Morgunblaðið - 14.05.2016, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.05.2016, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2016 SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Reykjavíkurborg krefur velferðar- ráðuneytið um endurgreiðslu vegna kostnaðar við umsýslu fjárhags- aðstoðar sem borgin hefur veitt útlendingum und- anfarin ár. Að- stoðin er m.a. veitt hælisleit- endum og ferða- mönnum og tals- verð aukning hefur orðið á um- sóknum um hana. Í fyrra varði Reykjavíkurborg 62 milljónum króna í sérstaka fjár- hagsaðstoð til 109 erlendra ríkis- borgara sem ýmist eiga ekki lögheim- ili hér á landi eða hafa átt það skemur en tvö ár. Í samantekt velferðarsviðs kemur fram að árið 2012 hafi samtals 86 einstaklingar fengið tæpar 29 milljónir í fjárhagsaðstoð á þessum forsendum, þar af 20 sem ekki áttu hér lögheimili. Undanfarin tvö ár hef- ur fjölgað mjög í þessum hópi og í hittifyrra voru þeir 106 talsins og fengu samtals um 52 milljónir. Í þessari samantekt kemur líka fram að velferðarsvið telur að allt bendi til að þessi aukning sé komin til að vera. Vinnan við afgreiðslu hvers einstaklings sé umfangsmikil og um- fangið sé orðið slíkt að ekki verði hjá því komist að ríkið taki þátt í kostnaði við umsýsluna. Nú sinnir starfsmaður þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða, sem er í 80% starfshlutfalli, þessu verkefni eingöngu. Velferðar- svið borgarinnar krafði velferðar- ráðuneytið um þátttöku í þessum kostnaði í janúar síðastliðnum, en þeirri kröfu var hafnað. Borgin ítrek- ar nú kröfu sína og samkvæmt upp- lýsingum frá ráðuneytinu hefur verið farið fram á nánari útskýringar frá borginni áður en ákvörðun verður tekin um framhaldið. Velferðarráðuneytið greiðir síðan borginni kostnað vegna þessarar fjár- hagsaðstoðar samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga þar sem segir að erlendum ríkisborgurum, sem ekki eigi hér lögheimili eða hafi átt hér lögheimili skemur en tvö ár, skuli veitt fjárhagsaðstoð hér á landi í sérstökum tilvikum. Ekki er gerð nánari grein fyrir hvaða skilyrði þurfi að uppfylla til að fá aðstoðina. Leita fyrst til heimalands Í lagagreininni segir að aðstoðin skuli veitt af því sveitarfélagi sem við- komandi dvelur í að höfðu samráði við ráðuneytið enda hafi áður verið leitað eftir aðstoð frá heimalandi. „Það eru ýmsar ástæður fyrir því að fólk fær þessa fjárhagsaðstoð, en allar umsóknir eru sendar til velferð- arráðuneytisins sem þarf að sam- þykkja að aðstoðin verði veitt,“ segir Sigþrúður Erla Arnardóttir, fram- kvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða. „Þetta eru út- lendingar sem ekki geta framfleytt sér einhverra hluta vegna eða þurfa aðstoð vegna sérstakra aðstæðna.“ Oft mjög flókin mál Sem dæmi um aðstoð sem veitt er þessum hópi nefnir Sigþrúður hús- búnaðarstyrk, stuðning vegna barna, fyrirframgreiðslu til að tryggja leigu- húsnæði og framfærsluaðstoð. „Þetta eru aðallega barnafjölskyldur og sumir eru með stöðu flóttafólks,“ seg- ir hún. „Við erum að reyna að fá meira fjármagn til að halda uppi ráð- gjöf fyrir þennan hóp sem fer stöðugt stækkandi. Þetta eru oft mjög flókin mál.“ Sú fjölgun sem orðið hefur í þess- um hópi helst í hendur við fjölgun er- lendra ferðamanna hér á landi, en nokkuð er um að þeir fái þessa fjár- hagsaðstoð. Ástæðurnar fyrir því geta verið margvíslegar að sögn Sig- þrúðar. „Það getur t.d. verið vegna þess að viðkomandi er í neyð vegna aðstæðna sem hann hefur lent í eða vegna veikinda. Það eru dæmi um að fólk óttist heimferð af einhverjum ástæðum, aðrir eru í farbanni hér vegna gruns um afbrot eða að fólk eigi ekki fyrir heimferðinni. Það er alltaf fyrst leitað til heimalandsins og ef það gengur ekki leitum við heim- ildar hjá ráðuneytinu.“ Sífellt fleiri útlendingar fá aðstoð  109 útlendingar fengu 62 milljónir í fjárhagsaðstoð frá borginni í fyrra  Vilja að ríkið taki þátt í umsýslukostnaði  Eykst ár frá ári  Ferðamenn vaxandi hópur  Fá aðstoð til að komast heim Morgunblaðið/Þorkell Aðstoð Útlendingum sem fá fjár- hagsaðstoð í Reykjavík hefur fjölgað.Sigþrúður Erla Arnardóttir Vertu upplýstur! blattafram.is MÖRG ÞEKKJUM VIÐ BÆÐI ÞOLENDUR OG GERENDUR KYNFERÐISOFBELDIS PERSÓNULEGA. ERUM VIÐ AÐ SAMÞYKKJA ÞAÐ MEÐ ÞÖGNINNI? MODEST BUXUR Síðar og kvartbuxur Margir litir Stærðir 36-50 8.980 Laugavegi 52 | 101 Reykjavík Sími 552 0620 | gullogsilfur.is Opið 10-16 í dag Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Kímónó kr. 6.900 litir: svart, hvítt gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn VATT- OG DÚNJAKKAR Laugavegi 63 • S: 551 4422 laxdal.is Einlitur hinum megin 20% afsláttur —með morgunkaffinu Undirbúningur vegna forsetakosn- inganna sem verða hinn 25. júní næstkomandi er nú kominn í fullan gang og í gær var kosningaskrifstofa Davíðs Oddssonar, sem er að Grens- ásvegi 10 í Reykjavík, formlega opn- uð. Fjölmenni var á staðnum af því tilefni, þar sem frambjóðandinn ávarpaði stuðningsmenn sína. Góð stemning var meðal gesta sem not- uðu stundina sem þarna gafst bæði til létts skrafs um daginn og veginn og einnig til að bera saman bækur sínar vegna kosninganna sem verða eftir réttar sex vikur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjölmenni við opnun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.