Morgunblaðið - 14.05.2016, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.05.2016, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2016 Hannes Hlífar Stefánsson,Héðinn Steingrímssonog Guðmundur Kjart-ansson unnu fremur lágt skrifaða andstæðinga í fyrstu um- ferð Evrópumóts einstaklinga sem hófst við góðar aðstæður í bænum Gjakova í Kosovo á fimmtudaginn. Björn Þorfinnsson glímdi hinsvegar við einn af stigahæstu keppendum mótsins, Úkraínumanninn Jurí Kry- voruchko og gerði jafntefli með svörtu eftir 36 leikja hörkubaráttu. Hægt var að fylgjast með þessari viðureign á hinu vinsæla vefsvæði Chess24. Þessir fjórir eru fulltrúar Íslands á þessu sterka opna móti en keppendur eru 239 talsins. Tefldar verða ellefu umferðir. Stigahæstu keppendur mótsins eru Tékkinn Navara, Pólverjinn Wojtaszek, Rússinn Vitiugov og Úkraínumaðurinn Ponomariov. Skákin er í hávegum höfð í Kosvop að sögn Gunnars Björnssonar, for- seta SÍ, og kemur það m.a. til af því að evrópska skáksambandið var eitt af fyrstu íþróttasamtökunum til að viðurkenna Kosovo inn í sín samtök. Biskupsfórnin á h7 Biskupsfórnin á h7 eða h2 er fyr- irbrigði í skákinni sem flestir þokka- legir skákmenn kunna að forðast. Snillingur á borð við Mikhael Tal sat þó a.m.k. einu sinni „vitlausa megin“ borðsins þar sem fórnin kom við sögu er hann mætti Lev Polugaj- evskí. Síðar kom á daginn að Polu hafði bruggað launráð í félagi við Boris Spasskí sem var að undirbúa seinna heimsmeistaraeinvígi sitt við Tigran Petrosjan. Fórnin, fræðilega séð, magnast að áhrifum ef önnur fylgir á hliðarreitnum, g7 eða g2 eins og nokkur dæmi sanna. Séu skil- yrðin sérstaklega góð nær fórnin að brjóta niður allar varnir. Útfærslan fylgir oft kunnuglegum leik- brögðum. Í rússnesku deildarkeppn- inni á dögunum þar sem athyglin beindist að áskorandanum Karjakin og hann var ekki að standa sig neitt sérstaklega vel en Kramnik hins- vegar í banastuði og annar harð- skeyttur skákmaður Jan Neopmni- achtchi kom biskupsfórnin snemma fyrir í skák sem Nepo tefldi við hinn unga Sjugirov. Sá er svo sem enginn veifiskati og getur státað af sigri yfir Magnús Carlsen í aðeins 25 leikjum: Minsk 2016: Jan Nepomniachtchi – Sanan Sjugirov Petroffs vörn 1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. Rxe5 d6 4. Rf3 Rxe4 5. c4 Be7 6. d4 0-0 7. Bd3 Rg5 8. Rc3 Bg4? Þessi slaki leikur hefur sést komið nokkrum sinnum áður og enginn komið á auga á fléttuna sem leynist í stöðunni. 9. Bxg5! Bxg5 - sjá stöðumynd 10. Bxh7+! Kxh7 11. h4! Þarna er hugmyndin komin fram. Hörfi biskupinn til h6 eða f6 kemur 12. Rg5+ og vinnur manninn til baka með vinnings stöðu. Best er sennilega 12. .. Bxh4 en svarta stað- an er ekki gæfuleg eftir 13. Dd3+ Kg8 14. Hxh4 þó að engan rakinn vinnings sé að finna eftir 14. … f5. 11. … Bd2+ Kýs að gefa manninn til baka fyrir ekki neitt. 12. Dxd2 He8+ 13. Kf1 Bxf3 14. Dd3+ Kg8 15. Dxf3 Rd7 16. Hd1 Df6 17. Dxf6 Hvítur hefur ekkert á mót enda- tafli peði yfir. Úrvinnsla þessarar yf- irburðastöðu vefst ekki fyrir honum. 17. … Rxf6 18. f3 d5 19. c5 b6 20. cxb6 axb6 21. Kf2 b5 22. a3 b4 Annars nær hvítur að skorða b- peðið með – Ra2. 23. axb4 Hab8 24. b5 c6 25. Hhe1 cxb5 26. Hxe8+ Hxe8 27. Hc1 Ha8 28. Rxb5 Ha4 29. Hc8+ Kh7 30. g4 Hb4 31. Rd6 Hxd4 32. Kg3 Fumlaus úrvinnsla hefur leitt til vinningsstöðu og Sjugirov gafst upp, f7-peðið er dæm til að falla og kóngs- staða svarts í molum. Hannes, Héðinn, Guðmundur og Björn tefla á EM í Kosovo Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Innritun Skólaárið 2016-2017 w w w .s on gs ko lin n. is H 5 5 2 7 3 6 6 so ng sk ol in n@ so ng sk ol in n. is HáskóladeildFram hald sdei ld Ungli ngade ild Miðdeild Grunn deild Söngskólinn í Reykjavík Þjóðlag asöngu r Dægurlög Söngleikir Óperur Íslen sk o g erlen d sö nglö g Eitthvað! fyrir alla!  • Söngnámskeið Unglingadeild Grunnnám Miðnám Framhaldsnám Háskólanám • Söngtækni Söngtúlkun Tónfræði Hljómfræði Tónheyrn Nótnalestur Tónlistarsaga • Einsöngur Samsöngur • Söngtúlkun á tónleikasviði • Söngtúlkun með hreyfingum • Siglufjörður // 12 nýjar íbúðir til sölu // Opið hús um hvítasunnuhelgina, laugardag og sunnudag frá kl. 13:00 - 15:00 www.gagginn.is Stærð íbúða er frá 65 - 150 m2. Frábært útsýni. Lofthæð íbúða 3 - 3,7 metrar. Lyfta. 2 fullbúnar sýningaríbúðir. Íbúðir afhendast fullbúnar eða tilbúnar til innréttinga. Sigurður Sveinn Sigurðsson Lögg. Fasteignasali s. 862-1013 siggi@kaupa.is Björn Davíðsson Lögg. Fasteignasali s. 862-0440 bubbi@kaupa.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.