Morgunblaðið - 14.05.2016, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.05.2016, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2016 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Það er enginn staður merki-legri en annar, hvað varðarað fóstra mann og annan.Fyrir okkur sem sluppum lifandi var Vogahverfið góður staður til að alast upp á. Ég man heilmikið frá þessum tíma og það kemur mikið við sögu í bókunum mínum Ridd- urum hringstigans, Vængjaslætti í þakrennum, Eftirmála regndrop- anna, Bítlaávarpinu og Englum al- heimsins. Ég man göturnar, leikina, lífið og skólann, en ég vinn töluvert með minnið og er búinn að skálda eitt og annað upp sem hefur orðið að minningum,“ segir Einar Már Guð- mundsson rithöfundur sem ólst upp í Vogahverfinu í Reykjavík, en þegar hann talar um hverfið sitt, þá á hann við stærra svæði, Langholtshverfið, Sundagarða og jafnvel Laugarnesið. „Þetta var gríðarlega barn- margt hverfi og eitt af fyrstu hverf- um eftirstríðsáranna hér á landi þar sem hægt var að tala um „baby boom“ eða barnasprengju. Voga- hverfið er á mínum uppvaxtarárum hráslagalegt úthverfi, þar var timb- ur út um allt, skurðir og annað sem fylgdi nýbyggingahverfi. Nútíma- velferðarþjóðfélag var að fæðast á þessum tíma og lýðveldið var ungt. Þetta var tími metnaðar í samfélag- inu, allt var á uppleið og lögð áhersla á menntun og jöfnuð. Allir áttu að hafa tækifæri.“ Á þessum tíma verður Voga- skóli ótrúlega fjölmennur, þegar mest var voru nemendur 1.600 til 2.000. „Í Vogaskóla var krökkum skipt í bekki eftir getu, það voru tveir „virkilega góðir“ bekkir, þrír „millibekk- ir“ og einn stór „tossa- bekkur“. Og einn „últra- tossabekkur“, með tólf strákum. Þeir sem komu best undan vetri voru þeir sem lentu í millibekkjunum, sem voru fjölmenn- astir. Vogaskóli tók við öllum og fyr- ir vikið kynntumst við allskonar furðufuglum utan úr bæ. Ég lýsi þessum heimi í bók minni Bítla- ávarpinu.“ Ekki mátti vangadansa Einar segir að hann og fjöl- skylda hans hafi búið í húsi í Goð- heimum sem pabbi hans byggði á sjötta áratugn- um. „Við tilheyrðum landnemum Vogahverf- isins og þegar ég fór að skrifa leitaði þessi barn- æska á mig og ég fór að vinna úr þessu. Í þessu hverfi spegl- ast hugmyndin um lýðveldið og jafn- an rétt þegnanna, því þarna voru all- ir þjóðfélagshópar. Helsta flokkunin fólst í því að við Gnoðarvoginn voru bæjarblokkir og í Laugarásnum var „snobb-hill“. En í skólanum, á fót- boltavellinum og á götunum voru krakkarnir í einni hrúgu, allir jafnir. Fyrir framan sjoppurnar, Sunnu- Bernskunnar ævin- týri í Vogahverfinu Á uppvaxtarárum Einars Más Guðmundssonar voru karlar að svíða sviðahausa við Kirkjusand og hann var að þvælast um á bifreiðaverkstæðum og fékk jákvæða afstöðu til fjölbreytts mannfólks. Hann man eftir allskonar furðufuglum sem lífg- uðu upp á heiminn. Einar Már verður með sögugöngu í dag í sínu gamla hverfi, Vogahverfi í austurbæ Reykjavíkur, og ætlar að leita uppi minningar. Ljósmynd/Þórhalla Grétarsdóttir 1967 Vogakrakkar í skólaferðalagi í Hvalfirði, Einar Már t.h. í hvítri peysu. Á sjötta ára- tugnum voru götubardagar í hverfinu mínu. Málstofa um höfundarverk Snorra Sturlusonar og viðtökur verka hans (Snorri Sturluson‘s Authorship and Afterlife) verður haldin á vegum Snorrastofu og samstarfsaðila við Háskóla Íslands kl. 10 - 16 í hátíðarsal gamla héraðsskólans í Reykholti í Borgarfirði annan dag hvítasunnu, mánudaginn 16. maí. Björn Bjarnason, stjórnarformaður Snorrastofu, setur ráðstefnuna, en erindi flytja sex íslenskir fræðimenn frá Snorrastofu, Stofnun Árna Magn- ússonar í íslenskum fræðum og Há- skóla Íslands, sem og tveir erlendir fræðimenn, annars vegar frá Notre Dame-háskólanum og hins vegar Ríkisháskólanum í Groningen. Málstofan er öllum opin og er allt áhugafólk um Snorra velkomið, en til hagræðis er fólki bent á að skrá sig með því að senda tölvupóst á net- fangið bergur@snorrastofa.is. Vefsíðan www.snorrastofa.is Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Sagnaritarinn Stytta af Snorra Sturlusyni við Héraðsskólann í Reykholti. Fjallað um höfundarverk Snorra Skráning er hafin í keppnina Götu- grillmeistarinn 2016, sem haldin verð- ur í þriðja sinn á hinni árlegu Kóte- lettu-hátíð „BBQ Festival“ á Selfossi dagana 10. - 12. júní. Keppt verður í tveimur riðlum, áhugamenn etja kappi í öðrum en atvinnumenn í hinum. Fyrirkomulagið er einfalt; keppendur grilla íslenskan mat á sjóðheitum ko- lagrillum í 30 mínútur og eru þeir hvattir til að leggja áherslu á einfald- leika, bragð og almennan léttleika. Skráning er hafin á heimasíðunni www.kotelettan.is, og hægt að senda inn ábendingar á netfangið: grillmeistarinn@kotelettan.is Endilega . . . . . . skráið ykk- ur í grillkeppni Morgunblaðið/Kristinn Gott á grillið Á Kótelettu-hátíðinni er höfuðáhersla á kjöt og allt sem því fylgir að grilla góðan íslenskan mat. Fitufordómar birtast víða, bæðibeint og óbeint. Í skýrslu semEmbætti landlæknis gaf út í fyrra og byggist á fjölþjóðlegri rann- sókn um viðhorf almennings til holdafars kemur fram að neikvæð viðhorf ríki hér á landi gagnvart feitu fólki. Þrír af hverjum fjórum svar- enda sögðust eiga vini og 42% fjöl- skyldumeðlimi sem hefðu orðið fyrir stríðni eða óréttlæti vegna þyngdar sinnar. Á Vesturlöndum er víða rætt um aðgerðir til að sporna við offitu- faraldri og sömuleiðis vaxandi fitu- fordómum, sem rammt kveður að, ekki síst á vinnustöðum, t.d. á Bret- landi eins og greint var frá í The Sunday Times nýlega. Lög sem banna fitufordóma? Philip Rostant, dómari við vinnu- dómstól Englands og Wales og sér- fræðingur í vinnulöggjöf hefur lagt orð í belg og viðrað hugmyndir um að sett verði lög sem banni fitufordóma á vinnustöðum. Þeir sem uppnefni kollega sinn fitubollu eða skírskoti á annan hátt til holdafars hans, gætu samkvæmt þeim átt á hættu að þurfa að svara til saka í réttarsalnum. Lög- gjöf er eina færa leiðin til að stemma stigu við fitufordómum á vinnustöð- um, segir hann. Slík lög kæmu að mati dómarans í veg fyrir að þeim sem eru í yfirþyngd væri mismunað. Í nýlegri fræðigrein sem hann skrifaði ásamt lagaprófess- or við Sheffield-háskóla, er fjallað um fjölþættan vanda sem feitt fólk á oft við að stríða. Til að mynda gangi þeim illa að landa vinnu, fái lægri laun en grannir kollegar þeirra og eigi frekar á hættu að vera sagt upp störfum. Raunar er í greininni ekki einungs fjallað um vanda fólks sem er vel yfir meðalþyngd heldur líka þeirra sem eru verulega undir slíkum viðmiðum. Báðir hóparnir eru sagðir líklegri en aðrir til að verða fyrir fordómum vegna neikvæðra og hrokafullra við- horfa vinnuveitenda þeirra og sam- starfsmanna. Án þess að hafa nokkuð fyrir sér gera þeir því gjarnan skóna að feitt fólk hafi ekki nógu góða sjálfsstjórn og sé þar af leiðandi ekki góðir starfsmenn. Lögbann á meiðandi uppnefni á borð við „fitubollu“ og sú afstaða vinnuveitenda að ráða ekki of feitt fólk til starfa eða veita því stöðu- hækkun gæti varðað álíka þungri refsingu og fordómar gagnvart ýms- um minnihlutahópum og samkyn- hneigðum, segir í The Sunday Times. Höfundarnir benda á að fordómar gagnvart fólki á grundvelli aldurs, Fólki í yfirvigt er oft strítt og því mismunað á vinnustöðum Neikvæð viðhorf víða ríkjandi gagnvart feitu fólki Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Opið virka daga kl. 10–18, laugard. kl. 11–14, sunnud. lokað Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Við leitum að listaverkum erum að taka á móti verkum á næsta listmunauppboð Við leitum að verkum eftir frumherjana í íslenskri myndlist. Sérstaklega eftir Ásgrím Jónsson, Jóhannes S. Kjarval, Kristínu Jónssdóttur, Louisu Matthíasdóttur, Þórarinn B. Þorláksson, Svavar Guðnason og Nínu Tryggvadóttur. Ennfremur er mikil eftirspurn eftir verkum Georgs Guðna, Kristjáns Davíðssonar, Gunnlaugs Blöndal og Gunnlaugs Scheving. Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.