Morgunblaðið - 14.05.2016, Síða 16

Morgunblaðið - 14.05.2016, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2016 ÚR BÆJARLÍFINU Svanhildur Eiríksdóttir Reykjanesbær Listahátíð barna stendur nú yfir í Reykjanesbæ. Hátíðin var formlega sett í 11. sinn hinn 4. maí sl. og í framhaldi var haldin Barnahátíð í Reykjanesbæ með margvíslegum dagskrárliðum og viðburðum. Einn stærsti hluti Listahátíðar eru sýn- ingar leikskóla-, grunnskóla- og framhaldsskólabarna í Duus Safna- húsum og standa þær yfir til 22. maí.    Leikskólabörn tóku tröll fyrir í sýningu sinni og er sýningarsalur Listasafns Reykjanesbæjar undir- lagður í tröllum og forynjum í stærri kantinum. Grunnskólabörn sýna af- rakstur vinnu í listasmiðjum skól- anna og nemendur á listnámsbraut í Fjölbrautaskóla Suðurnesja sýna úr- val verka.    Þá er farandljósmyndasýn- ingin Óskir íslenskra barna einnig í gangi í Duus Safnahúsum, en á sýn- ingunni eru sláandi myndir af upp- lifun barna af ofbeldi, vanrækslu og fátækt. Sýningin er gjöf ljósmynd- arans Ástu Kristjánsdóttur og Barnaheilla – Save the Children á Ís- landi í tilefni af 25 ára afmæli sam- takanna og Barnasáttmálans.    Þetta vilja börnin sjá er svo heiti á farandmyndlistarsýningu í Átthagastofu Bókasafns Reykjanes- bæjar, sem er einnig hluti af Listahá- tíð barna og stendur til 18. júní. Þar er sýnt úrval myndskreytinga úr ís- lenskum barnabókum sem gefnar voru út árið 2015. Bækurnar eru jafnframt til sýnis og hægt að lesa og upplifa um leið og sýningin er skoð- uð.    Reykjanesbær hefur notið góðs af auknum straumi ferðamanna til landsins, líkt og landið í heild. Hér er jafnan talað um að Reykjanesbær sé hlið inn í landið, enda bærinn í tún- fæti alþjóðaflugvallar. Gistinóttum á Suðurnesjum öllum fjölgaði um 175% á árunum 2008 til 2014 að því er fram kemur í nýlegri skýrslu Nordregio, Landfræðistofnunar Norðurlanda og var fjölgun ferða- manna hvergi meiri en á Íslandi á þessu tímabili. Þá eru Suðurnesin á topp 5 lista í skýrslunni yfir áhuga- verð landsbyggða- og heimskauta- svæði.    Í takt við þessi tíðindi hefur gisti- rýmum fjölgað sem og bílaleigum og önnur ferðatengd þjónusta. Það hef- ur kallað á fjölgun starfsfólks sem leiðir af sér minna atvinnuleysi og minni þörf fyrir félagsaðstoð. Íbúum hefur líka fjölgað mest á þessu land- svæði og í Reykjanesbæ einum fjölg- aði íbúum um rúm 2% árið 2015. Flestir kaupsamningar sem gerðir hafa verið utan höfuðborgarsvæðis eru á Suðurnesjum, samkvæmt tölu- legum upplýsingum frá Þjóðskrá.    Fyrsta fimm stjörnu hótelið á Íslandi verður opnað í Reykjanesbæ nk. þriðjudag, á fjórðu hæð Hótel Keflavíkur. Það heitir Diamond Sui- tes og verður opnað á 30 ára afmæli Hótel Keflavíkur. Diamond Suites er hugsað fyrir fólk sem vill lúxus. Eig- endum hótelsins fannst vanta þenn- an möguleika í íslenskri ferðaþjón- ustu og vilja auka á upplifun þeirra sem sækja í gistingu af þessu tagi.    Í skólum Reykjanesbæjar fer fram öflugt og metnaðarfullt starf sem vakið hefur athygli. Nú gefst íbúum tækifæri til að tilnefna kenn- ara eða starfsmenn skólanna til hvatningarverðlauna fræðsluráðs 2016. Tekið er á móti tilnefningum til 20. maí nk. Kosningin er rafræn.    Sumar í Reykjanesbæ er heiti á vefriti þar sem foreldrar og aðstand- endur finna alla þá afþreyingu sem boðið er upp á fyrir börn í bænum yf- ir sumarmánuðina. Vefritið verður aðgengilegt á vef Reykjanesbæjar frá 17. maí. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Sýning Þetta vilja börnin sjá er farandsýning á myndskreytingum úr ís- lenskum bókum og ekki spillir fyrir að hægt er að lesa bækur á staðnum. Leikskólabörnin sýna tröll Frumvarp um ný heildarlög um dómstóla, þar sem meginefnið er upptaka nýs millidómstigs, liggur nú fyrir Alþingi. Meðal þeirra sem sent hafa umsögn um frumvarpið er Sókn lögmannsstofa á Egils- stöðum. Er þar m.a. bent á að bor- ist hafi umsagnir þess efnis að færa eigi Austur-Skaftafellssýslu undir umdæmi Héraðsdóms Suðurlands og þannig undan Hér- aðsdómi Austurlands. „Það er ekkert fjallað um þetta atriði í frumvarpinu,“ segir Jón Jónsson, hæstaréttarlögmaður hjá Sókn, í samtali við Morgunblaðið. „Það er ófært að ákvörðun um breytingu á umdæmum héraðs- dómstóla á Íslandi verði tekin til afgreiðslu Alþingis, án þess að kynnt hafi verið að slíkt sé á dag- skrá samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi. Bæði þurfa fulltrúar aðila sem starfa að réttarfars- málum á landsvísu, s.s. Lögmanna- félag Íslands og Dómarafélag Ís- lands, og aðilar með sérstaka tengingu við mögulega umdæmis- breytingu, að fá tækifæri til að taka afstöðu til málsins,“ segir í umsögn áðurnefndrar lögmanns- stofu. Rúmlega 400 km vegalengd Jón bendir á að staðsetning hér- aðsdómstóla landsins, innan hæfi- legrar fjarlægðar frá almenningi, sé þáttur í að tryggja aðgang fólks að dómstólum. En með því að breyta starfsumhverfi héraðsdómstóla þannig að Austur-Skaftafellssýsla falli fremur undir umdæmi Héraðs- dóms Suðurlands þyrftu t.a.m. íbú- ar á Höfn að mæta í héraðsdóm í 401 km fjarlægð á Selfossi, s.s. vegna vitnaskýrslna eða aðildar að máli, í stað þess að ferðast 185 km á Egilsstaði um Öxi. khj@mbl.is Íbúar á Höfn sæki mál sín á Selfossi  Ný lög um dómstóla til umsagnar Morgunblaðið/Golli Höfn Umsagnir hafa borist um ný heildarlög um dómstóla. Hálsmelar í Fnjóskadal eru gott dæmi um það hvernig tekist hefur með skógræktarstarfi að breyta einskis nýtu auðnarlandi í frjósamt nytjaland. „Þeir sem muna gamla, krókótta Vaðlaheiðarveginn þekkja þær andstæður sem blöstu við á austurleiðinni þegar tók að sjást of- an í dalinn. Þá sást Vaglaskógur grænn og fagur en norðan hans berir Hálsmelarnir með blásnum gróður- torfum,“ segir Pétur Halldórsson, kynningarstjóri, í grein í nýútkomnu Ársriti Skógræktar ríkisins. Melarn- ir voru auðnin ein fyrir aldarfjórð- ungi en í nóvember 2015 var grisj- aður þar rúmlega tvítugur skógur sem gaf 500 til 600 girðingarstaura sem myndu duga í 4-5 km langa girð- ingu. Pétur segir að á tíunda ára- tugnum hafi heimafólk í héraðinu hafist handa í sjálfboðavinnu við endurreisn ysta hluta Hálsaskógar og nú sé árangurinn kominn í ljós. Auðnarland orðið frjósamt nytjaland  Árangur skógræktar blasir nú við Ljósmynd/Sigurður Skúlason Auðn Hér gefur að líta fólk að störfum við gróðursetningu að Hálsmelum í Fnjóskadal árið 1992 á því svæði sem gaf girðingarstaura í fyrra. Ljósmynd/Pétur Halldórsson Nytjaskógur Teitur og Valgeir Davíðssynir skógarhöggsmenn, og Rúnar Ísleifsson, skógarvörður á Vöglum, í nóv. 2015. Mikil breyting á svæðinu. Íshella 10 • 221 Hafnarfjörður • Sími 569 2100 Nánari upplýsingar á hedinn.is Á vefsíðu Héðins er fljótlegt að fylla út helstu upplýsingar til að fá tilboð í iðnaðarhurðir og bílskúrshurðir. Mynd: Slökkvistöðin við Skarhólabraut í Mosfellsbæ. Fáðu tilboð í hurðina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.