Morgunblaðið - 14.05.2016, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 14.05.2016, Blaðsíða 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2016 Myndarleg hátíðarhöld verða um hvítasunnuna í Hallgrímskirkju að vanda og meðal annars boðið upp á tónleika og myndlistarsýningu. Á laugardag kl. 12 heldur Hörð- ur Áskelsson orgelleikari orgel- tónleika. Leikin verða hvítasunnu- tengd orgelverk eftir J.S. Bach, D’Grigny, Buxtehude og Johann Walter. Á sunnudagsmorgninum kl. 11 verður hátíðarmessa þar sem Mót- ettukór Hallgrímskirkju syngur há- tíðartónlist undir stjórn Harðar Ás- kelssonar. Dr. Sigurður Árni Þórðarson messar og Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgelið. Mess- an er í beinni útsendingu á Rás 1. Annan í hvítasunnu mun dr. Sig- urður einnig messa og um tónlist sjá félagar úr Mótettukórnum og Björn Steinar. Á sunndaginn kl. 17. fara fram Hvítasunnutónleikar Mótettukórs- ins. Á efnisskránni er sögð áhrifa- mikil kórtónlist eftir Duruflé, Bruckner, Messiaen, Knut Nystedt, Rachmaninoff (úr Vesper), Hreiðar Inga Þorsteinsson, Halldór Hauks- son og Frank Martin (úr Messu fyrir tvo kóra). Einsöngvari er Auður Guðjohnsen og stjórnandi er Hörður Áskelsson. Hulda Hákon sýnir Pétur Hin kunna myndlistarkona Hulda Hákon opnar myndlistarsýn- ingu í kirkjunni, strax á eftir sunnudagsmessunni kl. 12.15. Hulda sýnir lágmyndir þar sem hún blandar saman minnum úr kristinni sögu og aðstæðum ís- lenskra sjómanna. Hún sýnir fjögur verk á sýningu sem hún kallar Pét- ur og felast í heitinu tilvísanir í nú- tíma og túlkun á myndmáli ríku- legrar trúarsögu. Hulda leggur upp með túlkun sína á Pétri við hafið og kemur hafið fyrir í öllum verkunum á einn eða annan hátt. Í verkunum er öflug heimfærsla til hafsins við Heimaey. Listaverkin nefnir hún Pétur (að stíga fyrstu skrefin á vatninu að áeggjan Jesú), Eldhaf, Skipbrots- mannaskýlið á Faxaskeri og Háfa- djúp (fiskimið austan við Heimaey). Heilagur Pétur tengist hafinu sterkum böndum, enda var hann fiskveiðimannssonurinn sem varð einn af lærisveinum Jesú, klettur- inn sem Kristur sagðist myndi byggja kirkju sína á. Margir hafa samsamað sig Pétri í íslenskri kirkjumenningu gegnum aldirnar, enda var hann bláber alþýðumaður, breyskur og mannlegur. Myndmál sitt, segir í tilkynningu, sækir Hulda til Vestmannaeyja og sjávar- ins kringum þær. Sækir minni í kristna sögu og íslenska sjómenn  Myndarleg hátíðarhöld um hvítasunnu í Hallgrímskirkju Morgunblaðið/Golli Tónleikar Mótettukór Hallgrímskirkju heldur tónleika á hvítasunnudag kl. 17. Á efnisskránni er áhrifamikil kórtónlist úr ýmsum áttum. Pétur Verk eftir Huldu Hákon á sýningunni í Hallgrímskirkju. Miðstöð íslenskra bókmennta veitti 19 verkum alls 7,2 milljónir króna í þýðingastyrk á íslensku í fyrri út- hlutun á þýðingastyrkja. Alls bár- ust 24 umsóknir um þýðingastyrki frá 18 aðilum og sótt var um 15 milljónir króna. Styrkirnir voru frá 900 þúsund krónum niður í 40 þúsund krónur. Sótt var um styrk fyrir fjölbreytt verk, m.a. ljóðabækur, barnabækur og þekkt bókmenntaverk. Hæsta styrkinn, 900 þúsund krónur, hlaut ítalska sagan Storia di chi fugge e di chi resta en höf- undur notast við dulnafnið Elena Ferrante, Brynja Cortes Andrés- dóttir þýðir. Næsthæsta styrkinn, 700 þúsund krónur hlutu tvö verk, það er hin þekkta skáldsaga Or- lando eftir Viginu Woolf í þýðingu Soffíu Auðar Birgisdóttur og barna- bókin The BFG (The Big Friendly Giant) eftir Roald Dahl í þýðingu Sólveigar Sifjar Hreiðarsdóttur. Þrjú verk hlutu 500 þúsund krónur. Það eru This Changes Everything: Capitalism vs. The Climate eftir Naomi Klein í þýðingu Sveins H. Guðmarssonar, Looking for Alaska eftir John Green í þýðingu Eiríks Brynjólfssonar og The Homegoing eftir Yaa Gyasi í þýðingu Ólafar Eldjárn. Meðal bóka sem fengu lægri styrki eru La vie compliquée de Léa Oliver eftir Catherine Girard- Audet í þýðingu Auðar S. Arndal; Balzac eftir Stefan Zweig í þýðingu Sigurjóns Björnssonar; og Les métamorphoses du poéte / De metamorfosen van de dichter (og fleiri ljóð) eftir skáldið Willem M. Roggeman í þýðingu Sigurður Páls- sonar. 19 verk hlutu þýðingastyrk  Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutaði 7,2 milljónum  Orlando eftir Woolf og barnabók eftir Dahl meðal verka Brynja Cortes Andrésdóttir Soffía Auður Birgisdóttir Vinjettuhátíð verður haldin í Auðunarstofu á Hólum í Hjaltadal, þriðjudaginn 17. maí næstkomandi kl. 17. Ármann Reynisson les upp vinjettur ásamt þrem nem- endum í Háskólanum á Hólum. Hver saga verður lesin upp á fjórum tungumálum. Ásamt höfundinum les Elisabeth Jansen á norsku, Hana María Lindmark á sænsku og Inunnqag Jensen Tittussen á græn- lensku. Í upphafi dagskrár er boðið upp á kaffiveitingar. Allir eru velkomn- ir og aðgangur ókeypis. Vinjettuhátíð á Hólum í Hjaltadal Hólar í Hjaltadal Lesnar verða upp vinjettur á fjórum tungumálum, norsku, sænsku, grænlensku og íslensku. ´ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Opinn dagur verður í Söngskóla Sigurðar Demetz í dag í húsnæði skólans að Ármúla 44. Frá kl. 11 býðst gestum að fylgjast með tveimur söngvurum, þeim Kristjáni Jóhannssyni og Diddú kenna nem- endum skólans í svokölluðum mast- erklass. Kristján byrjar á því að leiðbeina nemendum en kl. 13 tekur Diddú við með sinn masterklass. Kl. 15 verður söngleikjadeildin með opna æfingu og á eftir því um kl. 16 verður óperudeildin með opna æfingu. Þar verða flutt senur úr sýningunni „Óperusagan í dul- argervi“ sem var frumsýnd fyrir skemmstu. Opinn dagur er kjörið tækifæri fyrir þá sem áhuga hafa á söngnáminu að kynna sér skólann. Gamlir nemendur skólans verða á staðnum og kynna gestum starf- semina. Söngskóli Sigurðar Demetz opinn Kennarar Hægt verður að sjá Kristján Jóhannsson og Diddú kenna. Þrír stúlknakórar halda sameig- inlega tónleika í Neskirkju í vestur- bæ Reykjavíkur í dag, laugardag kl. 17. Þetta er stúlknakór frá Þýskalandi sem nefnist „Madchenc- hor Hamborg“, Stúlknakór Reykja- víkur og Stúlknakór Neskirkju. Tónleikarnir eru liður í ferð þýska kórsins til Íslands og Færeyja, að- gangur er ókeypis. Þrír stúlkna- kórar í Neskirkju Morgunblaðið/Kristinn 5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið) Lau 21/5 kl. 15:00 74.sýn Sun 29/5 kl. 19:30 77.sýn Lau 11/6 kl. 19:30 Lokasýn Lau 21/5 kl. 19:30 75.sýn Lau 4/6 kl. 19:30 78.sýn Lau 28/5 kl. 19:30 76.sýn Sun 5/6 kl. 19:30 79.sýn Sýningum lýkur í vor! Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 18/5 kl. 19:30 Mið 25/5 kl. 19:30 Mið 1/6 kl. 19:30 Ný sýning í hverri viku - Ekkert ákveðið fyrirfram! Play (Stóra sviðið) Þri 31/5 kl. 19:30 Listahátíð í Reykjavík AUGLÝSING ÁRSINS –★★★★ – M.G. Fbl. MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Lau 14/5 kl. 14:00 Mið 1/6 kl. 20:00 Þri 21/6 kl. 20:00 Þri 17/5 kl. 20:00 Fim 2/6 kl. 20:00 Mið 22/6 kl. 20:00 Mið 18/5 kl. 20:00 Fös 3/6 kl. 20:00 Fim 23/6 kl. 20:00 Fim 19/5 kl. 20:00 Lau 4/6 kl. 20:00 Fös 24/6 kl. 20:00 Fös 20/5 kl. 20:00 Sun 5/6 kl. 20:00 Lau 25/6 kl. 20:00 Lau 21/5 kl. 14:00 Þri 7/6 kl. 20:00 Sun 26/6 kl. 20:00 Lau 21/5 kl. 20:00 Mið 8/6 kl. 20:00 Fös 9/9 kl. 20:00 Sun 22/5 kl. 20:00 Fim 9/6 kl. 20:00 Lau 10/9 kl. 20:00 Þri 24/5 kl. 20:00 Fös 10/6 kl. 20:00 Sun 11/9 kl. 20:00 Mið 25/5 kl. 20:00 Lau 11/6 kl. 20:00 Fös 16/9 kl. 20:00 Fim 26/5 kl. 20:00 Sun 12/6 kl. 20:00 Lau 17/9 kl. 20:00 Fös 27/5 kl. 20:00 Mið 15/6 kl. 20:00 Sun 18/9 kl. 20:00 Lau 28/5 kl. 20:00 Fim 16/6 kl. 20:00 Lau 24/9 kl. 20:00 Sun 29/5 kl. 20:00 Lau 18/6 kl. 20:00 Þri 31/5 kl. 20:00 Sun 19/6 kl. 20:00 Uppselt út leikárið! Sýningar haustsins komnar í sölu. Auglýsing ársins (Nýja sviðið) Fim 19/5 kl. 20:00 Lau 21/5 kl. 20:00 Sun 29/5 kl. 20:00 síðasta sýn. Ærslafullur og andstyggilegur gleðileikur eftir Tyrfing Tyrfingsson Kenneth Máni (Litla sviðið) Fös 20/5 kl. 20:00 108.sýn Lau 28/5 kl. 20:00 109.sýn Kenneth Máni stelur senunni Afhjúpun (Litla sviðið) Sun 22/5 kl. 14:00 Höfundasmiðja FLH og Borgarleikhússins Persóna (Nýja sviðið) Fös 20/5 kl. 20:00 Sun 22/5 kl. 20:00 Tvö ný dansverk eftir þrjá danshöfunda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.