Morgunblaðið - 14.05.2016, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 14.05.2016, Blaðsíða 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2016 Listakonan Kristjana Skagfjörð Williams hlaut í vikunni ensk verðlaun fyrir best myndskreyttu bókina fyrir 7-11 ára börn, The Wonder Garden. Verðlaunin eru veitt af samtökunum The English Association og nefnast English 4- 11 Picture Book Awards. Jenny Broom skrifaði texta bókarinnar sem fjallar um dýralíf ólíkra staða heimsins, m.a. í Amason- regnskóginum. Kristjana stundaði nám í grafískri hönnun og mynd- skreytingum við lista- og hönn- unarháskólann Central St. Mart- in’s í Lundúnum og frá árinu 2012 hefur fyrirtæki hennar, Kristjana S. Williams Studio, framleitt lista- verk, húsgögn o.fl. skreytt verkum hennar. Myndskreyt- ingar hennar minna á ætingar frá Viktoríu- tímabilinu og er litrík náttúra þar í stóru hlut- verki, að því er fram kemur á vefsíðunni kristja- naswilliams.com þar sem sjá má verk eftir Kristjönu. Verk Krist- jönu hafa vakið mikla athygli og hefur hún hlotið verðlaun fyrir þau. Hlaut verðlaun fyrir The Wonder Garden Kristjana S. Williams Dýralíf Opna úr bókinni þar sem fjallað er um dýralíf í Amason-regnskóginum. Söngvaskáldið Bob Dylan verður 75 ára síðar í mánuðinum og af því tilefni verður efnt til heiðurs- tónleika í Lindakirkju í Kópavogi á annan í hvítasunnu kl. 20. Flytj- endur á tónleikunum eru Júníus Meyvant, Brynhildur Oddsdóttir, KK, Gunnar Þórðarson, Páll Rós- inkranz og Bylgja Dís Gunnars- dóttir og Kór Lindakirkju kemur einnig mikið við sögu en sá kór hef- ur meðal annars getið sér gott orð fyrir söng í tónleikauppfærslunni á Jesus Christ Superstar í Hörpu og sterka innkomu með Glowie á Ís- lensku tónlistarverðlaununum. Stjórnandi Kórs Lindakirkju og tónlistarstjóri tónleikanna er Óskar Einarsson og hljómsveitina sem leikur á þeim skipa Gunnar Þórðar- son og Brynhild- ur Oddsdóttir á gítar, Jóhann Ás- mundsson á bassa, Vigfús Óttarsson á trommur og Óskar Einarsson á flygil og hljómborð. Flutt verða lög Dylans frá ýms- um tímum, sígild lög í bland við minna þekkt. Bob Dylan í Lindakirkju Bob Dylan Listafólkið sem rekur menningar- rýmið Kaktus í Gilinu á Akureyri hefur tímabundið flutt sig út á Hjalteyri og mun starfa þar út mánuðinn og standa fyrir lifandi sýningu sem mun taka stöðugum breytingum svo lengi sem hún var- ir, að því er fram kemur í tilkynn- ingu. Þá stendur til að fá liðsauka og hefur fleiri listamönnum verið boðið til þátttöku. Verksmiðjan verður opin alla virka daga milli kl. 14 og 17 þar sem gestum og gangandi er boðið að koma og fylgjast með ferlinu. Sýningin ber heitið Stingur í augun og nú um helgina munu norðlenskir lista- menn sýna í bland við Kaktus og næstu helgi mun Kaktus fá til liðs við sig lokaársnema úr Listahá- skóla Íslands. Listahópurinn Kaktus saman- stendur af sex ólíkum listamönnum sem eru Anne Balanant, Áki Sebastian Frostason, Brák Jóns- dóttir, Freyja Reynisdóttir, Hekla Björt Helgadóttir og Jónína Björg Helgadóttir. Stingur í augun á Hjalteyri Kaktus Listamenn Kaktuss virða fyrir sér stærðarinnar kaktus. The Boss Viðskiptajöfur lendir í fang- elsi eftir að upp kemst um innherjasvik. Þegar hún sleppur út skapar hún sér nýja ímynd og verður um- svifalaust eftirlæti flestra. Metacritic 40/100 IMDb 5,0/10 Smárabíó 20.10, 22.20 Háskólabíó 22.40 Where to Invade Next Michael Moore ferðast til Evrópu og Afríku til að skoða hvað Bandaríkin geta lært af þeim. Metacritic 63/100 IMDb 7,4/10 Háskólabíó 17.30, 20.00 Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.00 Criminal 16 Minningar og hæfileikar lát- ins CIA-fulltrúa eru græddar í óútreiknanlegan og hættu- legan fanga. Metacritic 37/100 IMDb 6,5/10 Sambíóin Álfabakka 22.40 Angry Birds Á ósnortinni eyju úti á hafi hafast við ófleygir fuglar, hamingjusamir í paradís sinni. Metacritic 49/100 IMDb 6,6/10 Laugarásbíó 13.50, 14.00, 15.50, 16.15, 17.50, 17.50, 20.00 Sambíóin Keflavík 15.40, 17.50, 20.00 Smárabíó 13.00, 13.00, 15.20, 15.20, 17.40, 17.45, 17.45, 20.00 Háskólabíó 15.00, 15.00, 17.30 Borgarbíó Akureyri 14.00, 16.00, 17.50 The Jungle Book Bönnuð innan 9 ára. Metacritic 75/100 IMDb 8,2/10 Sambíóin Álfabakka 13.00, 15.00, 15.40, 18.00, 20.20 Sambíóin Egilshöll 13.00, 15.15, 17.40, 20.00 Sambíóin Akureyri 15.00 Flóðbylgjan 12 Jarðfræðingurinn Kristian varar við að milljónir rúm- metra af grjóti gætu fallið í sjóinn hvað á hverju og myndað stærstu flóðbylgju í sögu Noregs. Háskólabíó 15.00, 17.30, 20.10, 22.30 Borgarbíó Akureyri 17.50 The Divergent Ser- ies: Allegiant 12 Metacritic33/100 IMDb 6,1/10b Sambíóin Kringlunni 18.20 The Huntsman: Winter’s War 12 Metacritic 36/100 IMDb 6,2/10 Smárabíó 22.20 Maður sem heitir Ove Ove var steypt af stóli sem formaður götufélagsins en stjórnar áfram með harðri hendi. IMDb 7,6/10 Laugarásbíó 22.10 Háskólabíó 17.30, 20.10, 22.15 Ratchet og Clank Morgunblaðið bbmnn Laugarásbíó 13.50, 15.50 Smárabíó 13.00, 15.20, 17.40 Háskólabíó 15.00 Kung Fu Panda 3 Smárabíó 13.00, 15.20 Ribbit IMDb 4,2/10 Sambíóin Álfabakka 13.00, 14.00, 16.00 Sambíóin Egilshöll 13.00 Sambíóin Kringlunni 13.00, 14.00 Sambíóin Keflavik 15.40 Zootropolis Morgunblaðið bbbbn IMDb 8,4/10 Sambíóin Álfabakka 14.00 Sambíóin Egilshöll 13.00, 15.20 Sambíóin Kringlunni 13.20, 15.40, 16.00 Sambíóin Akureyri 15.00 Sambíóin Keflavík 17.40 Bastille Day Smárabíó 20.10, 22.30 Brev til kongen IMDb 7,1/10 Mizra er 83 ára og vill vega- bréf svo hann geti snúið aft- ur til Kúrdistan til að heiðra minningu barnanna tíu sem hann hefur misst. Bíó Paradís 18.00 Anomalisa 12 Bíó Paradís 18.00 As You Like It: Nat- ional Theatre Live Bíó Paradís 20.00 Hrútar 12 Morgunblaðið bbbbm Metacritic 83/100 IMDB 7,4/10 Bíó Paradís 22.00 The Witch Morgunblaðið bbbbn Bíó Paradís 23.00 Fyrir framan annað fólk 12 Morgunblaðið bbbnn Bíó Paradís 20.00 Nánari upplýsingar um sýningar og sali er að finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna. Fjórar aðskildar sögur fléttast saman í eina mæðradagsheild. Metacritic 17/100 IMDb 5,4/10 Sambíóin Álfabakka 16.30, 17.30, 17.30, 18.00, 20.00, 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 15.00, 17.30, 20.00, 22.20 Sambíóin Kringlunni 15.00, 17.30, 20.00, 21.00, 22.30 Sambíóin Akureyri 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.30 Mother’s Day Kvikmyndir bíóhúsanna Alvarlegt atvik leiðir til klofnings í Aven- gers hópnum um hvernig eigi að takast á við aðstæður. Hann magnast upp í baráttu milli Iron Man og Captain Am- erica. Morgunblaðið bbbbn Metacritic 83/100 IMDb 8,7/10 Laugarásbíó 19.00, 22.00 Sambíóin Álfabakka 14.00, 14.00, 17.00, 19.00, 20.20, 20.20, 20.30, 22.05, 22.30 Sambíóin Egilshöll 15.00, 17.30, 20.30, 22.10 Sambíóin Kringlunni 18.00, 21.00 Sambíóin Akureyri 17.30, 20.30 Sambíóin Keflavík 22.10 Captain America: Civil War 12 Þegar systrafélag háskólanema flytur inn við hliðina á Mac og Kelly komast þau að því að stelpunum fylgir enn meira svall og sukk en strákunum sem bjuggu þar á undan. IMDb 8,6/10 Laugarásbíó 20.00, 22.00 Sambíóin Egilshöll 17.50, 20.00, 22.30 Smárabíó 13.00, 15.10, 17.20, 19.30, 20.00, 21.40, 22.10 Háskólabíó 20.00, 22.40 Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.10 Bad Neighbours 2: Sorority Rising 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.