Morgunblaðið - 14.05.2016, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.05.2016, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2016 Margverðlaunuð NOKIAN gæðadekk ein öruggustu dekk sem völ er á valin bestu dekkin í gæðakönnunum eigum dekk fyrir fólksbíla, jeppa og sendibíla Bíldshöfða 5a, Rvk Jafnaseli 6, Rvk Dalshrauni 5, Hfj Opnunartími: virka daga kl. 8-17. Laugardaga: sjá MAX1.is Á Íslandi vitum við að sumarveður getur þýtt alls konar veður. Þess vegna hefur Nokian þróað sumar- og heilsársdekk sem henta fjölbreyttu veðurfari norðlægra slóða. Greiðsludreifing í boði Aðalsímanúmer 515 7190 Knarrarvogi 2, Rvk (ath. ekki dekkjaþjónusta) VELDU ÖRYGGI Við bjóðum Nokian dekk í hæsta gæðaflokki á frábæru verði Fáðu tilbo ð dekkjal eitarvél inaSkoðaðu Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Suðurnesjalína 2, frá Hafnarfirði að Helguvík, myndi liggja um eignar- lönd 20 jarða á Reykjanesi en innan hverrar jarðar eru margir jarðar- skikar. Landsnet náði samningum við meirihluta landeigenda en nokkrir landeigendur höfnuðu samningum og fékk Landsnet heimild iðnaðarráð- herra til að taka viðkomandi jarðir eignarnámi, að hluta eða í heild. Nú hefur Hæstiréttur fellt þessa heimild til eignarnáms úr gildi og snúið þar með við niðurstöðu héraðs- dóms. Umræddar jarðir eru Stóra- Vatnsleysa, Minni-Vatnsleysa, Stóra- Knarrarnes, Landakot og Heiðarland á Vogajörðum. Eigendur Hvassa- hrauns áfrýjuðu ekki héraðsdómi og féllust á niðurstöðu matsnefndar eignarnámsbóta. Meðal eigenda þessara jarða má nefna börn Þorvaldar í Síld og fiski, þau Skúla, Geirlaugu og Katrínu Þor- valdsbörn, sem eiga Stóru- og Minni- Vatnsleysu en þar er rekið stórt svínabú. Eigandi Landakots er dr. Margrét Guðnadóttir, veirufræðing- ur og prófessor emiritus. Stóra- Knarrarnes og Heiðarland er að hluta í eigu sömu eigenda, m.a. Ólafs Þórs Jónssonar og Sigríðar S. Jóns- dóttur. Féllst Hæstiréttur á rök landeig- enda sem andmæltu áætlunum Landsnets um að leggja Suðurnesja- línu 2 í lofti og töldu að kostir jarð- strengja hefðu ekki verið kannaðir til þrautar. Kostnaður við lagningu lín- unnar hefur verið áætlaður um 2,5 milljarðar. Landsnet hefur talið mun meiri kostnað felast í lagningu jarð- strengja. Gæti sá kostnaður verið allt að þrefalt hærri. „Við getum ekki les- ið í dóm Hæstaréttar annað en að kallað sé eftir frekari upplýsingum um jarðstrengsvalkost í þessu verk- efni, þar á meðal kostnað. Það er rétt að taka það fram að dómarar eru sammála því að ekki sé deilt um nauð- syn þess að styrkja flutningskerfi raf- orku til Suðurnesja. Ekki er hægt að lesa úr dómnum annað en að núver- andi kostur, sem lagður hefur verið fram, sé fær að uppfylltum ákveðnum skilyrðum sem sett eru fram í dómn- um,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets. Skoða þarf jarðstrengi betur á Suðurnesjalínu 2  Landsnet hafði samið við meiri- hluta landeigenda Suðurnesjalína 2 Reykjanesbær Njarðvík Vogar Kúagerði Straumsvík Helguvík Hamranes Heiðarland Vogajarðir Stóra-Knarrarnes Stóra-Vatnsleysa Minni-Vatnsleysa Landakot Suðu rnes jalín a 2 Fitjar Rauðimelur Núverandi línur Ný lína Eignarnám fellt úr gildi Loftmyndir ehf. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Guðni Th. Jóhannesson nýtur stuðnings 67,1% aðspurðra sem þátt tóku í skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um fylgi við frambjóð- endur til embættis forseta Íslands. Davíð Oddsson hefur stuðning 17,4% kjósenda og Andra Snæ Magnason styðja 7,8%. 1,8% segj- ast munu styðja Sturlu Jónsson og 1,5% Höllu Tómasdóttur. Aðrir frambjóðendur njóta minni stuðn- ings. Forskot Guðna í upphafi bar- áttunnar fyrir forsetakosningar 25. júní er því afgerandi. 73% kvenna styðja Guðna Könnun Félagsvísindastofnunar var gerð 12. og 13. maí, það er fimmtudag og í gær, föstudag. Framkvæmdin var þannig að tölvupóstur var sendur til 2.003 manna hóps, það er tilviljunar- kennds úrtaks úr þjóðskrá. Var þess gætt að kyn, aldur, búseta, menntun og tekjur væru í svipaðri breidd og meðal landsmanna al- mennt, 18 ára og eldri. Alls svör- uðu 937 könnuninni og er brúttó svarhlutfallið því 47%. Þátttakendur í könnuninni sem sögðust óákveðnir um hvaða fram- bjóðendur þeir ætluðu að kjósa voru spurðir hvern þeir teldu þá líklegast að þeir styddu. Ítarlegri svör við þeirri spurningu breyttu samt engu í stóru myndinni, ýmist var breytingin innan vikmarka eða engin. Pólitík ræður afstöðu Þegar litið er til bakgrunns frambjóðenda þá hefur Guðni Th. Jóhannesson jafnan forystu. Alls 61% aðspurðra karla segist munu styðja hann og 73% kvenna. Séu þátttakendur í könnuninni greind- ir með tilliti til aldurs, búsetu, hjúskaparstöðu, menntunar, tekna og annars er niðurstaðan hin sama; stuðningur við Guðna er 63- 73%. Davíð Oddsson, sem 17,4% segj- ast mundu kjósa, hefur stuðning 23% karla og 11% kvenna. Það er aðeins meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins sem Davíð, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður flokksins í fjórtán ár, hefur forystu. Alls 53% þeirra sem segjast mundu kjósa Sjálfstæðis- flokkinn, væri kjördagur á morg- un, styðja Davíð, en 40% Guðna. Alls 24% framsóknarmanna styðja Davíð en 68% Guðna, sem nýtur stuðnings 90% kjósenda bæði Bjartrar framtíðar og Samfylk- ingar. Þá eru 72% stuðningsmanna VG á bandi Guðna og um ¾ Pí- ratafólks. Alls 19% VG-fólks styðja Andra Snæ og 3% Davíð. Má af þessu greina að pólitískar skoðanir ráða talsverðu um af- stöðu kjósenda til forseta- frambjóðenda. Meiri stuðningur við Davíð á landsbyggð en í borginni Sé litið á búsetu þá segjast 67- 68% fólks, hvort heldur er á höfuðborgarsvæðinu eða úti á landi, styðja Guðna. Á landsbyggð- inni hefur Davíð stuðning 21% kjósenda en á höfuðborgarsvæðinu mælist fylgið 15%. Hefur Andri Snær Magnason stuðning 11% kjósenda á höfuðborgarsvæðinu en 4% þegar komið er út á land. Afgerandi forskot Guðna  Guðni Th. 67,1%  Davíð 17,4%  Andri Snær 7,8% Sturla 1,8%  Halla 1,5%  2003 í úrtaki könnunar Félagsvísindastofnunar HÍ  Svarhlutfallið 47% Kyn Karl ..........................................61%....................23%.................... 7% ................... 8% Kona ........................................73%..................... 11% ....................9% ....................7% Aldur 18-29 ára .................................67%.................... 10%................... 11% ..................12% 30-44 ára ............................... 65%.....................15%................... 11% ................... 8% 45-59 ára ................................73%.....................15%.................... 7% ................... 6% 60 ára og eldri ....................... 64%.................... 27%....................4% ................... 5% Búseta Höfuðborgarsvæði .................67%.....................15%................... 11% ................... 8% Landsbyggð ........................... 68%.....................21% ....................4% ....................7% Menntun Grunnskólanám...................... 71%.....................15%.................... 5% ................... 9% Verk. nám á framh.sk.st... ..... 66%....................23%.................... 2% ................... 8% Bóklegt nám á framh.sk.st. .. 64%.....................21% ....................8% ....................7% Háskólanám........................... 65%.....................13%.................. 16% ................... 5% Bakgrunnsgreining Heimild: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands Guðni Th. Jóhannesson Davíð Oddsson Andri Snær Magnason Aðrir Frambj. Frambjóðandi Hlutfall Vikmörk +/- Hlutfall Guðni Th. Jóhannesson.............................67,1%....................................3,1% 67,1% Davíð Odsson.............................................17,4%................................... 2,5% 17,4% Andri Snær Magnason............................... 7,8%....................................1,8% 7,8% Sturla Jónsson............................................1,8%...................................0,9% 1,8% Halla Tómasdóttir ...................................... 1,5%...................................0,8% 1,5% Ástþór Magnússon.....................................0,7%...................................0,5% 0,7% Magnús Ingi Magnússon........................... 0,2%...................................0,3% 0,2% Elísabet Jökulsdóttir ..................................0,1%...................................0,3% 0,1% Ari Gestur Jósepsson.................................0,1%...................................0,2% 0,1% Guðrún Margrét Pálsdóttir ........................0,1%...................................0,2% 0,1% Benedikt Kristján Mewes...........................0,1%...................................0,2% 0,1% Baldur Ágústsson...................................... 0.0%...................................0.0% 0.0% Hildur Þórðardóttir.................................... 0,0%...................................0,0% 0,0% Einhver annar.............................................. 3,1%.................................... 1,1% 3,1% Ef eftirtalin væru í framboði til embættis forseta Íslands, hvert þeirra myndir þú kjósa ef kosið væri til forseta í dag? Heimild: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands Alls skiluðu níu frambjóðendur til forsetakjörs gögnum til yfirkjör- stjórnar í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður en skilafrestur rann út í gær. Þau níu sem skiluðu gögnum voru Guðni Th. Jóhannesson, Davíð Oddsson, Andri Snær Magnason, Halla Tómasdóttir, Elísabet Jökuls- dóttir, Sturla Jónsson, Ástþór Magn- ússon, Hildur Þórðardóttir og Guð- rún Margrét Pálsdóttir. Sá tíundi, Magnús Ingberg Jónsson, skilaði sín- um gögnum á Selfossi. Yfir- kjörstjórnirnar munu á næstu dögum fara yfir listana og bera saman við þjóðskrá, en gert er ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki snemma í næstu viku. Lágmarksfjöldi meðmælenda í Sunnlendingafjórðungi er 1.215 manns, í Vestfirðingafjórðungi er lág- markið 62, í Norðlendingafjórðungi er lágmarkið 163 og í Austfirð- ingafjórðungi er lágmarkið 60 manns. Morgunblaðið/Eyþór Kosningar Kosið verður um forseta 25. júní. 10 verða þar í kjöri. 10 skiluðu gögnum  Meðmælendaskrá skilað í gær Almenn ánægja ríkir með störf Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar MMR. 59,3% þátt- takenda segjast vera ánægð með störf Ólafs, en 19,8% segjast vera óánægð. Var könnunin framkvæmd dagana 6.-9. maí. Þeir sem studdu ríkisstjórnar- flokkana voru ánægðari með störf forseta en þeir sem studdu aðra stjórnmálaflokka. Ánægja með störf Ólafs Ragnars

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.