Morgunblaðið - 14.05.2016, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.05.2016, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2016 MOSFELLSBAKARÍ Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík s. 566 6145 | mosfellsbakari.is Ert þú búin að prófa súrdeigsbrauðin okkar? Renndu við í Mosfellsbakarí og fáðu þér hollara brauð. fenix 3 sameinar glæsilega hönnun og fjölnota GPS snjallúr Íþrótta- og útivistarfólk þarf ekki lengur að velja á milli – fenix 3 er bæði fullkomið íþróttaúr, útivistarúr, snjallúr og úr sem þú notar daglega í vinnu og leik. Þú getur einnig sérsniðið úrið að þínum þörfum með mismunandi upplýsingagluggum, forritum eða úraskífu með Connect IQ appinu frá Garmin. Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogur, sími 577 6000, garmin.is toppaðu gærdaginn Guðni Einarsson gudni@mbl.is Sveitarstjórn Skaftárhrepps fjallar í dag um endurtekna aðvörun Orku- stofnunar (OS) um að vatnaveitingar út á Eldhraun við Árkvíslar verði stöðvaðar. OS framlengdi frest til að stöðva vatnaveitingarnar til 1. júní n.k. Einnig á að ræða umsókn aðila, sem ekki er hægt að nafngreina að svo stöddu, um framkvæmdaleyfi vegna vatnaveitinga út á Eldhraun við Árkvíslar vegna atvinnustarf- semi. Sami aðili hefur sótt um leyfi til vatnaveitinga til Orkustofnunar. Ítrekaðar aðvaranir Í bréfi OS til Skaftárhrepps frá 27. apríl s.l. kemur fram að OS hafi í bréfi til Skaftárhrepps þann 5. ágúst 2015 ítrekað aðvörun um að stöðva vatnaveitingar út á Eldhraun við Árkvíslar fyrir 1. september 2015. Fresturinn var svo framlengdur til 1. desember 2015 vegna Skaftárhlaups- ins. Starfsmenn OS skoðuðu aðstæður við eystri kvísl Skaftár, Árkvíslar og Brest ásamt sveitarstjóra Skaftár- hrepps. Starfsmenn OS skoðuðu einnig ástandið við Tungulæk og Grenlæk hjá þjóðvegi þriðjudaginn 26. apríl sl. Lítið rennsli var í eystri kvísl Skaftár undir Skálarheiði. Tölu- vert vatn rann þó úr Skaftá til Árkv- ísla og Brests um forna farvegi sem áður voru stíflaðir með görðum Landgræðslu ríkisins og Vegagerð- arinnar. Garðarnir brustu í Skaftár- hlaupinu í fyrra. Nánast ekkert vatn skilaði sér úr Skaftá, vegna lágs vatnsborðs hennar, um þrjú rör í stíflugarði sem var gerður til að stýra rennsli um Brest. Stíflugarðurinn er óskemmdur eftir hlaupið. OS hefur krafist þess að tveimur röranna verði lokað. „Í Tungulæk var lágrennsli, e.t.v. allt að 100-200 l/s, og í Grenlæk var nánst þurrð og rennslið af stærðar- gráðunni 10-30 l/s, hvoru tveggja metið við þjóðveg með augnmati skv. reynslu,“ segir í bréfi OS til Skaft- árhrepps. Fram kemur í bréfinu að rannsóknir hafi sýnt að vatnaveiting- ar út á hraunið um Brest hafi aðeins lítilsháttar áhrif á rennsli Tungu- lækjar og Grenlækjar. Málið er fyrir dómstólum Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveit- arstjóri Skaftárhrepps, sagði að sveitarfélagið hefði margoft svarað erindi Orkustofnunar og alltaf á sömu nótum. „Skaftárhreppur ætlar ekki að aðhafast neitt vegna þessara veitumannvirkja að svo stöddu,“ sagði Sandra. Hún sagði að Veiði- félag Grenlækjar hefði stefnt is- lenska ríkinu og Skaftárhreppi vegna þessara vatnaveitinga. Málið væri fyrir dómstólum. „Á meðan það er óljóst hver er skaðabótaskyldur getur Skaftár- hreppur ekki aðhafst neitt við þessi veitumannvirki,“ sagði Sandra. „Orkustofnun hefur verið tilkynnt um það en þrátt fyrir það halda þeir áfram að ítreka þessa beiðni.“ Mikill vatnsskortur í ám og lækj- um fyrir austan veldur mönnum miklum áhyggjum. Grenlækur, Tungulækur, Sýrlækur og Jónskvísl eru mjög vatnslítil um þessar mund- ir. Þá muna elstu menn ekki eftir jafnlitlu vatni í Eldvatni í Meðallandi og nú. Melalækur og Mávavötn eru líka að hverfa vegna vatnsskorts. Grenlækur og Tungulækur hafa ver- ið mjög fengsælar og vinsælar sjó- birtingsár. Sandra sagði að vísindamenn greindi á um hvaðan vatn rynni í þessa læki. Orkustofnun teldi útilok- að að vatn færi úr Árkvíslum og um Eldhraun út í lækina. Veðurstofan væri á öðru máli. „Þetta er gríðarlega flókið mál og margir og ólíkir hags- munir sem tengjast þessu,“ sagði Sandra. Hún sagði að það væri mjög alvar- legt mál að fyrrnefndir lækir og fall- vötn væru að verða vatnslausir. Mokað upp úr skurðinum Sandra kvaðst hafa öruggar heim- ildir fyrir því að aðili hafi sótt um leyfi til Orkustofnunar um að viðhalda vatnaveitingum við Árkvíslar vegna atvinnustarfsemi. Hún gat ekki upp- lýst í gær hver umsækjandinn er en sagði að umsókn um framkvæmda- leyfi vegna þessara áforma yrði til umræðu á fundi sveitarstjórnar í dag. Sandra sagði að skurður sem ligg- ur frá Skaftá að rörunum og stíflu- garðinum við Brest væri fullur af aur eftir Skaftárhlaupið. OS hefur heim- ilað fyrrgreindum aðila að moka upp úr skurðinum til að auka rennslið til 1. júní. OS heldur sig engu að síður við það að sveitarfélagið eigi að loka fyrir tvö rör af þremur fyrir 1. júní n.k. Morgunblaðið/Einar Falur Grenlækur Veiðimenn segja að þessi sjóbirtingsparadís sé að þorna upp. Tekist á um vatnaveitingar út á Eldhraun  Fengsælir lækir og veiðiár í V-Skaftafellsýslu að þorna upp Flókið vatnafar » Veðurstofan gaf í fyrra út skýrslu: Vatnafar í Eldhrauni. Náttúrulegar breytingar og áhrif veitumannvirkja. » Ljóst er að saga náttúru- legra breytinga og breytinga af mannavöldum sem hafa haft áhrif á vatnsbúskapinn á svæðinu er bæði flókin og samofin. » Grunnvatnið kemur frá úr- komu á hraunin, ketilvatni frá Skaftárkötlum og jökulbráð og vatni úr Skaftá. Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur fallist á ósk eigenda meirihluta Reykjahlíðarlands í Mývatnssveit um að dómkvaddir matsmenn leggi mat á jarðhitasvæði þeirra og jarðhitarétt- indi Landsvirkjunar og ríkisins við Kröflu og Bjarnarflag. Landeigendur Reykjahlíðar og rík- ið gerðu árið 1971 með sér samkomu- lag um jarðhitaréttindi á afmörkuðu jarðhitasvæði í landi Reykjahlíðar þar sem kveðið var á um að jarðhitarétt- indin yrðu íslenska ríkinu „til frjálsra umráða og ráðstöfunar“. Ríkið samdi síðan árið 2006 við Landsvirkjun um afnot fyrirtækisins af jarðhitaréttind- um innan jarðhitasvæðisins við Kröflu, Bjarnarflag og Námafjall. Landeigendur Reykjahlíðar eiga jarðhitaréttindi utan við afmarkað svæði Landsvirkjunar og vilja nýta það eða fá greiðslur fyrir nýtingu þess. Héraðsdómur féllst á að dóm- kvaddir matsmenn meti hver sé hlut- fallslegur réttur sérhvers eiganda jarðhitaréttindanna á svæðunum til nýtingar þeirra. Ríkið og Landsvirkjun lögðust gegn matsbeiðninni en í úrskurðinum er vísað til samkomulags sem Lands- virkjun gerði við landeigendur árið 2005 sem opnaði fyrir slíkt mat. Jarðhitaréttindi metin Morgunblaðið/RAX Kröflusvæðið Deilt er um jarðhita- réttindi við Mývatn.  Fallist á kröfu landeigenda Reykjahlíðarlands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.