Morgunblaðið - 14.05.2016, Blaðsíða 46
46 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2016
Söfn • Setur • Sýningar
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár
grunnsýning Þjóðminjasafnsins
Vinnandi fólk - ASÍ 100 ára í Myndasal
Hvað er svona merkilegt við það? Störf kvenna í 100 ár í Bogasal
Bláklædda konan - Ný rannsókn á fornu kumli í Horni
Norðrið í norðrinu á 3. hæð
Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru
Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi
LISTASAFN ÍSLANDS
LJÓSMÁLUN – LJÓSMYNDIN OG MÁLVERKIÐ Í SAMTÍMANUM 7.5 - 11.9.2016
UDSTILLING AF ISLANDSK KUNST
UPPHAF KYNNINGAR Á ÍSLENSKRI MYNDLIST Í KAUPMANNAHÖFN 21.1-11.9 2016
Sjónlýsing í Listasafni Íslands, leiðsögn fyrir blint og sjónskert fólk,
laugardaginn 14. maí kl. 14.
PABLO PICASSO Í SAFNEIGN LISTASAFNS ÍSLANDS;
JACQUELINE MEÐ GULAN BORÐA (1962) 21.7. 2015-11.9. 2016
Leiðsagnir á ensku alla föstudaga kl. 12:10
SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur • KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is. Opið daglega í sumar kl. 10-17
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR
GYÐJUR 5.2. - 29.5.2016
Athugið að safnið er lokað hvítasunnudaginn 15. maí.
Opið laugard. og sunnud. kl. 14-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
UNDIR BERUM HIMNI - MEÐ SUÐURSTRÖNDINNI 5.2.-16.9.2016
Opið sunnudaga kl. 14-17. Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is
Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú
Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög,
ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira
Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna.
Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali
Kaffitár nú einnig í Safnahúsinu
Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn
Opið daglega frá kl. 10-17.
Verið
velkomin
Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík s: 530 2210
www.safnahusid.is Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17
Kaffitár opið mánudaga til föstudaga frá 8-17, 10-17 um helgar
SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU
Opið kl. 12-17. Lokað mánud.
Verslunin Kraum í anddyri
Garðatorg 1, Garðabær
www.honnunarsafn.is
Menningarmálaráðherra Ítalíu
greindi frá því að landamæraverðir
í Úkraínu hefðu fundið sautján
verðmæt málverk málara fyrri alda
sem var stolið í nóvember síðast-
liðnum úr safninu Museo di Castel-
vecchio í Veróna á Ítalíu. Í kjölfarið
sýndi forsætisráðherra landsins,
Petro O. Poroshenko, blaðamönn-
um verkin og sagði að þeim yrði
skilað innan skamms.
Málverkin eru eftir marga kunna
meistara, þar á meðal eru fimm eft-
ir Jacopo Tintoretto og önnur eftir
Andrea Mantegna, Peter Paul Ru-
bens og Pisanello. Landamæra-
verðirnir fundu verkin þar sem þau
höfðu verið falin í runnaþykkni
skammt frá landamærunum og
hafði þeim verið pakkað í plast.
Lögreglan í Úkraínu telur að það
hafi átt að selja þau í Úkraínu eða
Rússlandi.
Sautján verðmæt mál-
verk fundust í runnum
Verðmætt Hluti málverks Man-
tegna af heilagri fjölskyldu.
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
„Listamenn vinna yfirleitt með það
sem er þeim hugleikið, með gildi sem
skipta þá verulegu máli,“ segir Rúrí
þegar rætt er um sýningu hennar
sem verður opnuð í Listasafni Árnes-
inga í Hveragerði í dag, laugardag,
klukkan 14. Þá verða opnaðar einka-
sýningar þeirra Péturs Thomsen
ljósmyndara. Verk Rúríar og Péturs
eiga það sameiginlegt að fjalla meðal
annars um tímann og náttúruna.
Heilbrigð tilfinning
Sýning Rúríar nefnist Tíma-Tal.
Sum verkanna á sýningunni tengjast
útiverki eftir hana, Sólgátt, sem verð-
ur í sumar sett upp við Sólheima í
Grímsnesi. „Það eru til dæmis verk
sem heita Augnablik, Skammdegi og
Dægur og ég nota í þau efni úr dag-
lega lífinu,“ segir hún. Þetta eru
veggmyndir þar sem hún vinnur með
tímastilla.
Tíminn og mælingar hafa verið
Rúrí hugleikin, sérstaklega fyrr á
ferlinum en nú segir hún þessa þræði
hafa dottið aftur í hendurnar á sér.
„Og ég varð að fara að prjóna úr þeim
aftur!“ segir hún og brosir.
Þrjú verka Rúríar á sýningunni
eru frá áttunda og níunda áratugnum
en flest frá 1999 til dagsins í dag.
„Í stóra salnum sýni ég eingöngu
verk sem fjalla um fossa,“ segir hún.
„Sum þeirra hafa aldrei verið sýnd
áður hér á landi en hafa sést víða um
lönd, í Kína, Ísrael og í Evrópu en eru
nú komin heim.
Þó nokkur verkanna tengjast safn-
inu og þar með Suðurlandi til dæmis
fossunum Gullfossi, Urriðafossi og
Dynk. Um Dynk gerði ég verk árið
2003 sem heitir 400 rúmmetrar á sek-
úndu. Annað heitir Waterfall: Dynk-
ur Endagered og þar er búið að hluta
Dynk niður í tólf einingar og hann
orðin að neysluvænni afurð. Þetta
eru vangaveltur um hvað við ætlum
okkur með náttúruna. Án náttúrunn-
ar og jarðarinnar þá erum við ekkert.
Mér þykir afskaplega vænt um jörð-
ina og ég held að það sé heilbrigð til-
finning sem fólk hafði hér áður en
margir hafa týnt henni.“
Landnýting að næturlagi
Sýning Péturs Thomsen nefnist
Tíð / Hvörf. „Annarsvegar vinn ég
með garðinn minn og nærumhverfi
heimilisins hér á Sólheimum í Gríms-
nesi,“ segir hann. „Hins vegar er þrí-
skipt verk þar sem ég velti ég fyrir
mér skógrækt, landnýtingu á rækt-
arlandi bænda og námugreftri. Allar
myndirnar hef ég tekið í Árnessýslu.
Ég hef í mörg ár myndað þetta
þrennt en sýni aðeins myndir frá
þessu ári sem ég hef tekið að næt-
urlagi með lýsingu.“
Þessar myndraðir, sem og fyrri
verk Péturs frá framkvæmdasvæði
Kárahnjúkavirkjunar og Ásfjalli við
Hafnarfjörð, fjalla á einhvern hátt
um breytingar sem maðurinn gerir á
umhverfi sínu eða sýna ásýnd lands
breytast. Hvers vegna er það?
„Ég hef mikið velt fyrir mér sam-
bandi mannsins við náttúruna, hvern-
ig við reynum annaðhvort að beisla
hana eða lifa með henni; ég hef mikið
myndað þar sem maðurinn er að
breyta í náttúrunni. Andhverfa þess
er síðan myndir sem ég hef tekið í
garðinum hér heima, hann er búinn
til af mönnum en hefur fengið að vaxa
frjáls í langan tíma. Það er hin hliðin.
Allt er þetta spurning um það hvern-
ig við lítum á náttúruna.“
Tíma - Tal Elsta verk Rúríar á sýningunni, „Tími I“ frá 1977. Mörg verkanna hafa aldrei áður verið sýnd hér á landi.
Spurningin hvernig
við lítum á náttúruna
Rúrí og Pétur Thomsen sýna í Listasafni Árnesinga
Ljósmynd/Pétur Thomsen
Tré í nótt Pétur Thomsen veltir fyrir sér sambandi mannsins við náttúruna.
Rúrí Pétur Thomsen