Morgunblaðið - 14.05.2016, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.05.2016, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2016 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Betri ferð - vita.is fyrir betra verð Verð frá: 79.900 Á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð með 1 svefn- herbergi á Golden Sand. KRÍT í júní VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444 | VITA.IS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Félagsdómur á eftir að taka afstöðu til þess hvort þjálfunarbann flugum- ferðarstjóra standist lög. Tók dóm- urinn málið fyrir í vikunni. Félag íslenskra flugumferðar- stjóra (FÍF) hefur átt í kjaradeilum við Isavia og vegna þeirra var sett á yfirvinnubann 6. apríl sl. Ekkert hef- ur gengið í viðræðum og var þjálf- unarbann sett á 6. maí sl., sem felst í því að flugumferðarstjórum er bann- að að sinna þjálfun nýliða. Samninganefndir hittust síðast í Karphúsinu sl. mánudag og segir Sigurjón Jónasson, formaður FÍF, engan árangur hafa náðst í þeim við- ræðum. Hefur sáttasemjari boðað næsta fund föstudaginn 20. maí. „Félagsdómur mun ekki leysa deiluna sem slíka en gæti komið hreyfingu á viðræðurnar,“ segir Sig- urjón um áhrif þess ef félagsdómur fellur flugumferðarstjórum í vil. Vegna aðgerða flugumferðar- stjóra hefur mest röskun orðið á flugi um Reykjavíkurflugvöll að nóttu til. Hafa flugferðir verið færð- ar til þegar veikindi hafa komið upp á næturvakt. Þannig hefur Flugfélag Íslands orðið að flýta ferðum þannig að vélarnar geti lent áður en nætur- vaktin hefst. Þá varð nokkur skerð- ing á þjónustu á Keflavíkurflugvelli í lok apríl. Isavia hefur sömuleiðis orðið að beina mörgum flugferðum suður fyr- ir íslenska flugstjórnarsvæðið. 1,5 milljörðum meiri kostnaður Guðni Sigurðsson, upplýsinga- fulltrúi Isavia, segir nákvæmar tölur um fjölda ferða ekki liggja fyrir. Gróft áætlað megi þó telja að um 2 þúsund flugferðir hafi verið farnar suður fyrir svæðið. „Þetta hefur lítil fjárhagsleg áhrif fyrir Isavia en þessu fylgir aukinn rekstrarkostnaður fyrir flugfélögin þar sem þau geta ekki alltaf valið hagkvæmustu leiðina,“ segir Guðni og telur að rekstrarkostnaður við- komandi flugfélaga hafi aukist um 1,5 milljarða kr. frá því að yfirvinnu- bann flugumferðarstjóra tók gildi. Áhrif á 2.000 flugferðir  Flugumferðarstjórar og Isavia bíða eftir niðurstöðu Félagsdóms  Yfirvinnu- og þjálfunarbann enn í gildi Veðrið lék við Norðlendinga í gær og þau Laufey Helga María Hlynsdóttir og Hrannar Ingi Ótt- arsson gerðu sér lítið fyrir og stukku með til- þrifum í sjóinn við hlið hvalaskoðunarskipsins Hafsúlunnar. Útgerð þess er á vegum Eldingar sem er að hefja starfsemi á Akureyri en farið verður í fyrstu hvalaskoðunarferðirnar þaðan á sunnudag. Kom Hafsúlan norður til Akureyrar í gær en skipið verður notað í ferðirnar á næstunni. Mikil tilþrif á fallegum vordegi fyrir norðan í gær Ljósm/Þorgeir Baldursson Hoppuðu í sjóinn við Hafsúluna á Akureyri í gær Benedikt Bóas Þorsteinn Ásgrímsson Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra sátu í gær leiðtogafund Norðurlandanna og Bandaríkjanna í Hvíta húsinu í boði Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna. Á fundinum var rætt um samvinnu Bandaríkjanna og Norðurlandanna á ýmsum sviðum. Fór forseti Bandaríkjanna afar fögrum orðum um Norð- urlönd, meðal annars um Legó-framleiðslu Dana, Abba-tónlist Svía og uppfinningar Finna eins og Skype og Spotify. Á meðal umræðuefna voru öryggis- og varnarmál, barátta gegn hryðjuverkum og að- gerðir gegn öfgahyggju, fólksflutninga- og flóttamannavandinn, loftslagsmál, samstarf í málefnum norðurslóða, viðskiptamál auk þró- unar- og mannúðarmála. Sigurður Ingi stjórnaði umræðu um þróun- ar- og mannúðarmál. Hann lagði meðal annars áherslu á mikilvægi framkvæmdar nýsam- þykktra heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og benti á að aðgerðir heima fyrir væru undirstaða þess að ná þeim. Þá minnti forsætisráðherra á að þótt aldrei hefði verið veitt meira fjármagn til mannúðar- mála, væri þörfin meiri en nokkru sinni fyrr. Þá undirstrikaði hann mikilvægi samstarfs ríkjanna í öryggis- og varnarmálum. Í lok fundarins áttu Sigurður Ingi og Obama samtal og í lok þess bauð forsætisráðherra for- setanum að sækja Ísland heim hvenær sem kynni að henta. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra og John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, áttu hálftíma fund saman. Lilja segir í samtali í gækvöldi að einblínt hafi verið á öryggis- og varnarmál og með hvaða hætti Norðurlönd geti komið að slíkum málum. Hafi hún lagt áherslu á að Ísland væri að auka útgjöld til þessara mála auk flóttamannamála, en staða þeirra var einnig hluti af umræðuefni fundarins. Bauð Obama í heimsókn  Sigurður Ingi stjórnaði umræðu um þróunar- og mannúðarmál á leiðtogafundi í Hvíta húsinu í gær AFP Leiðtogar Frá vinstri Barack Obama, Sigurður Ingi, Sauli Niinistö, forseti Finnlands, Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, og Stefan Löfven, forsætisráðherra Svía. Margir lögðu land undir fót í gær enda fyrsta ferðahelgi ársins runn- in upp. Gærdagurinn gekk ekki áfallalaust fyrir sig en miklar tafir urðu á umferð þegar harður árekstur varð undir Hafnarfjalli á sjöunda tímanum í gærkvöld þegar tveir bílar lentu saman. Einn var í öðrum bílnum og sjö í hinum, sem er lítil rúta. Sá sem var einn í bíln- um var fluttur á heilsugæslu í Borg- arnesi til aðhlynningar en talið er að meiðsli hans séu ekki alvarleg. Þá valt bíll í gærkvöld við Hafra- fell, norðan við Fellabæ á Fljóts- dalshéraði. Tvær konur voru í bíln- um og voru þær fluttar suður til Reykjavíkur með sjúkraflugi frá Egilsstöðum. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu voru konurnar báðar með meðvitund. Fyrsta ferðahelgi sumarsins byrjar með slysum og töfum Tafir Mikil umferð var við Borgar- nes eftir slys undir Hafnarfjalli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.