Morgunblaðið - 14.05.2016, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.05.2016, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2016 Rannsókn hefur leitt í ljós að rauð- brystingar hafa minnkað á síðustu áratugum og vísindamenn rekja það til loftslagsbreytinga í heim- inum, að því er fram kemur í tíma- ritinu Science. Þeir telja breyt- inguna á vaðfuglunum stafa af hlýnun á varpstöðvum þeirra á norðurslóðum og segja að hún geti komið þeim illa á vetrarstöðvunum í Afríku. Rauðbrystingar eru fargestir á Íslandi vor og haust þegar þeir hafa viðkomu hér á leiðinni á milli varp- stöðvanna í norðri og vetrarstöðv- anna í suðri. Þeir eru á meðal þeirra fugla sem fara lengst á far- flugi og geta flogið u.þ.b. 5.000 km án þess að nema staðar. Fréttavefur BBC hefur eftir hol- lenska vísindamanninum, Jan van Gils, sem stjórnaði rannsókninni, að stærð og lögun rauðbrystinga hafi breyst og talið sé að það stafi af hlýnun á varpstöðvunum þar sem snjórinn bráðni um tveimur vikum fyrr að meðaltali en áður. Breyt- ingar á lífríkinu vegna hlýnunar hafi orðið til þess að rauðbryst- ingar geti af sér sífellt minni af- kvæmi. Þetta minnki líkurnar á því að þeir geti lifað af á vetrarstöðv- unum í Afríku þar sem lindýr eru aðalfæða þeirra. Rannsóknin leiddi í ljós að rauðbrystingar með minni gogga geta ekki veitt lindýrin og þurfa að éta næringarsnauðari fæðu. Færri ungar komast því á legg en áður. bogi@mbl.is Rauðbryst- ingar sífellt smærri  Færri lifa af á vetrarstöðvunum Morgunblaðið/Ómar Langförulir Rauðbrystingar á Bakkatjörn á Seltjarnarnesi. „Í miðju miðjunnar í Kína liggur lík sem enginn þorir að fjarlægja.“ Þannig hljómar fyrsta setningin í bók frá árinu 1984 eftir ítalska blaðamanninn Tiziano Terzani um ferðir hans um Kína. Skírskotað er þar til líks Maós Zedongs sem er enn varðveitt í grafhýsi á torginu við Hlið hins himneska friðar í Peking 40 árum eftir að hann dó. Á mánudaginn kemur verður þess minnst að 50 ár eru liðin frá því að Maó Zedong hóf menningarbylt- inguna til að endurvekja byltingar- andann í kínverska kommúnista- flokknum, eyða stéttaskiptingu og ráðast gegn andstæðingum sínum í flokknum. Námsmenn og kennarar mynduðu sveitir rauðra varðliða sem fóru um og boðuðu hugmyndir Maós um „lýðræðislegt alræði alþýð- unnar“ meðal verkamanna og bænda. Þessi barátta varð að mar- tröð fyrir þjóðina, glundroða og blóðsúthellingum. Milljónir manna sættu ofsóknum og glundroðinn varð svo mikill að Maó sá sig loks til- neyddan að biðja byltingarmenn að hætta baráttunni. Eftir dauða Maós voru flestir flokksbroddanna sem voru fordæmdir í menningar- byltingunni teknir í sátt, þeirra á meðal Deng Xiaoping, sem varð æðsti leiðtogi kommúnistaríkisins. Þrátt fyrir hörmungarnar sem Maó olli nýtur hann enn mikillar virðingar í Kína. Á ári hverju fara hundruð þúsunda Kínverja í graf- hýsi hans og margir gestanna þurfa að bíða klukkustundum saman í röð fyrir utan til að geta séð líkið í nokkrar sekúndur. bogi@mbl.is Maó enn hafður í hávegum AFP Áhrifamikill Styttur af Maó í minjagripaverslun í heimabæ hans, Shaoshan. Margir hafa farið þangað til að votta minningu hans virðingu sína.  Hálf öld liðin frá því að hann hóf menningarbyltinguna Lögreglan í Bosníu segist hafa handtekið fimm meinta smyglara og lagt hald á vopn sem áttu að fara til Svíþjóðar, m.a. flugskeytavörp- ur. Aðgerðirnar fóru fram í sam- starfi við sænsku lögregluna en yfirvöld hafa ekki viljað staðfesta að vopnin hafi verið ætluð hópi ísl- amista. Talsmaður lögreglunnar segir að lagt hafi verið hald á mikið magn vopna, skotfæra og herbún- aðar. Auk mannanna fimm í Bosníu var einn handtekinn í Svíþjóð. Tveir aðrir eru sagðir ganga lausir. Fann vopn sem áttu að fara til Svíþjóðar BOSNÍA Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ Sími 511-2022 | www.dyrabaer.is– fyrir dýrin þín Hundafóður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.