Morgunblaðið - 14.05.2016, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.05.2016, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2016 Gengisskráning 13. maí 2016 Kaup Sala Mið DOLLARI 122,98 123,56 123,27 STERLINGSPUND 177,26 178,12 177,69 KANADADOLLARI 95,47 96,03 95,75 DÖNSK KRÓNA 18,743 18,853 18,798 NORSK KRÓNA 15,043 15,131 15,087 SÆNSK KRÓNA 14,961 15,049 15,005 SVISSN. FRANKI 126,42 127,12 126,77 JAPANSKT JEN 1,129 1,1356 1,1323 SDR 173,42 174,46 173,94 EVRA 139,46 140,24 139,85 MEÐALGENGI/VIÐSKIPTAVOG ÞRÖNG 173,603 Heimild: Seðlabanki Íslands Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Tekjur hugbúnaðarfyrirtækisins Tempo, eins af dótturfélögum Nýherja, jukust á fyrsta fjórðungi þessa árs um 40% miðað við sama tímabil í fyrra. Er vöxturinn reiknaður í Bandaríkjadölum en tekjur fjórðungsins námu rúmlega 3 milljónum dollara. Þá nemur tekjuvöxt- urinn 20% í samanburði við síðasta ársfjórðung 2015. Tekjur Tempo á fyrsta fjórðungi árs- ins nema 393 milljónum króna en líkt og Morgunblaðið hefur áður greint frá námu heildartekjur félagsins á árinu 2015 1.218 milljónum króna. Fól það í sér 65% tekjuaukningu frá árinu 2014. Tekjuaukninguna má að mestu leyti rekja til meiri sölu á viðskiptavinaleyf- um og góðu gengi í skýjaþjónustu. Um 99% tekna Tempo koma erlendis frá og eru Bandaríkin, Þýskaland og Bretland stærstu markaðirnir fyrir vöru og þjónustu fyrirtækisins. Tekjuvöxtur Tempo nemur tugum prósenta ● Félagið Lindarhvoll ehf., sem stofnað hefur verið til að annast umsýslu með og fullnusta þær eignir sem féllu í hend- ur ríkissjóðs í formi stöðugleika- framlags, hefur opnað heimasíðu. Lén síðunnar er lindarhvolleignir.is. Þar er hægt að nálgast upplýsingar um starf- semi félagsins en fjármála- og efna- hagsráðherra stofnaði það hinn 15. apríl síðastliðinn. Vefur með upplýsingum um starfsemi Lindarhvols STUTTAR FRÉTTIR ... BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Fjarskiptafélagið Síminn hefur brugðið á það ráð að stofna sérstakt félag utan um sjónvarpsþjónustu sína í Lúxemborg. Er það gert í því skyni að losna undan þeim margvís- legu kvöðum sem innlendar sjón- varpsstöðvar þurfa að standa skil á en ekki þau fyrirtæki sem nú keppi við þau á íslenskum neytendamark- aði. Hið nýstofnaða félag hefur feng- ið nafnið Síminn Media. Magnús Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri miðlunar og markaða hjá Símanum, segir að stofnun félagsins sé í raun ekki komin til af góðu. „Við stofnuðum félagið til þess að jafna samkeppnisstöðuna við þau erlendu fyrirtæki sem við eigum í samkeppni við. Með því að staðsetja það í Lúxemborg heyrir það undir fjölmiðlalög og Fjölmiðlanefnd þar í landi. Þær kvaðir sem þar eru lagðar á fyrirtækin eru alls ekki eins íþyngjandi eins og raun hefur orðið á hér heima.“ Reglur túlkaðar þröngt Magnús segir að eftirlitsaðilar á Íslandi hafi ákveðið að túlka þær reglur sem gilda um fjölmiðlafyrir- tækin hér heima mjög þröngt og að þau geri ekki greinarmun á ólíku eðli þeirrar þjónustu sem boðið er upp á í línulegri og ólínulegri útsendingu. „Það er ljóst að fjölmiðlalögin frá 2011 gera skýran greinarmun á sjón- varpsútsendingum og myndmiðlun á grundvelli pöntunar. Hins vegar erueftirlitsaðilar í seinni tíð að hall- ast í að túlka lögin á þann veg að flutningsréttur nái jafnt yfir línulegt og ólínulegt sjónvarp. Verði slík túlkun ofan á hverfur strax allur hvati til fjárfestinga og nýsköpunar í innlendu efni því óheimilt er að greina þarna á milli,“ segir Magnús. Segir hann að aðstöðumunurinn fel- ist meðal annars í þýðingarskyldu á efni og innheimtu virðisaukaskatts af þjónustunni. Þá segir hann einnig að það sé erfitt fyrir fjölmiðlamark- aðinn að heyra undir þrjár ólíkar eft- irlitsstofnanir, en það eru Póst- og fjarskiptastofnun, Fjölmiðlanefnd og Samkeppniseftirlitið. Það er mat Magnúsar að nauðsyn- legt sé að tryggja breytingar á því umhverfi sem íslenskum fjölmiðlum er búið. „Það er lífsnauðsyn að innlendir fjölmiðlar fái að keppa á jafnræðis- grundvelli við erlenda risa. Ef reglu- verkið heldur áfram að vera eins ósamhverft og það er í dag mun allur fjölbreytileiki hverfa og einu inn- lendu miðlarnir verða þeir sem njóta stuðnings skattgreiðenda. Þetta mun þegar fram í sækir leiða til þess að fjölbreytileikinn deyr og RÚV verður einfaldlega eitt eftir til að kljást við erlenda risa. Það væri vont ef það yrði reyndin.“ Ágúst Ólafur Ágústsson, aðjunkt við viðskiptafræðideild Háskóla Ís- lands, segir umsvif erlendra efnis- veita mikil á Íslandi. „Um 28% heim- ila eru með áskrift eða kaupir efni af gráa markaðinum. Þannig sýnir könnun Gallup að 21,7% heimila eru með áskrift að Netflix. Það jafngildir 27.000 áskrifendum og um 560 þús- und kvikmyndum og þáttum er streymt í hverjum mánuði þar í gegn. Heildargreiðsla þessara áskrifenda til Netflix á ári hverju nemur því tæpum 340 milljónum króna.“ Þá bendir Ágúst á að þjón- ustukaupin einskorðist ekki við Net- flix þó að umsvif þess séu langsam- lega mest. Þannig séu, svo dæmi sé tekið, um 3,8% íslenskra heimila með áskrift að Hulu TV en það eru 4.700 heimili. Úrræði til úrbóta Ágúst Ólafur segir að ýmsar leiðir séu færar fyrir hið opinbera til að jafna stöðu innlendu efnisveitnanna við þær erlendu. „Það mætti lækka virðisaukaskatt á DVD diskum, myndefni eftir pönt- un og bíómiðum niður í 11% og til samræmis við virðisaukaskattshlut- fall sem er á bókum, geisladiskum og áskriftargjöldum. Það mætti styrkja fyrirtæki til talsetningar og textun- ar, framleiðslu innlends sjónvarps- efnis og auka framlög til Kvik- myndasjóðs en geirinn skilar sérhverri krónu tvöfalt til baka. Þá væri þarft að tryggja framhald end- urgreiðslna vegna kvikmyndagerðar á Íslandi og það hlutfall mætti mögu- lega hækka. Þá þurfa skattayfirvöld að taka til skoðunar skattskyldu þeirra erlendu efnisveita sem kjósa að veita þjónustu sína hér á landi. Aðalatriðið er að innlend fyrirtæki keppi við erlendar efnisveitur á jafn- réttisgrundvelli,“ segir Ágúst Ólaf- ur. Segja umhverfi íslenskra fjölmiðla mjög íþyngjandi Morgunblaðið/Eggert Sjónvarp Síminn vill jafnari samkeppnisstöðu gagnvart erlendum fyrirtækjum.  Síminn hefur stofnað félag í Lúxemborg til að bregðast við harðnandi samkeppni Ágúst Ólafur Ágústsson Magnús Ragnarsson bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar Enn einn dagur í Paradís Bez t á bo rgarann Fagleg miðlun fyrirtækja og rekstrareininga • Hótel og hostel á Vesturlandi, mikil tækifæri. • Matvælafyrirtæki sem býður upp á hádegisverði fyrir fyrirtæki, góð afkoma. • Sérhæft fyrirtæki á sviði innflutnings á loftverkfærum og skyldum vörum. • Mjög áhugavert hótel á Norðurlandi. • Sérhæfð bílaleiga, góð afkoma og miklir vaxtamöguleikar. • Matvælaframleiðsla, samlokur, salatbakkar, ávextir, millimál og eftirréttir, velta um 300 milljónir. • Innflutnings og heildverslun með drykkjarvörur, velta um 400 milljónir. • Veitingastaður í 101 Reykjavík, mjög vaxandi velta. • Kaffihús í 101 Reykjavík. • Fyrirtæki sem þjónustar byggingariðnaðinn, mjög góð afkoma, velta 1000 milljónir. • Við erum að vinna að sölu á nokkrum áhugaverðum fasteignafélögum og góðu 1000 fm. verslunarhúsnæði á fjölförnum stað í Hafnarfirði. Lækjargötu 2, 2. hæð | Sími 546 1100 | investis.is | fyrirtaekjakaup.is | investis@investis.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.