Morgunblaðið - 14.05.2016, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.05.2016, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2016 ✝ Kári MargeirÞorsteinsson fæddist á Vatni á Höfðaströnd 15. október 1929. Hann lést á dvalarheimili aldraðra á Sauðár- króki 1. maí 2016. Hann var næst- yngstur af átta börnum foreldra sinna, þeirra Þor- steins Helgasonar og Ingibjargar Jónsdóttur. Systkini hans voru Sigurbjörg, Guðrún, Jón, Ólafur, Fjóla og Axel, sem öll eru látin, og Sig- urður sem lifir systkini sín. Kári giftist eftirlifandi eiginkonu sinni Sólborgu Björnsdóttur þann 1. janúar 1956. Þau eign- uðust þrjú börn: 1) Þorsteinn Kárason, f. 11. september 1955, hann er kvæntur Hrefnu Þór- arinsdóttur, f. 7. janúar 1957. Þeirra börn eru: a) Kári Björn Þorsteinsson, f. 14. nóvember 1974, hann er kvæntur Sigríði Ellen Arnardóttur, f. 9. janúar 1979. Þeirra börn eru Guðni Freyr, f. 7. mars 2005, Þor- þeirra er Íris Björk, f. 7. janúar 2012. Kári ólst upp á Vatni en fór ungur að heiman til vinnu, m.a. í síld á Siglufirði og á vertíðar til Vestmannaeyja. Kári stundaði nám við smíðadeildina á Laug- arvatni veturinn 1949-50 og vann síðan við smíðar í Keflavík í nokkur ár. Þar kynntist hann konunni sinni árið 1953 og þar hófu þau sinn búskap. Þaðan fluttust þau í Reykja- hlíð í Varmahlíð og síðan til Sauðárkróks árið 1957 og hafa búið þar síðan. Kári vann fyrstu árin á Sauðárkróki við smíðar og byrjaði fljótlega í smíðanámi hjá Jósep Stefánssyni og stund- aði samhliða bóklegt nám í Iðn- skólanum á Sauðárkróki. Hann lauk sveinsprófi árið 1961 og meistararéttindum stuttu síðar. Kári stofnaði smíðafyrirtæki með Sverri Björnssyni mági sín- um og unnu þeir við það í nokk- ur ár en hættu starfseminni þegar heilsa Kára fór að gefa sig. Hann gerðist húsvörður við Gagnfræðaskóla Sauðárkróks árin 1968-78, vann þá hjá Vega- gerðinni í nokkur ár og lauk starfsævinni hjá Trésmíða- fyrirtækinu Borg á Sauðár- króki. Útför Kára fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, 14. maí 2016, klukkan 11. steinn Ingi, f. 18. júlí 2007, og Fann- ar Örn, f. 16. októ- ber 2010. b) Grétar Þór Þorsteinsson, f. 30. maí 1983, hans sambýliskona er Ása Björg Ingi- marsdóttir, f. 2. febrúar 1984, þeirra börn eru Ár- elía Margrét, f. 4. ágúst 2011, og Ingi- mar Hrafn, f. 3. mars 2014. c) Sunna Dögg Þorsteinsdóttir, f. 18. maí 1985. 2) Ingibjörg Kára- dóttir, f. 23. nóvember 1956, d. 29. júlí 2007. Hennar sambýlis- maður var Kent Eriksson, f. 15. september 1950, þeirra sonur er Óskar Vigert Eriksson, f. 28. maí 1992. 3) Sigurður Björn Kárason, f. 17. október 1961, hann er kvæntur Kristínu Jóns- dóttur, f. 11. apríl 1964, þeirra börn eru: a) Andri Már Sigurðs- son, f. 14. febrúar 1984. b) Sól- borg Ýr Sigurðardóttir, f. 27. mars 1987, hennar sambýlis- maður er Sæmundur Arnór Sig- urðsson, f. 24. janúar 1984. Barn Góður engill Guðs oss leiðir gegnum jarðneskt böl og stríð, léttir byrðar, angist eyðir, engill sá er vonin blíð. Mitt á hryggðar dimmum degi dýrlegt oss hún kveikir ljós, mitt í neyð á vorum vegi vaxa lætur gleðirós. Þó að lokist aumum aftur allar dyr á jörðu þrátt, helgrar vonar himinkraftur hjálparlausum eykur mátt. Þá er hjartabenjar blæða, bregst hver jarðnesk stoð og hlíf, megnar sollin sár að græða signuð von um eilíft líf. Þá er jarðnesk bresta böndin, blítt við hjörtu sorgum þjáð vonin segir: Heilög höndin hnýtir aftur slitinn þráð. Blessuð von, í brjósti mínu bú þú meðan hér ég dvel, lát mig sjá í ljósi þínu ljómann dýrðar bak við hel. (Helgi Hálfdánarson) Blessuð sé minning þín. Þín eiginkona, Sólborg. Í dag kveðjum við góðan föður og tengdaföður, Kára Þorsteins- son. Hann var ávallt boðinn og búinn að rétta fram hjálparhönd við það sem við vorum að gera hverju sinni. Hans verður sárt saknað. Gráttu ekki yfir góðum liðnum tíma. Njóttu þess heldur að ylja þér við minningarnar, gleðjast yfir þeim og þakka fyrir þær með tár í augum, en hlýju í hjarta og brosi á vör. Því brosið færir birtu bjarta, og minningarnar geyma fegurð og yl þakklætis í hjarta. (Sigurbjörn Þorkelsson) Blessuð sé minning þín, hvíldu í friði. Sigurður og Kristín. Elsku pabbi, afi og langafi. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð.. (Þórunn Sigurðardóttir) Við kveðjum þig með söknuði. Takk fyrir alla hjálpsemina. Góðu stundanna munum við minnast með gleði í hjarta og með miklu þakklæti fyrir þann tíma sem við áttum saman. Minningin lifir í hjörtum okk- ar. Þorsteinn og Hrefna, Kári Björn, Sigríður Ellen, Guðni Freyr, Þorsteinn Ingi og Fannar Örn, Grétar Þór, Ása Björg, Árelía Margrét og Ingimar Hrafn, Sunna Dögg. Okkar fyrsta minning um afa er um hann í skúrnum í Birkihlíð- inni að smíða, þar eyddi hann mestu af sínum frítíma. Þar smíð- aði hann meðal annars líkkistur fyrir gæludýr afabarna sinna, sem málaðar voru hvítar með gylltum krossi, og annað tilfall- andi sem beðið var um. Allt sem hann gerði lagði hann mikinn metnað í og fóru honum öll verk mjög vel úr hendi. Aldrei sást afi án þess að vera með vasa- hníf og er okkur minnisstætt þeg- ar fjölskyldan fór til Svíþjóðar og afi setti vasahnífinn í bakka við öryggishliðið, eins og hvern ann- an hlut, og varð svo mjög hissa þegar hann mátti ekki fara með hnífinn í flugið. Við nutum þeirra forréttinda að fá að ferðast mikið með afa og ömmu þar sem við lærðum margt gagnlegt eins og nöfn á fuglum, kennileitum og almennt um nátt- úru Íslands. Þær voru ófáar ferð- irnar á hina ýmsu staði og munu þessar góðu minningar lifa með okkur út lífið. Takk fyrir allt, elsku afi, og sjáumst hinum megin við móðuna miklu eða hvar sem við endum. Þín afabörn, Andri og Sólborg. Góður vinur okkar er fallinn frá, Kári Þorsteinsson. Kári var spilafélagi okkar í bridgeklúbbi sem kom fyrst saman árið 1974. Alveg fram til þessa hefur klúbburinn komið saman og spil- að á hverju fimmtudagskvöldi. Kári var traustur félagi okkar og það heyrði til undantekninga ef hann mætti ekki í spil. Hann hélt áfram að spila eins lengi og heils- an leyfði og var alltaf bjartsýnn og jákvæður. Margar góðar minningar streyma upp í huga okkar á stundu sem þessari, allar góðu stundirnar sem við höfum setið saman yfir spilum og oftast glatt á hjalla. Kári hafði mjög gaman af kveðskap og kunni mikið af stök- um og vísum. Ef einhver í klúbbn- um nefndi eða fór með stöku þá þekkti Kári iðulega til. Kári gat og gerði vísur ef á reyndi. Er einn af klúbbfélögum bauð til fagnaðar í tilefni af stórafmæli sínu þá setti Kári saman þessa vísu: Daprast sýn og förlast flest farin að ruglast sortin, því er okkur þörfin mest, það er að stækka kortin. Kári var líka með húmorinn í lagi og með vísunni afhenti hann afmælisbarninu risastór spil. En Kári flíkaði ekki kveðskap sínum, hógværð hans kom í veg fyrir það. Þau hjónin voru höfðingjar heim að sækja og því nutum við spilafélagarnir alltaf góðs af, upp dekkað borð og miklar kræsingar hjá Sólborgu. Nú þegar Kári hef- ur kvatt viljum við þakka fyrir margar góðar minningar frá sam- verustundum okkar á liðnum ár- um. Kári var einstakt prúðmenni, hann var lítillátur og hafði góða nærveru. Minningin um hugljúf- an mann og traustan er okkur efst í huga þegar við kveðjum spilafélaga okkar. Elsku Sólborg og fjölskylda, við sendum ykkur okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd spilafélaganna, Reynir Barðdal. Kári Margeir Þorsteinsson Minning um mömmu, ömmu og langömmu. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Sigrún Karlsdóttir ✝ Sigrún Karls-dóttir fæddist 30. maí 1933. Hún lést 1. maí 2016. Sigrún var jarð- sungin 13. maí 2016. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Við minnumst þín af hlýhug og þökkum góðar stundir. María og fjölskylda. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐMUNDA ÞÓRANNA PÁLSDÓTTIR, lést að kvöldi 11. maí. Útförin verður auglýst síðar. . Páll J. Egilsson, Anna Sigurjónsdóttir, Halldór J. Egilsson, Guðrún S. Bjarnadóttir, Stefán Egilsson, Hugrún Árnadóttir, Þórhildur G. Egilsdóttir, Jóhann Helgason, Svanhildur Egilsdóttir, Jón Sólmundsson. Við þökkum ykkur fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærrar dóttur okkar, systur, mágkonu og frænku, REBEKKU SIFJAR KARLSDÓTTUR, sem lést á sjúkrahúsinu á Akureyri 18. apríl og var jarðsett 29. apríl síðastliðinn. . Árdís Guðborg Aðalsteinsd., Karl Bóasson, Logi Steinn Karlsson, Sigþóra B. Kristjánsdóttir, Bóel Rut Karlsdóttir, Egill S. Jóhannsson, Jökull Ísar litli frændi. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma SIGURLAUG PÉTURSDÓTTIR ÞORMAR Hringbraut 50, Reykjavík lést á dvalar-og hjúkrunarheimilinu Grund 5. maí. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 19. maí klukkan 13. . Sigmar Þormar, Alfa Kristjánsdóttir, Anna Þormar, Auðunn G. Guðmundsson, Pétur Þormar, Sigurður Þormar, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVANFRÍÐUR JÚLÍUSDÓTTIR, Brekkugötu 36, Akureyri, er látin. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aðstandenda, . Smári Sigurðsson, Sævar Örn Sigurðsson. SIGURLAUG HELGA LEIFSDÓTTIR og dóttir hennar JÓHANNA HÁKONARDÓTTIR verða jarðsungnar frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 17. maí kl. 13.00. Leifur Hákonarsson Sigurlaug Helga Teitsdóttir Hákon Helgi Leifsson Sara Leifsdóttir Álfheiður Erla Sigurðardóttir og fjölskyldur þeirra. Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermannHarpa Heimisdóttir Útfararstjóri Hrafnhildur Scheving Útfararþjónusta Kirkjulundur 19  210 Garðabær sími 842 0204  www.harpautfor.is HREINSUN OG FEGRUN LEIÐA Vönduð og persónuleg þjónusta 893 4034

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.