Morgunblaðið - 14.05.2016, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.05.2016, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2016 Burðarþolshönnun háspennulína er mjög sérhæfð og ekki kennd í háskólum sem sérfag eins og til dæmis brúar- hönnun. Markaður fyrir ráðgjöfina er líka mjög takmarkaður því oft get- ur liðið langt milli bygg- inga nýrra háspennulína í raforkukerfum. Hér á landi er umfangsmikil þekking á þessu sviði hjá þremur ráð- gjafarfyrirtækjum; Eflu, Mannviti og ARA Engineering. Öll fyrirtækin eru með ráðgjöf erlendis. Þau rúmu 40 ár sem ég hef fengist við hönnun háspennulína hér á landi hef ég lagt til ýmsar nýjar mastra- gerðir. Má þar sem dæmi nefna stög- uð V-möstur, stöguð röramöstur og trémöstur með styrktarkrossi. Þess- ar tillögur tel ég hafa sparað ómæld- ar fjárhæðir við línulagnir. Ég hef tvisvar verið ráðgjafi við samkeppni um möstur. Þá fyrri hélt Landsnet 2008 og hina seinni hélt Statnett í Noregi 2010. Nokkrar tillögur voru þróaðar úr samkeppni Statnetts. Úr samkeppni Lands- nets voru fimm tillögur þróaðar og tvær valdar til frekari vinnslu. Þeg- ar ég hætti á verk- fræðistofunni Eflu árið 2010 tóku starfsmenn þar við þróunarvinnu fyrir Landsnet og að- komu minni að sam- keppni Landsnets var þar með lokið. Árið 2012 lagði ég fram hugmynd að þremur nýjum mastragerðum með súluformi. Eitt mastrið, sem er óstag- að rör eða svonefnd Ballerína, hlaut brautargengi sem möstur Landsnets gegnum væntanlega byggð að ál- verinu í Straumsvík. Hugmyndin að mastrinu er algerlega ný. Engar tengingar í mastrinu eru sýnilegar. Hornsteinar arkitektar voru fengnir til að forma mastrið frekar ásamt því að þeir gáfu því lit sem á eftir að vekja athygli. Einar Þór Ingólfsson hjá Ingólfsson&Krabbenhøft í Dan- mörku reiknaði steyptar tengingar mastursins. Magnús Rannver Rafnsson hjá Línudansi gagnrýndi Ballerínuna í sjónvarpsfrétt RÚV 17. apríl sl. og sagði hana lögverndaða hönnun fyrir- tækisins. Ballerínan var í því sam- bandi sýnd við hlið stagaðs masturs frá Línudansi. Það er ekki hægt að bera saman ólíkari möstur og eiga þau ekkert sameiginlegt burðarþols- lega. Ég hefur áður bent á í Morgun- blaðinu að þessi tillaga Línudans virðist bæði burðarþolslega röng mið- að við útlitið og virðist ekki standast raffræðilegar kröfur. Ég hafna því algjörlega framan- greindum fullyrðingum Magnúsar. Gagnrýni hans er ekki ný af nálinni. Það hefur margoft komið fram í skrif- um hans að hann gerir ekki grein- armun á frístandandi og stöguðum möstrum. Einnig gerir hann ekki greinarmun á stöguðum stálgrind- armöstrum og stöguðum röramöstr- um. Honum er tíðrætt um ryð í möstrum þótt það ryð hafi sjaldan áhrif á burðarþol og sé aðeins litar- brigði í yfirborði. Í Morgunblaðinu 25. október 2012 gagnrýndi ég málflutning Magnúsar Rannvers og benti á að tillögur hans um möstur úr trefjaefnum virtust ekki standast nánari tæknilega skoð- un. Magnús Rannver og félagi hans kærðu mig fyrir þessi ummæli til siðanefndar Verkfræðingafélags Ís- lands. Úrskurður siðanefndarinnar var eftirfarandi: „Siðanefnd VFÍ hefur fjallað um þau gögn sem fyrir liggja í málinu. Það er skoðun siðanefndar að skrif Árna Björns Jónassonar séu í sam- ræmi við síðustu grein siðanefndar VFÍ undir greininni samfélagsleg ábyrgð. Taka þátt í upplýstri, opin- berri umræðu um samfélagsleg mál- efni þegar hún beinist að fagsviði verkfræðinga. Nefndin telur ávinning að því að verkfræðingar taki þátt í op- inni faglegri umræðu um málefni á sviði verkfræði og telur varhugavert að leggja hömlur á þátttöku verk- fræðinga í slíkri umræðu.“ Undirritaður er formaður alþjóð- legrar nefndar á vegum Cigre, sem eru alþjóðasamtök aðila sem starfa að framleiðslu og flutningi á rafmagni, háskóla, framleiðenda á rafbúnaði, rannsóknarstofnana og einstaklinga sem starfa á sviði er lýtur að há- spenntu rafmagni. Nefnd þessi er að gera úttekt á notkun trefjaefna í möst- ur um allan heim og taka fjölmargir sérfræðingar þátt í þessu starfi. Safn- að hefur verið miklu af gögnum um þróun trefjamastra og mun þetta verða birt í lok ársins 2017 í skýrslu sem verður öllum aðgengileg. Það er von mín að slík skýrsla geri umræðu um trefjamöstur faglega, líkt og siðanefnd VFÍ leggur áherslu á í úrskurði sínum. Ballerínan léttstíga – Rangfærslur leiðréttar Eftir Árna Björn Jónasson » Frétt um lögvernd- aðan rétt Línudans á mastri er tilefni þessara skrifa. Einnig fjöldi full- yrðinga fyrirtækisins um háspennulínumöst- ur. Árni Björn Jónasson Höfundur er verkfræðingur Eitt af áhuga- málum mínum er að þefa upp sögur um fláræði, fals og lygar, taka þær fyrir og kryfja til mergjar. Þessar sögur birtast á ýmsa vegu sem ævisögur, fréttir í dagblöðum eða eins konar sagnfræði. Sumarið 1985 komu fréttir af merkilegum samningi Orkustofn- unar við deild leyniþjónustu Bandaríkjanna um þyngdarmæl- ingar á landgrunni Íslands. Þar kemur fram að iðnaðarráðherra hafi heimilað Orkustofnun að semja við Defence Mapping Agency, USA. Fréttin í DV frá 8. maí hljóðaði svo: „Orkustofnun hefur verið heimilað að gera samning við Bandaríkjamenn um þyngdarmæl- ingar á íslensku land- grunni. Er hér um að ræða verkefni upp á 1,4 milljónir íslenskra króna, var ákvörðun um þetta tekin á rík- isstjórnarfundi í gær.“ Daginn áður var önnur frétt sama efnis í DV 7. maí 1985. Þar segir: „Mælt vegna gervitungla“. „Banda- ríkjamenn vilja þyngdarmæla á ís- lensku landgrunni.“ Hér er það end- urtekið tvisvar sinnum, „á ís- lensku landgrunni“. Í DV-fréttinni frá 7. maí 1985 stendur þetta: „Guðmundur sagði að Orkustofnun myndi taka verk- ið, ef af því yrði, að sér í heild. Þeir myndu sjálfir vinna hluta af því og semja svo við aðra til að taka að sér ýmsa hluta verksins, þeirra á meðal Íslendingurinn Sig- hvatur Pétursson sem er aðstoð- arforstjóri landmælinga- og olíu- leitarfélags í Texas.“Fréttir um málið halda áfram í Morgun- blaðinu 6. júní 1985. Þar stendur: „Nýja þyrlan – Orkustofnun hefur sem kunnugt er gert samning við Defence Mapping Agency í Wash- ington í Bandaríkjunum um um- fangsmiklar þyngdarmælingar við Ísland, en verkinu þarf að vera lokið fyrir 3. september nk. Orku- stofnun leigir tvær þyrlur af Alb- ínu Thordarson til þessa verks og er önnur þeirra Huges 500-þyrla, sú sem Albína á nú þegar, en hina þyrluna, sömu gerðar, leigir Alb- ína frá Svíþjóð og kom hún til landsins í gær og sést hér á hafn- arbakkanum. Verkefnið sem Orku- stofnun og þyrluleiga Albínu hafa tekið að sér er að upphæð um 56– 65 milljónir króna og er að lang- mestu leyti greiðsla fyrir íslenska þekkingu og þjónustu.“ Næsta opinbera frétt er frá DV 28. júní 1985. Hér skal það tekið fram að landgrunn Íslands nær frá fjöru og 200 sjómílur á haf út, jafnvel lengra. Í DV kemur þetta fram: „Tækin kosta meira en sex nýjar þyrlur,“ og í innskoti, „Dýr búnaður við þyngdarmælingar, sjá nánar á blaðsíðu 4.“ Eins og sést af þessum frétta- flutningi þá er málið eins og það var kynnt fyrir ríkisstjórn Íslands orðið öllu stærra og umfangsmeira en þær 1,5 milljónir króna eins og það var kynnt á ríkisstjórnarfundi nokkrum mánuðum áður. Fleira kemur til þegar blaðsíða 4 í DV föstudaginn 28. júní er skoðuð og þá sérstaklega forsíðan og inn- skotsfréttin um tregðuleið- sögutækið. Þar er Sighvatur Pét- ursson orðinn sölufulltrúi hjá International Technology Ltd. með útibú í Denver Colorado og Houston í Texas auk Anchorage í Alaska og síðan þetta: „Sjálfur opnaði hann ekki fyrir löngu skrif- stofu í Singapore.“ Upplýst er að þetta verkefni á landgrunni Íslands kosti 15.000 dollara á dag í tvo mánuði og eina viku og að hver Huges 500-þyrla kosti ný um 450.000 dollara og kemur þetta fram á forsíðu í DV fréttinni 28. júní. Síðan þetta um tregðuleiðsögu- tækið: „Tækjabúnaður sem not- aður er til staðsetningar mæli- punkta við þyngdarmælingar sem nú er verið að gera hér á landi kostar rúmlega sex sinnum meira en þyrla vísindamannanna. Það eru bandarískir aðilar og Íslend- ingar sem vinna að þessum rann- sóknum í sameiningu í tveimur hópum. Sá sem er á Akureyri hef- ur yfir að ráða Huges-þyrlu sem Albína Thordarson útvegaði frá Svíþjóð og þessum dýru tækjum sem leigð eru frá fyrirtækinu Int- ernational Technology í Banda- ríkjunum ... fyrir norðan eru tvö tregðuleiðsögutæki, annað um borð í þyrlunni og hitt til vara. Hvort um sig kostar 1,5 milljónir dala, eða samanlagt 126 milljónir króna. Allt þetta úthald kostar á degi hverjum í leigu um 15 þús- und dollara sem er um 650 þúsund íslenskar krónur.“ Orkustofnun upplýsti ráðherra og ríkisstjórn Íslands að verkefnið á landgrunni Íslands kostaði 1,5 milljónir en ekki 650.000 krónur á dag í tvo mánuði og eina viku. En þeir voru ekki á landgrunni Ís- lands. Tækið til að staðsetja mæli- punkta er þekkt sem INS sem var gps-tæki þeirra tíma og kostaði hvert tæki um 45.000 dollara frá framleiðanda dýrustu útgáfu tæk- isins þarna 1985. 15.000 dollarar á dag í 64 daga er 960.000 dollarar, sem leyniþjónusta Bandaríkjanna borgaði til Orkustofnunar og sem svo stofnunin borgaði út til Sig- hvats Péturssonar og fyrirtækis hans ITECH í Singapore . Það hefur varla farið fram hjá leyniþjónustu Bandaríkjanna að Albína Thordarson var heitasti frambjóðandi rauðliða á Reykja- víkursvæðinu með fána og skilti, „Ísland úr Nato og herinn burt“, ásamt formanni flokksins, Svavari Gestssyni, og formanni fram- kvæmdarstjórnar Alþýðu- bandalagsins, Ólafi Ragnari Grímssyni. Peningarnir stoppuðu stutt í Singapore og voru komnir inn í flokkssjóðinn 1985 til að bjarga Þjóðviljanum og flokknum frá gjaldþroti. Leyniþjónustupening- arnir, $$$ frá USA. Rauðir englar Eftir Guðbrand Jónsson Guðbrandur Jónsson » Tækin kosta meira en sex nýjar þyrlur. Höfundur er áhugamaður um leyniþjónustur á Íslandi og er þyrluflugstjóri.                                                                         Finnbogi Kristjánsson löggiltur fasteigna- skipa og fyrirtækjasali 897 1212 – finnbogi@fron.is – fron.is Til leigu herbergi með sér baði, í 320 fm einbýlishúsi í litlum bæ á Spáni, um 20 mín. akstur frá Alicante. Aðgangur að öllu heimilinu eins og sundlaug, arni, þremur böðum, æfingasal og aðgangur að bifreið m.m. Fallegar gönguleiðir og hjólaleiðir og stutt í náttúru og sýn til fjalla. Henntugt fyrir þá sem vilja læra spænksu, slappa af í sumar eða ferðast um. Hægt er að senda fyrirspurn á leigusala á Spáni: sigurdar12345@gmail.com Spánn, nálægt AlicanteTIL LEIGU mbl.is alltaf - allstaðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.