Morgunblaðið - 14.05.2016, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 14.05.2016, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 14. MAÍ 135. DAGUR ÁRSINS 2016 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 888 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Ástin kviknaði á Íslandi 2. Mátt þú ferðast með barninu? 3. Ég festist í gervigrasinu 4. Fórnarlamb fékk að deyja  Rokksveitin Fufanu heldur tónleika á Kex hosteli á morgun kl. 21 og verða það fyrstu tónleikar hennar á Íslandi frá því hún gaf út plötuna Few More Days To Go. Hljómsveitin hefur verið önnum kafin við tónleikahald erlendis og hefur ekki gefist tími til að leika á Ís- landi frá því platan kom út í nóvem- ber í fyrra. Platan hefur hlotið já- kvæðar viðtökur erlendis hjá tónlistargagnrýnendum og komst m.a. á lista yfir bestu plötur ársins hjá The Line of Best Fit, NME og Guardian. Hljómsveitin a & e sounds sér um upphitun á tónleikunum ann- að kvöld. Hvítasunnutónleikar í boði Fufanu á Kex FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vestlæg átt 3-10 m/s, en bætir í vind norðvestantil. Skýjað og úr- komulítið um landið vestanvert. Skýjað með köflum eða bjartviðri í öðrum landshlutum. Á sunnudag Vestlæg átt, 3-10 m/s, en suðvestan 8-15 norðvestantil. Víða bjartviðri, en skýjað að mestu vestanlands. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á SA-landi. Á mánudag Snýst í norðaustanátt með rigningu, en dálítilli slyddu eða snjókomu fyrir norðan. Hiti 3 til 9 stig, en um frostmark fyrir norðan. Eygló Ósk Gústavsdóttir og Hrafn- hildur Lúthersdóttir eiga raunhæfa möguleika á verðlaunasæti á Evrópu- mótinu í sundi í 50 metra laug sem hefst í London á mánudaginn. Eygló er með þriðja besta tíma allra þátt- takenda í sinni aðalgrein og Hrafn- hildur fjórða besta í sinni grein. Eygló kveðst ekkert vera farin að skoða keppendalistann. » 4 Raunhæfir möguleikar á verðlaunum á EM Stjarnan sneri við blaðinu í rimmunni við Gróttu um Ís- landsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna með því að vinna þriðju viður- eign liðanna, 22:20, á heimavelli Gróttu í gær- kvöldi. Stjarnan hefur þar með náð einum vinningi gegn tveimur vinningum Gróttu. Næst leiða liðin saman hesta sína á morgun. »1,2 Stjarnan sneri við blaðinu á Nesinu „Hún er mjög vinnusöm og er ekki þessi hefðbundni sóknarmaður sem er alltaf inni í vítateig. Hún hleypur mikið, sérstaklega miðað við fram- herja, og mér finnst sá þáttur hjá henni stundum vanmetinn. Harpa er auk þess gríðarlega líkamlega sterk og leggur almennt séð mikið af mörk- um til liðsins,“ segir samherji Hörpu Þorsteinsdóttur, markaskorara knattspyrnuliðs Stjörn- unnar og landsliðs- konu. »4 Hún er ekki þessi hefð- bundni sóknarmaður Morgunblaðið kemur næst út þriðju- daginn 17. maí. Fréttaþjónusta verð- ur um hvítasunnuhelgina á fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is. Hægt er að koma ábendingum um fréttir á net- fangið netfrett@mbl.is. Þjónustuver áskriftardeildar er opið í dag, laugardag, frá kl. 8 til 12 en lokað er á hvítasunnudag og ann- an í hvítasunnu. Þjónustuverið verð- ur opnað aftur á þriðjudag kl. 7. Sími þjónustuvers er 569-1122 og net- fangið askrift@mbl.is. Blaðberaþjónusta er opin í dag, laugardag, frá kl. 6-12. Hún verður opnuð á ný á þriðjudag kl. 5. Hægt er að bóka dánartilkynningar á mbl.is. Símanúmer Morgunblaðsins er 569-1100. Fréttaþjónusta mbl.is um helgina Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Aflaklóin Þórhallur Gíslason, skip- stjóri frá Syðsta-Koti í Sandgerði, oft kallaður Dúddi Gísla, er 100 ára í dag. „Það er allt í lagi að vera 100 ára ef maður hefur góða heilsu og það hef ég haft,“ segir Þórhallur. Hann byrjaði sem unglingur á trillu með föður sínum og fann sig strax á sjónum. „Ég var í rúmlega 40 ár á sjó, þar af 34 vertíðir á síld, sam- tals á 12 bátum, ef ég man rétt,“ rifjar hann upp. Eftir að hann fór, 55 ára, í land starfaði hann sem hafnarvörður og lóðs í Sandgerði í 20 ár. „Ég þekkti innsiglinguna vel og strandaði aldrei,“ segir hann. Veiðin aðalatriðið Þórhallur tók vélstjórapróf áður en hann náði sér í skipstjóraréttindi. „Ég var vélstjóri í átta ár áður en ég fór í stýrimanninn,“ segir Þórhallur, sem var lengst af skipstjóri og fiskinn mjög. Í tilefni 95 ára afmælis Þórhalls lét Jónas, sonur hans, útbúa skjöld með nöfnum aflakónga á vetrarvertíð í Sandgerði 1939 til 1991. Þórhallur var fjórum sinnum aflakóngur – á Hamri GK 1961, Munin GK 1962 og Sæunni GK 1963 og 1965. Afkom- endur hans gáfu Sandgerðisbæ skjöldinn, sem er varðveittur í Þekk- ingarsetri Suðurnesja í Sandgerði. „Ég hafði alltaf nóg að gera enda snerist þetta fyrst og fremst um að veiða nógu mikið,“ rifjar Þórhallur upp. Segir margs að minnast frá sjón- um en samt hafi verið kærkomið að koma heim til fjölskyldunnar eftir langa útiveru á síldveiðunum fyrir norðan. „Fjarveran frá fjölskyldunni var eins og gengur en það var gaman að koma heim. Ég átti gott heimili en það stendur upp úr að ég var alltaf á toppskipunum og þau voru mörg.“ Lengi vel vann Þórhallur hjá öðr- um en 1956 fór hann til Danmerkur til þess að láta smíða bátinn Hamar, sem hann átti í samvinnu við fjóra aðra menn. Það var þá dýrasta skip, sem hafði verið smíðað í Esbjerg og var töluvert látið með það. „Ég reri mikið á honum, 120 tonna bátnum, en ætli Sæunn hafi ekki verið besti bát- urinn, sem ég var með,“ segir Þór- hallur. Hann segir að þótt sjómennskan hafi oft verið erfið, sérstaklega í slæmu veðri, hafi hann alla tíð kunn- að vel við sig úti á sjó. Aldurinn hafi hins vegar sagt til sín og því hafi hann farið í land. „Ég var orðinn það gam- all að það voru síðustu forvöð að fá einhverja vinnu í landi.“ Sonurinn Benóný, útgerðarmaður í Grindavík, lét smíða bátinn Dúdda Gísla GK sem hefur verið mikið afla- skip. Nema hvað. Í tilefni aldarafmælis Þórhalls efna ættingjar hans til samsætis honum til heiðurs í Vörðunni í Sandgerði frá klukkan 14 til 16 í dag. Veiðin skipti öllu máli  Þórhallur Gísla- son aflakóngur frá Sandgerði 100 ára Morgunblaðið/RAX Þórhallur Gíslason 100 ára Öldungurinn býr nú á Hrafnistu DAS Hlévangi í Reykjanesbæ. Hjón Ástrún Jónasdóttir frá Súðavík og Þórhallur. Hún andaðist 1982.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.