Morgunblaðið - 14.05.2016, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.05.2016, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29Messur á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2016 Aðventkirkjan í Reykjavík | Ingólfs- stræti 19, Reykjavík Í dag, laugardag: Biblíufræðsla kl. 11. Guðsþjónusta kl. 12. Ræðumaður: Lilja Ármannsdóttir. Barna- og ung- lingastarf. Aðventkirkjan í Vestmannaeyjum | Brekastíg 17. Í dag, laugardag: Guðsþjónusta kl. 12. Aðventsöfnuðurinn á Akureyri | Eiðsvallagötu 14, Gamli Lundur. Í dag, laugardag: Biblíurannsókn kl. 11. Guðsþjónusta kl. 12. Barnastarf. Aðventsöfnuðurinn á Suð- urnesjum | Blikabraut 2, Keflavík Í dag, laugardag: Biblíufræðsla kl. 11. Guðsþjónusta kl. 12. Ræðumaður: Björgvin Snorrason. Aðventsöfnuðurinn í Árnesi | Eyra- vegi 67, Selfossi Í dag, laugardag: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður: Er- ic Guðmundsson. Barna- og unglinga- starf. Aðventsöfnuðurinn í Hafnarfirði | Hólshrauni 3. Í dag, laugardag: Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður: Stefán Rafn Stef- ánsson. Biblíufræðsla kl. 11.50. Barna- og unglingastarf. Umræðuhóp- ur á ensku. Súpa og brauð eftir sam- komu. AKUREYRARKIRKJA | Fermingarmessa kl. 10.30 í dag, laug- ardag. Prestar eru sr. Svavar Alfreð Jónsson og sr. Hildur Eir Bolladóttir. Hvítasunnudagur 15. maí: Fermingarmessa kl. 10.30. Prestar eru Svavar Alfreð Jónsson og Hildur Eir Bolladóttir. Paramessa kl. 20. Sál- fræðingarnir og hjónin Elín Díanna Gunnarsdóttir og Kristín Viðarsdóttir flytja hugleiðingu, Lára Sóley og Hjalti syngja og spila. Prestur er Hildur Eir Bolladóttir. ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11, sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari og prédikar. Kristina K. Szklenár er organisti. Kirkjukórinn leiðir al- mennan hátíðarsöng. Sunnudagaskól- inn á sama tíma í safnaðarheimili kirkjunnar í umsjón Önnu Siggu og Valla. Molasopi á eftir. ÁSKIRKJA | Messa og ferming kl. 11. Séra Sigurður Jónsson sókn- arprestur prédikar og þjónar fyrir alt- ari. Sigfús Jónasson, guðfræðinemi, aðstoðar. Kammerkór Áskirkju syngur, organisti er Magnús Ragnarsson. Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13. Sr. Sigurður Jónsson pré- dikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Magnús Ragnarsson. Vinir og vanda- menn heimilisfólks velkomnir með sínu fólki og aðstoð þeirra við flutn- inga fólks milli hæða vel þegin. ÁSTJARNARKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 11. Kór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Matthíasar V. Bald- urssonar tónlistarstjóra. Prestur er Kjartan Jónsson. Hressing og sam- félag á eftir. BORGARPRESTAKALL | Hátíðar- guðsþjónusta í Borgarneskirkju hvíta- sunnudag kl. 11. Hátíðarguðsþjón- usta í Borgarkirkju annan hvítasunnudag kl. 14. Guðsþjónusta í Brákarhlíð kl. 16.30. Organisti er Steinunn Árnadóttir. Prestur er Þor- björn Hlynur Árnason. BRAUTARHOLTSKIRKJA Kjal- arnesi | Hátíðarmessa á hvítasunnu- dag kl. 11 f.h. Séra Gunnar Krist- jánsson, settur sóknarprestur, prédikar, félagar úr Karlakór Kjalnes- inga syngja, organisti er Guðmundur Ómar Óskarsson. BREIÐHOLTSKIRKJA | Ferming- armessa kl. 11. Prestur er Gísli Jón- asson. Kór Breiðholtskirkju syngur organisti er Örn Magnússon. Ensk messa kl. 14. Prestur er Toshiki Toma, organisti er Örn Magnússon. BÚSTAÐAKIRKJA | Hátíðarguðs- þjónusta kl. 11. Séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson þjónar fyrir altari og pré- dikar. Félagar úr kór Bústaðakirkju syngja undir stjórn Jónasar Þóris kant- ors. DIGRANESKIRKJA | Hvítasunnudag- ur kl. 11. Sameiginleg hátíðarmessa Digranes- og Hjallasafnaða. Prestar eru Magnús B. Björnsson og Gunnar Sigurjónsson. Kammerkór Digra- neskirkju undir stjórn Sólveigar Sigríð- ar Einarsdóttur organista. Stúlka fermd í messunni. Súpa í safnaðarsal að messu lokinni. Annar hvítasunnudagur. Mót- orhjólamessa. Tónleikar Matti sax með rokkkór og hljómsveit kl. 19. Messa kl. 20. Prestur er Gunnar Sig- urjónsson. Vöfflur og kakó selt í safn- aðarsal til styrktar Hjálparst. kirkj- unnar. Dómkirkja Krists konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku, kl. 15 á litháísku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18, og má., mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 er sunnudags- messa. DÓMKIRKJAN | Fermingarmessa kl. 11. Karl Sigurbjörnsson, biskup, og Sveinn Valgeirsson þjóna. Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar. Æðruleysismessa kl. 20, bæn og hug- leiðsla. Séra Karl V. Matthíasson, Karl Sigurbjörnsson og séra Sveinn Val- geirsson þjóna. Á annan í hvítasunnu er messa kl. 11 þar sem Karl Sigurbjörnsson, biskup, prédikar og þjónar fyrir altari. Kári Þor- mar er organisti og Dómkórinn syngur. EGILSSTAÐAKIRKJA | Hátíð- armessa kl. 11 þar sem 11 börn verða fermd. Kór Egilsstaðakirkju syngur, organisti er Torvald Gjerde, prestur er Þorgeir Arason og með- hjálpari er Ásta Sigfúsdóttir. Nöfn fermingarbarna má sjá á vefnum eg- ilsstadakirkja.is. FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjón- usta kl. 11 á hvítasunnudag. Prestur Guðmundur Karl Ágústsson. Kór kirkj- unnar leiðir safnaðarsöng undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Rúna Vala Þorgrímsdóttir söngnemi syngur einsöng. Meðhjálpari Kristín Ingólfsdóttir. Kaffisopi eftir stundina FRÍKIRKJAN Kefas | Almenn sam- koma í dag kl. 13. Óskar Sigurðsson prédikar og tónlistarhópur kirkjunnar leiðir lofgjörð. Gæsla fyrir börn og kaffi og samvera í lokin. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Ferming- armessa hvítasunnudag kl. 14. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson safn- aðarprestur þjónar fyrir altari. Söng- hópurinn við Tjörnina leiðir sönginn ásamt Gunnari Gunnarssyni, org- anista. GLERÁRKIRKJA | Laugardag,14. maí, er fermingarmessa kl. 13.30. Sr. Jón Ómar Gunnarsson og Gunnlaugur Garðarsson þjóna. Kór Glerárkirkju leiðir almennan söng undir stjórn Val- mars Väljaots. Sunnudagur 15. maí. Hátíðarmessa kl. 11. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir almennan söng undir stjórn Val- mar Väljaots. GRAFARVOGSKIRKJA | Hátíðar- guðsþjónusta kl. 11. Séra Sigurður Grétar Helgason prédikar og þjónar fyrir altari. Kór kirkjunnar syngur. Org- anisti er Julian Michael Hewlett. GRENSÁSKIRKJA | Morgunmatur kl. 10 og bænastund kl 10.15. Messa kl. 11. Altarisganga. Samskot til Gídeonfélagsins. Messuhópur þjón- ar. Félagar úr kirkjukór Grensáskirkju syngja. Organisti er Douglas Brotchie. Prestur er María Ágústsdóttir. Mola- sopi eftir messu. Hversdagsmessa með léttu sniði á fimmtudag kl. 18.10-18.50. Þorvaldur Halldórsson sér um tónlist GRUND dvalar- og hjúkrunarheim- ili | Guðsþjónusta kl. 14 í hátíðarsal Grundar. Séra Auður Inga Einarsdóttir þjónar. Grundarkórinn leiðir söng und- ir stjórn Kristínar Waage organista. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Fermingarmessa kl. 10.30. Prestar eru Karl V. Matthíasson og Kristín Pálsdóttir. Organisti er Ester Ólafs- dóttir og kór Guðríðarkirkju syngur. Kirkjuvörður er Lovísa Guðmunds- dóttir. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Hátíð- armessa og ferming kl. 11. Prestar eru sr. Þórhildur Ólafs og sr. Jón Helgi Þórarinsson. Organisti er Guðmundur Sigurðsson og félagar úr Barbörukórn- um munu leiða söng. Guðsþjónusta á Sólvangi kl. 15. Prestur er sr. Þórhildur Ólafs. HALLGRÍMSKIRKJA | Laugard.: Orgeltónleikar kl. 12. Hörður Áskels- son leikur. Hvítasunnud.: Hátíð- armessa og barnastarf kl. 11. Dr. Sig- urður Árni Þórðarson prédikar. Hópur messuþjóna aðstoðar. Mótettukórinn syngur undir stjórn Harðar Áskels- sonar. Organisti er Björn Steinar Sól- bergsson. Opnun sýningar Huldu Há- kon kl. 12.15. Hvítasunnutónleikar Mótettukórs kl. 17. Annar í hvíta- sunnu: Messa kl. 11. Dr. Sigurður Árni Þórðarson messar. Félagar úr Mótettukór syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. HÁTEIGSKIRKJA | Fjölskyldumessa og sumargleði kl. 11. Grill fyrir alla og leikir fyrir börnin í umsjá Grímu og Birkis að messu lokinni. Organisti er Kári Allansson. Prestur sr. Eiríkur Jó- hannsson. HÓLANESKIRKJA Skagaströnd | Fermingarmessa á hvítasunnudag kl. 13. Fermd verða: Daði Snær Stefánsson, Dagný Dís Bessadóttir, Dagur Freyr Róbertsson, Jóhann Almar Reynisson og Snæfríð- ur Dögg Guðmundsdóttir. Kór Hóla- neskirkju syngur við undirleik Hug- rúnar Sifjar Hallgrímsdóttur tónlistarstjóra. Séra Bryndís Valbjarn- ardóttir þjónar fyrir altari ásamt Krist- ínu Árnadóttur, djákna. Meðhjálpari er Steindór Runiberg Haraldsson. HRAUNGERÐISKIRKJA í Flóa | Fermingarmessa á hvítasunnudag kl. 13. Fermd verður Ingibjörg Hugrún Jó- hannesdóttir. Kór Villingaholts- og Hraungerðissókna syngur undir stjórn Inga Heiðmars Jónssonar organista. Prestur er Ninna Sif Svavarsdóttir. HVERAGERÐISKIRKJA | Ferming- armessa á hvítasunnudag kl. 10.30. Prestur er Axel Á. Njarðvík, organisti er Miklos Dalmay. Kirkjukór Hvera- gerðis og Kotstrandarsókna leiðir söng og syngur. ÍSLENSKA KIRKJAN í Kaup- mannahöfn | Íslenska kirkjan í Dan- mörku: Kaupmannahöfn: Íslensk guðsþjón- usta verður annan hvítasunnudag kl. 14 í Sankt Pauls kirkju. Kammerkór- inn Staka syngur undir stjórn Stefáns Arasonar. Karlakór KFUM er í heim- sókn frá Íslandi og syngur í guðsþjón- ustunni undir stjórn Laufeyjar Geir- laugsdóttur við undirleik Ástu Haraldsdóttur. Fermdir verða: Kristófer Aron Björns- son, Alexander Orri Hannesson og Patrekur Logi Hannesson. Organisti er Stefán Arason. Kirkjukaffi. Prestur er sr. Ágúst Einarsson. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Annar í hvítasunnu kl. 20. Samkoma með lof- gjörð og fyrirbænum. Ragnar Schram prédikar. Kaffi og samfélag eftir stundina. KEFLAVÍKURKIRKJA | Hátíðarguðs- þjónusta á hvítasunnudag í Kirkju- lundi, Keflavíkurkirkju, kl. 11. Prestur er Erla Guðmundsdóttir. Organisti er Arnór Vilbergsson. Kór Keflavík- urkirkju syngur. Þriðjudaginn 17. maí kl. 20. Vor- tónleikar Vox Felix í Kirkjulundi, Kefla- víkurkirkju. Aðgangseyrir 2000 kr. Fimmudagurinn 19. maí kl. 20. Vor- tónleikar Kórs Keflavíkurkirkju í Kirkju- lundi, Keflavíkurkirkju. Aðgangseyrir 1000 kr. Kaffi í boði. KIRKJUVOGSKIRKJA Höfnum | Hátíðarguðsþjónusta hvítasunnudag kl. 12.15. Sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Njarðvíkurkirkna syngur undir stjórn Stefáns Helga Kristinssonar organista. KOTSTRANDARKIRKJA | Ferming- armessa 15. maí kl. 13.30. Prestur er Axel Á. Njarðvík, organisti er Miklos Dalmay. Kirkjukór Hveragerðis og Kot- strandarsókna leiðir söng og syngur. KÓPAVOGSKIRKJA | Hátíðarguðs- þjónusta kl. 11. Dr. Sigurjón Árni Eyj- ólfsson, héraðsprestur, prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová kantors kirkjunnar. LANGHOLTSKIRKJA | Ferming- armessa kl. 11. Sr. Guðbjörg Jóhann- esdóttir og sr. Jóhanna Gísladóttir þjóna. Félagar úr Kór Langholtskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti er Birna Kristín Ásbjörnsdóttir. Þrettán börn verða fermd í athöfninni. Aðalsteinn Guðmundsson kirkjuvörður og messu- þjónar aðstoða við helgihaldið. Sunnudagaskólinn er kominn í sum- arfrí en hefst á nýjan leik fyrsta sunnu- daginn í september. LAUGARNESKIRKJA | Ferming- armessa hvítasunnudag kl. 11. Fermd verða 11 ungmenni úr Laug- arnessókn. Sr. Kristín Þórunn Tóm- asdóttir og Hjalti Jón Sverrisson þjóna ásamt messuþjónum. Kór Laugarnes- kirkju leiðir safnaðarsöng undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur tónlistar- stjóra. Barnastarf í íþróttahúsi Laugarnes- skóla á sama tíma – vinsamlegast at- hugið breytta staðsetningu. LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11. Ferming. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Ragnars Jónssonar. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Hvíta- sunnudagur. Sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Guðni Már og sunnudagskólakenn- ararnir sjá um stundina. Guðsþjón- usta kl. 20. Kór Lindakirkju undir stjórn Óskars Einarssonar. Sr. Guðni Már Harðarson, þjónar. Kaffi og sam- félag eftir stundina. Annar í hvítasunnu. Heiðurstónleikar í tilefni 75 ára afmælis Bobs Dylan. Kór Lindakirkju, hljómsveit. Gunnar Þórðarson, KK, Júníus Meyvant, Bylgja Dís Gunnarsdóttir og margir fleiri. Miðaverð 5000 krónur. Miða- sala á www.lindakirkja.is og við inn- ganginn. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Kvöld- messa og íhugunarstund 16. maí kl. 20. Prestur sr. Pétur Þorsteinsson. KÓSÍ-kórinn leiðir sálmasöng og messusvör undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar. Maul eftir messu. REYNIVALLAKIRKJA í Kjós | Hátíð- armessa á hvítasunnudag kl. 14. Séra Gunnar Kristjánsson, settur sóknarprestur, prédikar, kirkjukór Reynivallakirkju syngur, organisti er Guðmundur Ómar Óskarsson . SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 17 í Kristniboðssalnum, Háaleit- isbraut 58-60, 3. hæð. Lofgjörð og vitnisburðir. Túlkað á ensku. Barna- starf. SAUÐÁRKRÓKSKIRKJA | Ferming- armessa kl. 11. Prestur sr. Sigríður Gunnarsdóttir. Organisti er Rögnvald- ur Valbergsson, einsöngur Margrét Einarsdóttir, fiðla Kristín Halla Bergs- dóttir. SELFOSSKIRKJA | Messa á hvíta- sunnudag kl. 11. Prestur sr. Ninna Sif Svavarsdóttir, kirkjukórinn syngur und- ir stjórn Edit Molnár. Létt máltíð í safn- aðarheimilinu að messu lokinni í um- sjón kvenfélags kirkjunnar. SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 20. Sr. Bryndís Malla Elísdóttir prédik- ar og þjónar fyrir altari. Valinkunnir jazzistar sjá um tónlistina. SELTJARNARNESKIRKJA | Hátíðar- guðsþjónusta kl. 11. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur, þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson, organisti, leikur á orgel kirkjunnar. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja. Sóknarprestur býður öllum að þiggja veitingar að athöfn lokinni í tilefni af 25 ára vígsluafmæli sínu. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Hátíðar- og fermingarmessa á hvítasunnudag, 15. maí, kl. 14. Sr. Egill Hallgrímsson, sóknarprestur, annast prestsþjón- ustuna. Skálholtskórinn og Söngkór Miðdalskirkju syngja. Organisti og kór- stjóri er Jón Bjarnason. Sungnir verða hátíðarsöngvar sr. Bjarna Þorsteins- sonar. Fermd verða fimm börn úr Skál- holtsprestakalli. SÓLHEIMAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14 hinn 15. maí nk. Sr. Jóhanna Magnúsdóttir annast prestsþjón- ustuna. Organisti er Ester Ólafsdóttir og leiðir hún jafnframt almennan safn- aðarsöng. Meðhjálpari er Eyþór Jó- hannsson. STRANDARKIRKJA | Messa annan hvítasunnudag kl. 13.30. Fermdir verða tveir piltar. Kór Þorlákskirkju. Organisti er Miklós Dalmay. Prestur er Baldur Kristjánsson. Djákni er Guð- mundur S. Brynjólfsson, meðhjálpari er Sylvía Ágústsdóttir. VÍDALÍNSKIRKJA | Hátíðarmessa kl. 11. Sr. Hans Guðberg Alfreðsson þjónar fyrir altari og prédikar. Kór Vídalínskirkju syngur undir stjórn Jó- hanns Baldvinssonar organista. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Hátíðarhelgistund á hvítasunnudag kl. 11. Einsöngur: Egill Árni Pálsson. Org- anisti er Antonía Hevesi. Prestur er Hulda Hrönn Helgadóttir. YTRI-Njarðvíkurkirkja | Hátíðar- guðsþjónusta hvítasunnudag kl. 11. Sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Njarðvíkurkirkna syngur undir stjórn Stefáns Helga Krist- inssonar organista. ÞORLÁKSKIRKJA | Messa hvíta- sunnudag kl. 13.30. 10 unglingar fermdir í messunni. Kór Þorlákskirkju. Organisti er Edit Molnár. Prestur er Baldur Kristjánsson. Djákni er Guð- mundur S. Brynjólfsson. Meðhjálpari er Rán Gísladóttir. Orð dagsins: Hver sem elskar mig (Jóh. 14) Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Staðarkirkja í Súgandafirði. ✝ Nanna GuðrúnIngólfsdóttir fæddist 16. október 1942 að Uppsölum í Suðursveit. Hún andaðist á heimili sínu á Hornafirði 3. maí 2016. Foreldrar henn- ar voru Lússía Jónsdóttir, f. 16. október 1906 í Suð- urhúsum í Borgar- höfn í Suðursveit, d. 31. ágúst 1977, og Ingólfur Guðmundsson, f. 15. október 1896 að Skálafelli í Suðursveit, d. 22. janúar 1988. Nanna giftist Braga Jóhanns- syni frá Reyðarfirði, f. 24. febr- úar 1940, d. 16. september 1969. Þau eignuðust þrjú börn; Guð- leif Kristbjörg Bragadóttir, f. 1963, hennar maður er Kristjón Elvarsson, búsett á Höfn í Hornafirði. Hilmar Bragason, f. 1966, sambýliskona hans er Dagnija Karabesko, búsett á Höfn í Hornafirði. Birgir Lárus Bragason, f. 13. desember 1969, d. 26. mars 1980. Fyr- ir átti Nanna Ingólf Braga Valdimars- son, f. 1962, býr í Noregi. Barna- börnin eru fjögur talsins og barnabarnabörnin sex talsins. Eftirlifandi sambýlismaður er Sigurþór Sigurðsson, f. 13. febr- úar 1933. Þeim varð engra barna auðið. Útför Nönnu fer fram frá Hafnarkirkju í dag, 14. maí 2016, klukkan 14. Elsku amma. Það stingur mig sárt í hjarta- stað að hugsa til þess að nú sért þú farin okkur frá. Bragi afi og Birgir frændi hafa tekið á móti þér opnum örmum, loksins sam- einuð á ný. Kveðjustundina þín bar skjótt að en þinn tími var kominn! Ekki þarftu lengur að þjást og berjast við þessa þrá- látu bakverki sem hrjáðu þig alla daga. Loksins friður! En þú varst bæði með sterkt hjarta og sterka sál. Og aldrei heyrðust kvartanir frá þér vegna verkja heldur sagðir þú ávallt: „Iss, þetta er ekkert!“ Mig langar að minnast ömmu með nokkrum orðum og kveðja hana hinni hinstu kveðju. Amma var ein af þeim sem allt vildi fyrir alla aðra gera en gleymdi stundum sjálfri sér. Amma var mjög mannblendin manneskja og fannst gaman að hitta fólk og spjalla og aldrei skorti hana orðin. Þar sem hún var með græna fingur fannst henni yndislegt að vera uppi í Lóni í bústaðnum sínum að dunda sér í garðinum í kringum hann. Það var ósjaldan þegar ég kom í heimsókn upp í bústað til hennar að hún var við vinnu í garðinum. Ýmsum áföllum lenti hún í á sinni lífsleið sem alls ekki var auðvelt að bera, en hún reisti höfuðið hátt og hélt ótrauð áfram. Hún sagði stundum að lífið myndi nú halda áfram þrátt fyrir áföll og sorg. Elsku amma, þakka þér fyrir allar þær ánægjulegu stundir sem við áttum saman, sem voru ófáar, ásamt öllum fróðleik þín- um sem þú kenndir mér um lífið og tilveruna. Ég sakna þín sárt en minningin um góða og hjartahlýja ömmu lifir og þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu. Guð blessi þig, amma mín, varðveiti þig og gefi þér frið. Ég bið að Guð styrki alla í sorginni vegna fráfalls ömmu og alla þá sem eiga um sárt að binda vegna þessa. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Jakob. Morguninn er ég fékk símtal- ið um að þú værir farin okkur frá fékk ég sáran sting í hjartað, ég vildi ekki trúa þessu. Tveim- ur dögum fyrir þennan dag var ég að fara í gegnum myndir í tölvunni minni frá síðustu jólum og ansi margar voru af þér, á þeim myndum brostir þú svo breitt og varst svo glöð. Ég vil byrja á því að þakka þér, mín kæra, fyrir að taka svona vel á móti mér og strák- unum mínum þegar við kynnt- umst fyrst og gera okkur hluta af fjölskyldunni strax frá fyrsta degi er við hittumst. Ég mun taka mér til fyrir- myndar hversu sterk þú varst og ákveðin persóna, einnig hversu hreinskilin og opin þú varst ávallt við mig. Þegar ég kom í heimsókn til þín tókstu alltaf á móti mér með knúsi og kossi þá fann ég hlýju í hjarta mínu og fann hversu vel- komin ég var inn á þitt heimili. Við gátum setið dágóða stund við eldhúsborðið þitt í Hlíðar- túninu og drukkið kaffi þangað til þú fórst í tedrykkjuna. Yf- irleitt varstu að segja mér gaml- ar sögur sem gerst höfðu á ár- um áður og einnig sniðugar sögur af krökkunum þínum þeg- ar þau voru ung. Ég fékk aldrei leið á að hlusta á þig segja frá. En þar sem þú varst mikil blómakona og ef blóm eða ein- hverskonar svoleiðis illgresi barst í tal þá skein af þér kunn- áttan og gastu frætt mann ótrú- lega mikið. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér, elsku Nanna (amma). Þar sem ég sit hér og set saman kveðjuorð til þín datt mér í hug að láta þetta ljóð fylgja með í kveðjuskyni og elsku fjölskylda, ykkur sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur og styrk til að komast í gegnum þetta tímabil. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson.) Anna Kristín Hauksdóttir. Nanna Guðrún Ingólfsdóttir HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.