Morgunblaðið - 14.05.2016, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 14.05.2016, Blaðsíða 43
ÍSLENDINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2016 nefndar Alþingis, utanríkismála- nefndar og umhverfisnefndar, sat í iðnaðarnefnd, efnahags- og við- skiptanefnd, heilbrigðis- og trygg- inganefnd, var formaður sér- nefndar um stjórnarskrármál, sat í Íslandsdeild Norðurlandaráðs, var formaður Íslandsdeildar Norð- urlandaráðs, formaður Íslands- deildar þingmannaráðstefnu um norðurskautsmál, sat í forsætis- nefnd og var forseti Norðurlanda- ráðs 2000. Sigríður sat í miðstjórn Sjálf- stæðisflokksins 1987-1991 og 1996- 2003 og í framkvæmdastjórn hans, var formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, sat í aldamóta- nefnd flokksins, var formaður dómnefndar um hönnun húsnæðis fyrir Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og íslenskuskor HÍ, situr í skólastjórn Red Cross Nordic United World College í Flekke, Noregi frá 2007, var for- maður þjóðmálanefndar þjóðkirkj- unnar, sat í stjórn Ferðafélags Ís- lands, sat í stjórn Yrkju, stjórn Styrktarsjóðs Umhyggju 2003- 2007, sat í samstarfsnefnd Dan- merkur og Íslands um eflingu dönskukennslu á Íslandi og stjórn Endurbótasjóðs menningarstofn- ana. Hún var sæmd Riddarakrossi Dannebrogsorðunnar 2003. Þó að Sigríður hafi víða við komið á starfsferlinum er hún að upplagi rólynd fjölskyldukona sem nýtur sín best heima með bók í hönd. Þau hjónin deila svo með sér áhuga á listum og eru tíðir gestir á tónleikum og myndlistar- sýningum. Fjölskylda Sigríður giftist 10.9. 1978 Jóni Þorsteinssyni, f. 19.2. 1946, fyrrv. sóknarpresti í Grundarfirði og Mosfellsprestakalli, syni Þorsteins Matthíassonar, kennara og rithöf- undar frá Kaldaðarnesi á Strönd- um, og k.h., Jófríðar Jónsdóttur frá Ljárskógum. Dætur Sigríðar og Jóns eru 1) Jófríður Anna, f. 27.8. 1967, ís- lensku-, uppeldis- og fjölmiðla- fræðingur í Jessheim í Noregi, gift Rune Johansen verkfræðingi og eru synir þeirra Hjálmar, f. 1995, Jónas, f. 1998, og Rúnar, f. 2000; 2) Þorgerður Sólveig, f. 20.8. 1975, viðskiptafræðingur og japanolog í Trier í Þýskalandi, gift Michael Daemgen lögfræðingi og eru börn þeirra Margrét Letiza, f. 2004, Harald Jón, f. 2007, og Magnús Hermann, f. 2011, og 3) Margrét Arnheiður, f. 11.9. 1978, lögfræðingur, gift Kristni Ólafs- syni líffræðingi og eru dætur þeirra Sigríður Anna, f. 2003, og Inga Guðrún, f. 2008. Systkini Sigríðar: Árdís, f. 6.3. 1948, rekstarhagfræðingur, Reykjavík; Þórunn, f. 14.12. 1950, gæðastjóri, bús. í Reykjavík; Árni Valdimar, f. 28.1. 1954, skipstjóri, bús. á Akureyri; Þórður, f. 16.12. 1955, yfirvélstjóri, bús. í Kópa- vogi; Margrét Steinunn, f. 25.7. 1959, kennari, bús. í Noregi; Jón- as, f. 16.8. 1967, byggingafræð- ingur, bús. í Kópavogi. Foreldrar Sigríðar: Þórður Þórðarson, f. 14.12. 1921, d. 22.11. 1992, vélstjóri á Siglufirði, og k.h., Margrét Arnheiður Árnadóttir, f. 10.2. 1923, d. 2.5. 2013, húsfreyja. Úr frændgarði Sigríðar Önnu Þórðardóttur Sigríður Anna Þórðardóttir Jónína Jónsdóttir húsfr. á Hæringsstöðum Jón Jóhannes Sigurðsson smiður á Hæringsstöðum Steinunn Jóhannesdóttir húsfreyja á Hnúki Árni Valdimarsson b. á Hnúki í Svarfaðardal Margrét Arnheiður Árnadóttir húsfr. og verkak. á Siglufirði Rósa Guðrún Sigurðardóttir húsfr. á Syðri-Másstöðum Valdimar Jónsson b. á Syðri-Másstöðum Sigríður Anna Þórðardóttir húsfr. Þorláksína Sæunn Valdimarsdóttir húsfr. í Rvík Tryggvi Valdimarsson vélstj. á Dalvík Jón G. Þórðarson vitavörður á Siglunesi og síðar verkam. á Siglufirði Valrós Árnadóttir húsfr. Ólöf Jónsdóttir húsfr. á Siglufirði Sigríður Jóhannesd. húsfr. á Jarðbrú Jósep Ö.Ó. Blöndal læknir í Stykkishólmi Jón Baldvin Halldórsson fréttamaður Atli Rúnar Halldórsson fréttamaður Sigurður Blöndal skurðlæknir á Landspítalanum Þórður Þórðarson fyrrv. yfirlögreglu- þjónn Kolbeinn Sigurvin Jóhannsson lögg. endurskoðandi í Rvík Svavar Tryggvason stýrimaður í Vancouver Björn Búi Jónsson menntaskólakennari Árni Steinar Jóhannsson alþm. Margrét Björnsdóttir Blöndal fyrrv. starfsm. sjúkrasamlags Siglufjarðar Ingibjörg Friðrika Helgadóttir húsfr. á Akureyri Guðlaugur Þór Þórðarson alþm. og fyrrv. heilbrigðis- ráðherra Árni Kolbeinsson hæstaréttar- dómari Bjarni V. Tryggvason verkfr. og fyrrv. geimfari við Kanadísku geimferðastofnunina Anna Kristjánsdóttir húsfr. á Siglunesi, ættuð frá Málmey Jón Guðmundur Þorláksson bóndi á Siglunesi Margrét Jónsdóttir húsfr. á Siglunesi Þórður Þórðarson vitavörður á Siglunesi Þórður Þórðarson vélstj. á Siglufirði Þóra Magnúsdóttir húsfr. á Kálfsstöðum Þórður Brandsson b. á Kálfsstöðum í Vestur-Landeyjum Laugardagur 100 ára Þórhallur Gíslason 95 ára Ellen Pétursson 90 ára Katrín Kristjánsdóttir Vilhjálmur Sigurðsson 85 ára Engilbert Sigurðsson Guðbjörg Daníelsdóttir Helga Guðrún Berndsen Óskar Ólafsson 80 ára Anna Jóhannsdóttir Inga Lóa Hallgrímsdóttir Ingibjörg Eyþórsdóttir Kristinn Traustason Margrét Ingvarsdóttir Vilhjálmur Einarsson 75 ára Bjarni Guðmundsson Gísli Sigurðsson 70 ára Albert Sigurður Rútsson Björn Blöndal Einar Helgi Hallfreðsson Guðbjörn Baldvinsson Inga Þ. Ingimundardóttir Jón A. Ágústsson Katrín Valtýsdóttir Sigríður Anna Þórðardóttir Ævar Harðarson 60 ára Aðalsteinn Bragason Anna Heiða Pálsdóttir Ásgeir Þór Árnason Bryndís Markúsdóttir Guðjón Gunnar Þórðarson Guðrún Guðmundsdóttir Harpa D. Aðalsteinsdóttir Hildur Steingrímsdóttir Hlynur Trausti Tómasson Ingibjörg S. Magnúsdóttir Jóhann Haraldur Gíslason Jóna Björg Kristjánsdóttir Kristín Herdís Hilmarsdóttir Margrét Traustadóttir Sigurbjörn Skírnisson Sigurður Hróarsson Sigurþór Jónasson 50 ára Andrzej Zenon Jarosz Berglind Johansen Eiríkur Kristófersson Erla Reynisdóttir Gunnar Elvar Gunnarsson Ingibjörg H. Friðriksdóttir Karl Magnús Karlsson Marzena Suda Susan Eleptico Amadio Sæmundur Vikarsson Þórveig Hulda Alfreðsdóttir Ægir Már Elísson 40 ára Arnór Stefán Bohic Elma Óladóttir Guðný Klara Kristjánsdóttir Ingibjörg Jenný Lárusdóttir Jón Ingi Ólafsson Kristbjörg H. Kristbergsdóttir Krzysztof Piotr Czurylo Lilja María Sigurðardóttir Ragnar Már Valsson Tomas Ivoska 30 ára Artur Niedzwiecki Björn Þór Aðalsteinsson Gabríela Bryndís Ernudóttir Gyða Hrönn Þorsteinsdóttir Hilmar Loftsson Ingibjörg Ólafía Ólafsdóttir Janine Wittig Kolbrún Inga Carlsen Kristján P.K. Gunnarsson Líney Eggertsdóttir Magnús Viðar Magnússon Marcos G. Padial Alonso Róbert B. Róbertsson Rut Hjálmarsdóttir Tomasz Krzyzanowski Hvítasunnan 101 ára Guðmundur Indriðason 85 ára Karl Jóhann Ormsson Sigríður Þ. Sigurðardóttir Þórunn Einarsdóttir 80 ára Gunnlaugur Lárusson Jón Eiríkur Ísdal 75 ára Borghildur Traustadóttir Jón S. Jóhannesson Magnús Aðalbjörnsson Ragnhildur Einarsdóttir 70 ára Elín Alice Eltonsdóttir Elsa Lúðvíksdóttir Hallgrímur Markússon Hlífar Karlsson Hólmfríður Guðmundsd. María Hjaltadóttir Ólafur Björgvin Karlsson Ríkey Lúðvíksdóttir 60 ára Ásmundur S. Magnússon Bergljót Jóhannsdóttir Guðfinna Jónsdóttir Heiða H.L. Liljudóttir Jónas Jósteinsson Jónína Ingólfsdóttir Ólöf Halldórsdóttir Sigríður Sigurðardóttir Sigrún Garðarsdóttir Sigurður Egilsson Valgerður Hilmarsdóttir 50 ára Aðalbjörg Aðalsteinsdóttir Árni Gunnólfsson Árni Jón Árnason Ásdís Sveinsdóttir Berglind Björnsdóttir Bergsveinn Sampsted Einar Gestsson Mona Guttormsen Nenette E. Steingrímsson Oddrún Elfa Stefánsdóttir Pálmar Óli Magnússon Rúnar S. Guðlaugsson Vilhjálmur Árnason Zofia Barbara Brodziak 40 ára Anna María Frímannsdóttir Árni Þór Erlendsson Gunnþóra Guðmundsdóttir Hrefna Samúelsdóttir Israel Guangko Cantalejo Jolanta Ewa Decewicz Jón Ævar Pálmason Maciej Jan Radwanski Olga Hrund Hreiðarsdóttir Ólöf Embla Einarsdóttir Stefán Þór Halldórsson 30 ára Anna Dís Þórarinsdóttir Ásgeir Logi Ólafsson Emma Mary Higgins Guðmundur Magnússon Hörður Ágústsson Jacek Pawel Ptak Jóhann Á. Sigmundsson Kristbjörg Svavarsdóttir Ragnar Jóhann Holgeirsson Ragnar Tryggvason Sigrún Ósk Snorradóttir Snorri Þorsteinn Davíðsson Svavar Halldórsson Sveinn H.N. Elsuson Til hamingju með daginn  Lára G. Sigurðardóttir hefur varið doktorsritgerð í lýðheilsuvísindum frá HÍ. Ritgerðin ber heitið Röskun á líf- klukku og þróun blöðruhálskirtils- krabbameins (The Role of Circadian Disruption in Prostate Cancer Deve- lopment). Umsjónarkennari var dr. Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við HÍ, og leiðbeinandi var dr. Lorelei A. Mucci, prófessor við Harvard School of Public Health. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að röskun á lífklukku, sem birst getur í svefntruflunum og minnkaðri melatónínframleiðslu, er líklegur áhættuþáttur krabbameins. Þótt mik- ilvægar lífeðlisfræðilegar vísbendingar séu til staðar hafa tengsl þessara þátta við krabbamein í blöðruhálskirtli (BHKK) lítið verið rannsökuð. Fyrsta rannsóknin er yfirlitsgrein um vísinda- greinar með upplýsingum um birtu að næturlagi, svefnvenjur eða nætur- vaktavinnu (vísbendingar fyrir röskun á lífklukku) og áhættu BHKK. Af 16 rannsóknum fundu 15 samband á milli röskunar á lífklukku og aukinnar áhættu á BHKK. Í rannsókn 2 var stuðst við ferilhóp 2102 karlþátttak- enda í Öldrunarrannsókn Hjartavernd- ar. Karlar sem áttu erfitt með að sofna og vöknuðu að næt- urlagi voru í aukinni áhættu að greinast með BHKK, sér- staklega langt genginn sjúkdóm. Í rannsókn 3 reynd- ust karlar með svefntruflun vera með lægra gildi 6- súlfatoxymelatóníns (aMT6s) í morg- unþvagi og karlar með lágt aMT6s- gildi voru í aukinni hættu á BHKK, sér- staklega langt gengnum sjúkdómi. Í rannsókn 4 voru merktir handvirkt á segulómun þrír vefjahlutar heilaköng- uls (vefur, belgmein og kalk). Minna rúmmál heilaköngulvefs var tengt lægra aMT6s-gildi. Loks voru skoðuð í rannsókn 5 gæði BHKK-skráninga á Ís- landi sem sýndu að 98% tilfella BHKK voru staðfest með vefjagreiningu og örfá tilfelli (0,3%) voru eingöngu stað- fest af dánarvottorði. Rannsóknirnar benda til þess að röskun á lífklukku tengist aukinni áhættu á langt gengnu BHKK. Áhrif röskunar á lífklukku á þró- un krabbameins, sérstaklega BHKK, er enn vanrannsakað svið. Lára G. Sigurðardóttir Lára G. Sigurðardóttir lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 1994 og kandídatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands 2001. Hún lauk grunnnámi í skurðlækningum við Landspítalann 2007 en innritaðist í doktorsnám 2009. Lára hefur starfað sem læknir hjá Krabbameinsfélagi Íslands frá 2009. Hún er gift Halldóri Fannari Guðjónssyni og synir þeirra eru Flóki, Nökkvi og Fróði. Doktor Bíla- og vélavörur ...sem þola álagið! Það borgar sig að nota það besta! Viftur HjólalegusettKúlu- og rúllulegur Hemlahlutir Hjöru- og öxulliðir Stýrisendar og spindilkúlurViftu- og tímareimar Kúplingar- og höggdeyfar Dalvegi 10–14 • 201 Kópavogi • Sími: 540 7000 • www.falkinn.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.