Jordi Pujolá fjallar um skáldsögu sína Jordi Pujolá Stockfisk-kvikmyndahátíðin stendur nú yfir í Bíó Paradís við Hverfisgötu. Í dag, fimmtudag klukkan 13.30-15, verður dagskráin „verk í vinnslu“ og er frítt inn. Þar gefst aðstandendum kvikmyndaverka sem ekki eru tilbú- in til sýningar tækifæri til að kynna verk sín fyrir innlendum og erlend- um fjölmiðlum og fagaðilum í kvik- myndagerð. Fimm til 15 mínútna myndbrot úr verkum verða sýnd og að því loknu taka aðstandendur myndanna við spurningum úr sal. Klukkan 16 til 17 verða pallborðs- umræðurnar „Big stories – little countries: How to reach the world with stories in a language spoken by few?“ Þátttakendur eru tvær eist- neskar kvikmyndagerðarkonur, tveir baskneskir kollegar þeirra og íslenskur framleiðandi. Á föstudag verða aftur pallborðs- umræður kl. 14 til 15: „Meet the Estonians“. Þátttakendur eru hópur eistneskra kvikmyndagerðarmanna og munu þau ræða um reynslu sína í kvikmyndagerð í Eistlandi og við ís- lenska framleiðendur um þeirra reynslu. Kl. 18 til 19 verður síðan dagskráin „Masterklass: Midpoint“, masterklassi um handritaskrif með reyndum handritshöfundum frá Mið- og Austur-Evrópu. Umræður og kynning á nýjum verkum á Stockfisk Son of Saul Leikmyndahönnuður ræðir við áhorfendur annað kvöld.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.