Morgunblaðið - 14.05.2016, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.05.2016, Blaðsíða 1
                               !       " !  # $%       &              #        $      $   !!                         ! "#    $%      & &&  !         '    ( )  '$                             L A U G A R D A G U R 1 4. M A Í 2 0 1 6 Stofnað 1913  112. tölublað  104. árgangur  ÞAU VINNA BÆÐI MEÐ NÁTTÚRUNA MAN EFTIR ALLSKONAR FURÐUFUGLUM SÖGUGANGA EINARS MÁS 12RÚRÍ OG PÉTUR SÝNA 46 Flýja með starfsemina  Síminn stofnar félag í Lúxemborg til að losna undan kvöðum hérlendra stjórn- valda  Íslendingar greiða á fjórða hundrað milljónir í áskriftargjöld til Netflix kostur að fara þessa leið, ekki síst þar sem stjórnvöld hafi í seinni tíð hætt að gera greinarmun á línulegri og ólínu- legri útsendingu í sjónvarpi. Sama viðhorf sé ekki uppi á teningnum víð- ast hvar annars staðar. „Það er ljóst að fjölmiðlalögin frá 2011 gera skýran greinarmun á sjón- varpsútsendingum og myndmiðlun á grundvelli pöntunar. Hins vegar eru eftirlitsaðilar í seinni tíð að hallast að því að túlka lögin á þann veg að flutn- ingsréttur nái jafnt yfir línulegt og ólínulegt sjónvarp. Verði slík túlkun ofan á hverfur strax allur hvati til fjárfestinga og nýsköpunar í innlendu efni því óheimilt er að greina þarna á milli,“ segir hann. Ágúst Ólafur Ágústsson, aðjunkt við HÍ, segir að stjórnvöld eigi með aðgerðum að jafna stöðu íslenskra aðila og er- lendra á sviði sjónvarpsframleiðslu. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Forsvarsmenn fjarskiptafélagsins Símans hafa brugðið á það ráð að stofna félag í Lúxemborg utan um sjónvarpsstarfsemi félagsins til að tryggja jafnræði milli sín og erlendra keppinauta. Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri miðlunar og markaða hjá Símanum, segir að fyr- irtækinu hafi verið nauðugur einn Breyttur markaður » Ríflega 27% íslenskra heim- ila eru með áskrift að Netflix. » Áætlað er að Íslendingar greiði áskriftargjöld til Netflix sem nemi á fjórða hundrað milljónum. MSegja umhverfi »20 Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna, lék á als oddi þegar makar leiðtoga Norðurlanda fóru í heimsókn í Renwick-galleríið í Washington í gær. Fyrir aftan listaverkið má sjá Solrun Løkke Rasmussen, eiginkonu forsætisráðherra Dan- merkur, og Elsu Ingjaldsdóttur, eiginkonu Sig- urðar Inga Jóhannssonar. Michelle Obama stendur við verk Patricks Dougherty, Shindig, sem stendur í galleríinu. »2 AFP Hlegið með Michelle Obama í Renwick-galleríinu Leiðtogar Norðurlanda og makar þeirra á leiðtogafundinum í Washington Guðni Th. Jóhannesson nýtur stuðn- ings ríflega 2/3 kjósenda, eða 67,1%, skv. könnun um fylgi við forsetafram- bjóðendur sem Félagsvísindastofnun HÍ gerði fyrir Morgunblaðið í vik- unni. Davíð Oddsson hefur 17,4% fylgi og Andri Snær Magnason er með 7,8%. Sturla Jónsson mælist með 1,8% fylgi og Halla Tómasdóttir með 1,5%. Aðrir hafa minni stuðning. Fjórir frambjóðendur hafa 0,1% fylgi og tveir mælast fylgislausir. Alls 2.003 manns voru í úrtaki könnunar Félagsvísindastofnunar sem gerð var yfir netið. Reynt var að tryggja að þverskurður af þjóðinni væri úrtakið í könnuninni, sem 937 manns svöruðu eða 47% þeirra sem leitað var til. Samkvæmt svörunum hefur Guðni 67% fylgi á höfuðborgarsvæðinu og svipað úti á landi og hann styðja 61% karla og 73% kvenna. Davíð Oddsson hefur 23% karla að baki sér og 11% kvenna. Þá hefur Davíð meiri stuðn- ing úti á landi en á höfuðborgarsvæð- inu. Þar segjast 15% kjósenda styðja hann en 20% landsbyggðarfólks. Alls 53% sjálfstæðismanna styðja Davíð en 40% Guðna, sem annars hef- ur fylgi meirihlutans í öllum öðrum stjórnmálahreyfingum, til dæmis 90% meðal stuðningsmanna Bjartrar framtíðar og Samfylkingar. 19% vinstri grænna segjast styðja Andra Snæ Magnason. sbs@mbl.is »4 Fylgi Guðna 67,1%  Davíð með 17,4% stuðning  Andri Snær fær 7,8% og aðrir minna  47% svöruðu könnun Félagsvísindastofnunar HÍ  Bandaríski barnabókahöf- undurinn og skopmynda- teiknarinn Jeff Kinney hitti áhugasama les- endur bóka sinna í Selja- skóla á fimmtu- dag. Kinney er höfundur bókanna vinsælu Dag- bækur Kidda klaufa en sjö þeirra hafa þegar komið út á íslensku. Bækurnar hafa selst í tugmilljónum eintaka út um heimsbyggðina og er Kinney einn vinsælasti og söluhæsti barnabókahöfundur samtímans. Kinney sagði nemendunum frá verkum sínum og starfi og að því loknu vildu margir þeirra fá áritun höfundarins kunna. Í samtali í Sunnudagsblaði Morg- unblaðsins í dag segir Kinney frá því að hann sé í raun staddur fyrir tilviljun við vinnu hér á landi; hann fór að heiman í viku til að einbeita sér að því að skrifa brandara fyrir elleftu bókina um Kidda klaufa en skyndihugdetta á leiðinni á flug- völlinn í Boston olli því að hann flaug til Íslands í stað Flórída til að vinna. Kom til Íslands að skrifa brandara Vinsæll Jeff Kinney. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA / A ct av is 3 1 4 0 2 0 Íbúfen® 400 mg, 30 stk og 400 mg, 50 stk  Sveitarstjórn Skaftárhrepps fjallar í dag um endurtekna aðvör- un Orkustofnunar (OS) um að vatnaveitingar út á Eldhraun við Árkvíslar verði stöðvaðar. OS framlengdi frest til að stöðva vatnaveitingarnar til 1. júní nk. Einnig á að ræða umsókn aðila, sem ekki er hægt að nafngreina að svo stöddu, um framkvæmdaleyfi vegna vatnaveitinga út á Eldhraun við Árkvíslar vegna atvinnu- starfsemi. Sami aðili hefur sótt um leyfi til vatnaveitinga til Orkustofnunar. OS hefur heimilað fyrrgreindum aðila að moka upp úr skurði til að auka rennslið að vatnaveitingum við Árkvíslar til 1. júní. »17 Mega auka rennslið að Árkvíslum Reykjavíkurborg krefur velferðar- ráðuneytið um endurgreiðslu vegna kostnaðar við umsýslu fjár- hagsaðstoðar sem borgin hefur veitt útlendingum undanfarin ár. Aðstoðin er m.a. veitt hælisleit- endum og ferðamönnum. Í fyrra varði Reykjavíkurborg 62 milljónum króna í sérstaka fjár- hagsaðstoð við 109 erlenda ríkis- borgara sem ýmist eiga ekki lög- heimili hér á landi eða hafa átt það skemur en tvö ár. Reykjavíkurborg krafði ráðu- neytið um þátttöku í þessum kostn- aði í janúar síðastliðnum, en þeirri kröfu var hafnað. Hún hefur ítrek- að þá kröfu sína. »10 Borgin krefur ríkið um endurgreiðslu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.