Morgunblaðið - 14.05.2016, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.05.2016, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2016 „Miðað við okkar forsendur höfum við væntingar um að raforkuverðið hækki umtalsvert. En það mun ráð- ast af þróun á mörkuðum fyrir raf- orku og ál hversu mikil sú hækkun mun verða á tímabilinu,“ segir Hörð- ur Arnarson, forstjóri Landsvirkjun- ar, um samkomulag fyrirtækisins og Norðuráls um endurnýjun á raforku- samningi fyrirtækjanna. Samkvæmt samkomulaginu, sem greint var frá í gær, verður orkuverðið tengt við markaðsverð raforku á Nord Pool raforkumarkaðnum og kemur það í stað álverðstengingar í gildandi samningi. Samkomulagið er til fjögurra ára og hljóðar upp á 161 MW, sem er tæplega þriðjungur af orkuþörf Norðuráls. Endurnýjaður samning- ur tekur gildi í nóvember 2019, þeg- ar núgildandi samningur rennur út, og gildir til loka árs 2023. Spurður hvers vegna samið sé ein- ungis til fjögurra ára, segir Hörður að hér sé um dæmigerðan markaðs- tengdan samning að ræða sem auð- velt sé að framlengja ef vilji er fyrir hendi. „Í gegnum tíðina höfum við verið að bjóða fyrirsjáanleika og þá eru gerðir samningar til lengri tíma. En það hentaði ekki í þessu tilviki.“ Að sögn Harðar getur þessi samn- ingur mögulega orðið fyrirmynd annarra samninga Landsvirkjunar í framtíðinni. „En mjög margir við- skiptavina okkar, sérsaklega þeir sem eru að byggja nýjar verksmiðj- ur, vilja hins vegar fá fast verð í ákveðinn tíma.“ Hörður segir að það hafi verið stefna fyrirtækisins að draga úr tengingu við álverð. „Þegar það fór hæst árið 2009 voru um 65% af tekjum Landsvirkjunar tengd ál- verði. Eftir að þessi samningur tek- ur gildi verða það rúm 20%.“ sn@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Norðurál Orkuverðið verður tengt Nord Pool raforkumarkaðnum. Landsvirkjun og Norðurál semja  Samningsverðið tengt markaðsverði Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Sextán prósent þeirra erlendu ferða- langa sem nýta sér þjónustu hvala- skoðunarfyrirtækja koma frá Þýskalandi, en aðeins níu prósent þeirra sem sækja Ísland heim á hverju ári koma frá landinu. Þá eru Frakkar 10% þeirra sem nýta sér þjónustuna en ferðamenn af því þjóðerni eru aðeins 6% af heild- arfjölda ferðamanna sem landið sækja heim. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Deloitte hefur unnið fyrir Hvalaskoðunarsamtök Íslands og byggist hún á tölum frá aðildarfyrirtækjum samtakanna árið 2014. Þessi mikli áhugi einskorðast þó ekki við löndin tvö. Þannig sýna töl- urnar að áhugi ferðamanna á hvala- skoðun, flokkað eftir þjóðerni, er langsamlega mestur meðal íbúa í Suður- og Mið-Evrópu. Ferðamenn frá þeim ríkjum sem fylla þann flokk eru um 24% af heildarfjölda þeirra sem hingað leggja leið sína en sami hópur stendur að baki 48% allra við- skipta erlendra ferðamanna við hvalaskoðunarfyrirtækin íslensku. Í fyrrnefndri skýrslu er bent á að Evrópubúar hafa langtum meiri áhuga á hvalaskoðun en fólk annars staðar frá. Um 80% allra þeirra sem sóttu hvalaskoðun árið 2014 komu frá Evrópu. Evrópubúar voru hins vegar rétt tæp 60% allra þeirra sem heimsóttu Ísland á sama tíma. Þannig telja skýrsluhöfundar að óplægðan akur sé að finna í hópi ferðamanna annars staðar frá en Evrópu. Sá hópur sé ríflega 40% af heildarfjöldanum en að þeir svari að- eins til 20% allra þeirra sem sæki hvalaskoðun meðan á dvöl þeirra hérlendis stendur. Nokkra athygli vekur að Banda- ríkjamenn virðast hafa hlutfallslega mjög lítinn áhuga á hvalaskoðun. Þannig eru þeir um 16% allra þeirra sem hingað koma en aðeins 6% þeirra sem fara í hvalaskoðun. Hið sama má segja um Norðmenn. Þeir eru 6% erlendra ferðalanga hér en aðeins 1% þeirra sem skoða hvali í skipulögðum ferðum. Frakkar og Þjóðverjar sækja í hvalaskoðun  Hlutfall Bandaríkjamanna mjög lágt og einnig Norðmanna Ferðamenn eftir búsetu og áhuga á hvalaskoðun Ferðalangar (hlutfall af heildarfjölda) Viðskiptavinir hvalaskoðunarfyrirtækja Heimild: Deloitte og fyrirtæki í Hvalaskoðunarsamtökum Íslands. Norður-Ameríka Önnur lönd Skandinavía Bretland Mið- og Suður-Evrópa 24% 48% 20% 8% 21% 12% 16% 15% 19% 17% Fallegt fyrir heimilið Laugavegi 99 – Sími 777 2281 (gengið inn frá Snorrabraut) aff.is Concept store

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.