Morgunblaðið - 14.05.2016, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.05.2016, Blaðsíða 13
Morgunblaðið/Árni Sæberg Í Laugardalsgarðinum „Þegar þannig lá á okkur þá höfðum við krakkarnir þetta svæði fyrir okkur. Hér hófust ástarævintýri og hér byrjaði fólk að reykja í laumi. Þetta var allt voða dularfullt í augum okkar krakkanna, og þeg- ar mamma sagði mér frá Hans og Grétu, þá sá ég alltaf Laugardalsgarðinn fyrir mér,“ sagði Einar Már á röltinu. torg og Vogaturninn söfnuðust krakkarnir saman og þeir sem ráku sjoppurnar urðu einskonar félags- málafulltrúar.“ Einar segir þessa tíma hafa ver- ið tíma mikilla breytinga. „Nútíminn kom æðandi yfir landið og við borgarbörnin vorum of- boðslega opin fyrir því sem kom að utan; bíómyndum, tónlist og öðru slíku. Þá varð til þessi ótti yfirvalda um að við myndum ekki standa und- ir væntingum lýðveldisins, að við yrðum ekki þeir Íslendingar sem okkur var ætlað að vera. En þessi togstreita gamla tímans og nýja skapaði einmitt það tungumál sem mín kynslóð talar, það varð enginn skaði af því. Inn í skólann kom rokk- tónlist og rómantík, Víetnamstríðið, innrásin í Tékkóslóvakíu og kalda stríðið. Þetta kristallaðist í skól- anum og þar var mikil pólitík og málfundir. Við vorum á milli hippa og pönkara, svo við gátum lifað okk- ur inn í hvort tveggja. Svo kom tón- listarmenningin og bílskúrsbönd spruttu upp. Allt sem tengist sam- skiptum kynjanna opnaðist en um leið var gamli heimurinn að passa upp á að ekki væri verið að vanga- dansa,“ segir Einar og bætir við að Vogahverfið hafi haft allskonar orð á sér, meðal annars að vera villinga- hverfi. „Vissulega drukkum við ung- lingarnir áfengi og brugg, en ekki landa. Einn af okkur sem var full- orðinslegur verslaði stundum fyrir okkur í ríkinu, hann varð síðar hátt settur í lögreglunni,“ segir Einar og hlær. „Á sjötta áratugnum voru götu- bardagar í hverfinu mínu, ég lýsi því í Vængjaslættinum. Þetta voru til- efnislausar styrjaldir á milli hverfa sem snerust ekki um nein málefni. Þetta var meira eftirlíking á ein- hverju sem við sáum bíó eða jafnvel fornsögunum; hetjudýrkun sem leiddi til gjörninga. En í hverfinu var líka mikil íþróttamenning, herinn byggði risabragga rétt hjá Voga- skóla og eftir stríð varð hann aðal- íþróttahúsið. Þar æfðum við íþróttir, þó aðstæður væru heldur frum- stæðar í þessum Hálogalands- bragga. “ Fjaran og trillukarlarnir „Við unglingarnir fórum niður í bæ til að fara í bíó og þar var mikið verslað með hasarblöð. Ég fór líka í bæinn til að selja dagblöð og þá fór ég um allan bæ, inn í fyrirtæki, inn á matsölustaði og allskonar búllur, líka ofan í skipin. Það voru engar hindranir. Karlar voru að svíða sviðahausa við Kirkjusand og maður var að þvælast um á bifreiðaverk- stæðum og fékk jákvæða afstöðu til fjölbreytts mannfólks. Ég man eftir allskonar furðufuglum sem lífguðu upp á heiminn. Við höfðum líka að- gang að fjörunni og trillukörlum, en nú er búið að loka hafinu fyrir börn- unum. Miðað við hversu margir búa í Reykjavík og hvað sjórinn er stór partur af okkar þjóðlífi, þá er eins og klippt hafi verið á ákveðinn streng þegar börnin hafa ekki lengur þenn- an aðgang. Sumir segja að með tengslum við fjöru og sjó hefði verið hægt að spara mikinn sálfræðikostn- að. Ég er ekki að segja að allt hafi verið betra hér áður, en á þessum tíma var allt svo persónulegt og það var mikið frelsi, rétt eins og í sveit- inni, enda var Vogahverfið á vissan hátt sveitaþorp. Náttúran var ná- lægt okkur borgarbörnunum á þess- um tíma, það var ekki þessi and- stæða borg og sveit. Allur heimurinn er lítið þorp og kannski felast töfrar mannlífsins í því að fólkið er eins í öllum þessum þorpum,“ segir Einar sem eignaðist sína bestu vini á Voga- hverfisárunum. Ljósmynd/Þórhalla Grétarsdóttir Barnapössun Ragna Björk Proppé með systur sína í barnavagni, mynd tek- in á Langholtsveginum og þarna eru villtir móar og gatan ómalbikuð. Ljósmynd/Þórhalla Grétarsdóttir Landnemi Mynd tekin 1966 af Auði Brynju Proppé í garðinum heima hjá henni. Hundurinn hét Stubbur. Umhverfið er sannarlega ólíkt því sem er í dag, meira rými og náttúra, en þarna sjást Sólheimablokkirnar að baki. Viðburðurinn Horfnir heimar: Í dag laugardag mun Einar Már Guðmundsson rithöfundur leiða söguþyrsta um Heima- og Voga- hverfið í leit að minningum og horfnum mannvirkjum. Sögugang- an hefst við Sólheimabókasafn kl. 13 og göngunni lýkur á Café Flóru í Grasagarðinum. Gangan tekur u.þ.b. einn og hálfan klukkutíma. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2016 kynþáttar, kyns, trúar, kynhegðunar og fötlunar falli undir Jafnréttislögin 2010, og undir þeim lagabálki gætu of feitir mögulega átt skjól. Annars segjast þeir ekki vera eindregið og afdráttarlaust að hvetja til lagasetn- ingar, einungs að vekja athygli á þeim möguleika og fyrst og fremst að hvetja til aukinnar umræðu um for- dóma í garð feitra. Grannir fengu starfsviðtal Eins og flestar vestrænar þjóðir þyngjast Bretar jafnt og þétt. Árið 1993 áttu 14% fullorðinna við offitu að stríða, en svo voru þeir skil- greindir sem höfðu BMI-þyngdar- stuðul yfir 30. Núna eru þeir um fjórðungur þjóðarinnar. Nýleg rannsókn á vegum Sheffield Hallam-háskólans rennir stoðum undir staðhæfingar Rostant og félaga um að fitufordómar grasseri á vinnu- stöðum. Þátttakendur í rannsókninni voru um 180 manns sem sendu sam- bærilegar ferilskrár með starfs- umsókn, en öðruvísi að því leytinu að sumum fylgdi mynd af feitri mann- eskju, öðrum af grannri. Sú granna var næstum undantekningarlaust tekin fram yfir og boðuð í starfs- viðtal. Getty Images/iStockphoto Fitufordómar Fordómar hafa áhrif á líðan og félagslega stöðu fólks í yfirþyngd. Kringlunni 4c – Sími 568 4900Fylgist með okkur á faceboock Við höfum lækkað vöruverð GOLF DAGAR UM HELGINA 20% afsláttur af úlpum og vestum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.