Morgunblaðið - 14.05.2016, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.05.2016, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2016 SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Hálf öld er liðin frá því að Hótel Loftleiðir á Reykjavíkurflugvelli hóf starfsemi. Það er nú rekið undir nafninu Icelandair Hótel Reykjavík Natura. Fyrrverandi starfsmenn komu saman um síðustu helgi og fögnuðu afmælinu og voru mynd- irnar sem hér birtast þá teknar. Tilkynnt var um áformin um byggingu hótelsins vorið 1964. Átti að ljúka framkvæmdum á fimmtán mánuðum. Þótti það til vitnis um mikinn stórhug, en kom kannski ekki á óvart því að á bak við verk- efnið voru eldhugarnir í flugfélaginu Loftleiðum. Vaxandi ferða- mannastraumar var til Ísland á þessum tíma og önnuðu þau gistihús sem fyrir voru engan veginn eftir- spurninni. Fyrsta nútímagistihúsið í Reykjavík, Hótel Saga, var opnað 1962 og Hótel Holt var í byggingu þegar tilkynnt var um áformin. Flugstöð átti að rísa Upphaflega stóð til að Loftleiðir reistu skrifstofubyggingu og nýja flugstöð á Reykjavíkurflugvelli. Skrifstofuhúsið reis og var tekið í notkun 1964. En ekkert varð af því að lokið yrði við flugstöðina. Nýjar Rolls Royce-flugvélar félagsins gátu ekki lent í Reykjavík og því varð að flytja flugreksturinn til Keflavíkur. Kjallari flugstöðvarinnar var kom- inn, en hvernig átti að nýta hann eft- ir þetta? Niðurstaðan varð sú að reisa hótel á staðnum og skyldi það opnað vorið 1966. Var Gísla Hall- dórssyni arkitekt falið að teikna bygginguna í samræmi við kröfur nýs tíma. Framkvæmdir hófust í janúar 1965. Verkið tók fimmtán og hálfan mánuð. Fyrstu gestirnir komu 29. apríl 1966. Hótelið, sem var með 108 herbergjum og 216 rúmum, þótti sérlega glæsilegt og var mikið um það skrifað í blöðin á þessum tíma. Opnunarhátíð ar hald- in 30. apríl og sóttu hana 800 til 900 manns. Vinsæll samkomustaður Hótel Loftleiðir hefur ekki aðeins verið gistihús heldur haft opna veit- inga- og samkomusali sem hafi verið fjölsóttir í gegnum tíðina. Fjöl- breytni hefur einkennt þessa starf- semi. Mikilla vinsælda nutu til dæm- is þjóðakvöldin sem haldin voru um árabil, en þá voru á boðstólum réttir mismunandi þjóða og skemmtiatriði í stíl. Mikill fjöldi fólks hefur starfað á Hótel Loftleiðum í þá hálfu öld sem það hefur verið rekið. Nokkur undanfarin ár hafa fyrrverandi starfsmenn haldið hópinn og komið saman einu sinni á ári til að gleðjast og rifja upp minningar frá starfs- tíma sínum. Ein slík samkoma var haldin um síðustu helgi og sóttu hana á annað hundrað manns. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Hótel Loftleiðir Húsið nokkru eftir að það var tekið í notkun árið 1966. Síðar reis viðbygging á auða svæðinu við hlið flugturnsins. Lengst til hægri er skrifstofubyggingin. Fögnuðu hálfrar aldar afmæli  Fyrrverandi starfsmenn Hótels Loftleiða á Reykjavíkurflugvelli fjölmenntu í veislufagnaðinn Gaman F.v. Sigurður Sumarliðason, Berta Johansen, Elín Bachmann, Hilm- ar B. Jónsson, Emil Guðmundsson, Anna Lilja Kvaran og Úlfar Eysteinsson. Afmælistertan Emil Guðmundsson, fyrrum hótelstjóri, og Friðrik Gíslason, fyrrum veitingastjóri, skáru fyrstu sneiðarnar af veglegri tertunni. Veislugestir Meðal fyrrverandi starfsmanna í hófinu voru f.v. Anna Lilja Kvaran, Huld H. Göthe, Margrét Fredreksen og Sylvia Lockeye. www.smyrilline.is Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík Sími: 570-8600 · info@smyril-line.is Fjarðargötu 8 · 710 Seyðisfjörður Sími: 472-1111 · austfar@smyril-line.is Taktu bílinn með til Færeyja og Danmerkur 2016 Færeyjar 2 fullorðnir með fólksbíl Netverð á mann frá 34.500 Danmörk 2 fullorðnir með fólksbíl Netverð á mann frá 74.500 Bókaðu núna! Bókaðu snemma til aðtryggja þér pláss.Þegar orðið fullt ísumar ferðir í sumar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.