Morgunblaðið - 14.05.2016, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.05.2016, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Velkomin!“BarackObama stautaði sig ágæt- lega fram úr ís- lenskunni, líkt og hinum Norðurlandamálunum, þegar hann bauð forseta Finnlands og forsætisráð- herra Íslands, Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs velkom- in í Hvíta húsið í gær, en Sig- urður Ingi Jóhannsson, for- sætisráðherra, og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkis- ráðherra, voru þar fulltrúar Íslendinga. Fundurinn er framhald af áþekkum fundi sömu ríkja sem haldinn var árið 2013 í Svíþjóð þar sem stefna ríkjanna, m.a. í örygg- is- og varnarmálum, var rædd. Þó að Obama hafi í stjórn- artíð sinni frekar horft yfir Kyrrahaf en Atlantshafið hef- ur hann þó lagt áherslu á góð samskipti á milli Bandaríkj- anna og Norðurlandanna, eins og leiðtogafundirnir tveir undirstrika. Haft hefur verið eftir honum hversu mjög hann dáist að stjórnarfari og samfélagi Norðurlandanna. Ekki er víst að arftaki Obama muni deila því dálæti hans, og því gefur þessi fundur Íslend- ingum kærkomið tækifæri til þess að treysta tengslin við fremsta lýðræðisríki heims, meðan glugginn er opinn. Ísland og Bandaríkin hafa löngum átt í mikl- um og góðum vinatengslum, þó að brottför banda- ríska herliðsins fyrir áratug hafi borið að með heldur snautleg- um hætti. Hafa stjórnvöld síð- an þá staðið sig misvel í því að viðhalda vinatengslum ríkjanna tveggja, en vert er að minnast þess að Banda- ríkjamenn voru meðal þeirra þjóða, sem fyrstar viður- kenndu lýðveldið árið 1944. Heilmikil tækifæri felast í auknum samskiptum ríkjanna tveggja. Fjölmargir Íslend- ingar hafa í gegnum tíðina sótt nám og atvinnu til Bandaríkjanna og Ísland hef- ur lengi verið vinsæll áfanga- staður Bandaríkjamanna. Það eru þó ekki bara ferðalangar sem hingað koma úr Vestur- heimi, heldur hafa kvik- mynda- og sjónvarpsþátta- gerðarmenn sóst í síauknum mæli eftir því að mynda í ís- lenskri náttúru. Árið 2016 verður mikið um- breytingaár hjá bæði Íslend- ingum og Bandaríkjamönn- um. Ekki einasta munu báðar þjóðir kjósa sér nýjan forseta á árinu, heldur einnig nýtt þing ef að líkum lætur. Mikil- vægt er að þeir sem þá munu taka við keflinu í báðum ríkj- um átti sig á því hvaða gildi hið trausta vinasamband ríkjanna tveggja hefur haft. Treysta verður samskiptin við Bandaríkin} Leiðtogafundur í Washington Fátt þola þing-menn vinstri flokkanna verr en að einkaaðilar komi að rekstri fyrirtækja í heil- brigðisþjónustu. Þetta er Katrínu Jakobs- dóttur, formanni Vinstri grænna, til að mynda afar hugleikið eins og heyra má í umræðum á Alþingi. Í vikunni fann hún enn einu sinni að því að til stæði að fjölga heilsugæslustöðvum sem ekki væru í ríkiseigu. Ef marka má umræður á Alþingi má raunar ætla að Katrín og aðrir vinstri menn þar hafi engan áhuga á heilbrigðis- málum utan þann að hindra að einkaaðilar komi þar nokk- urs staðar að. Af einhverjum ástæðum telja þessir þing- menn að allir læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn verði að vera ríkisstarfsmenn, ann- ars sé voðinn vís. Þessi þröngsýni hefur dregið mjög úr frumkvæði og uppbyggingu á þessu sviði, meðal annars vegna fjandskapar síðustu ríkis- stjórnar í garð einkarekstrar. En í öllum fordóm- unum gleymist að með einkarekstri í heilbrigð- iskerfinu – rétt eins og ann- ars staðar – verða til nýjar hugmyndir og tækifæri. Morgunblaðið sagði á dög- unum frá einu dæmi um þetta, en þar var um að ræða að einn fremsti hjartaskurð- læknir heims væri að hefja starfsemi á Klíníkinni í Ár- múla. Slíkri starfsemi fylgir margt jákvætt, svo sem þekk- ing, tækifæri fyrir íslenska lækna, auknir möguleikar fyrir sjúklinga og jafnvel gjaldeyristekjur, svo nokkuð sé nefnt. Hvernig stendur á því að þeir þröngsýnu þingmenn sem sífellt hamast gegn einkarekstri reyna ekki að opna hugann og sjá tækifærin sem geta falist í fjölbreyttari rekstrarformum? Fordómarnir í garð einkarekstrarins mættu fara að heyra sögunni til} Þröngsýni á þingi F ylgisvandi Samfylkingarinnar er ekki beinlínis nýr. Fylgið hefur smám saman yfirgefið flokkinn allt frá því fljótlega eftir þing- kosningarnar 2009. Fylgisvand- inn er þannig ekki kominn til í formannstíð Árna Páls Árnasonar, núverandi formanns Samfylkingarinnar. Hann verður því vart sak- aður um að hafa komið flokknum í þá stöðu sem hann erfði frá forvera sínum, Jóhönnu Sigurðardóttur. Hins vegar hefur Samfylk- ingin undir hans forystu vissulega ekki náð að koma sér upp úr þeim hjólförum. Samfylkingin átti að verða breiðfylking vinstrimanna en hefur í skoðanakönnunum á undanförnum mánuðum mælst ítrekað með fylgi undir 10%. Flokkurinn virðist þannig hafa fest sig í sessi sem smáflokkur. Margir virðast þeirrar skoðunar að vandi Samfylkingarinnar verði leystur með því að skipta um formann og fyrir vikið hefur verið boðað til sérstaks landsfundar síðar í þessum mánuði, að því er virðist með einkar frjálslegri túlkun á reglum flokksins, til þess að losna við Árna Pál. Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar til þess að reyna að skýra vanda Samfylkingarinnar. Þegar hitna fór veru- lega undir Árna Páli fyrr á þessu ári sendi hann bréf til flokksmanna þar sem hann sagði flokkinn hafa brugðist í lykilmálum á síðasta kjörtímabili þegar hann var í ríkis- stjórn með Vinstrihreyfingunni – grænu framboði. Þannig hefði Samfylkingin tekið rangan pól í hæðina í Icesave-málinu, klúðrað umsókninni um inn- göngu í Evrópusambandið og brugðist skuld- ugum heimilum í landinu. Magnús Orri Schram, einn frambjóðenda til formennsku í Samfylkingunni, lýsti því yfir í vikunni að hann vildi stofna nýja hreyfingu á grunni flokksins undir nýju nafni. Þetta er ekki ný hugmynd. Þannig lýsti Jóhanna því yfir í ræðu á flokkstjórnarfundi Samfylking- arinnar 29. maí 2011 að flokkurinn þyrfti að vera reiðubúinn að skipta um nafn og númer til þess að reyna að auka fylgi sitt. Þegar Jóhanna lét ummæli sín falla mæld- ist fylgi Samfylkingarinnar í kringum 20% miðað við tæp 30% í kosningunum 2009. Þeg- ar landsfundur Samfylkingarinnar var hald- inn í lok janúar 2013 var fylgi flokksins hins vegar komið niður í um 15%. Tillaga var lögð fram á fundinum um að breyta nafni Samfylkingarinnar í Samfylkingin – Jafnaðarmannaflokkur Íslands. Tillagan, sem lögð var fram af Jóhönnu, náði ekki fram að ganga, en tilefni hennar var sem fyrr fylgisvandi flokksins. Vandi Samfylkingarinnar er ekki einfaldur. Hann er þvert á móti ljóslega mjög djúpstæður. Þar dugir vafalít- ið skammt að skipta eingöngu um formann eða kenni- tölu. Þar vega stefnumálin klárlega þyngra þó Magnús Orri vilji meina annað. Til að mynda ekki sízt ofuráherzla á inngöngu í Evrópusambandið sem allar skoðanakann- anir í meira en sex ár hafa sýnt að afgerandi meirihluti landsmanna er lítt spenntur fyrir. hjortur@mbl.is Hjörtur J. Guðmundsson Pistill Vandi Samfylkingarinnar STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fólk er farið að reikna meðað geta alltaf komist ámilli staða. Kerfin hafaverið sett þannig upp,“ segir Hjalti Jóhannesson, sérfræð- ingur hjá Rannsóknamiðstöð Há- skólans á Akureyri. Hann rannsakar samfélagsleg áhrif Vaðlaheiðar- ganga. Gefin hefur verið út skýrsla um fyrri hluta rannsóknarinnar, það er að segja stöðuna áður en göngin koma. Til stendur að meta stöðuna að nýju um það bil þremur árum eftir að göngin verða tekin í notkun og at- huga breytingar. Hjalti fékk styrk úr Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar til að rannsaka málið. Rannsóknin nú grundvallast að mestu á viðtölum við íbúa sem mikla reynslu hafa af samgöngum um Vík- urskarð á öllum tímum árs vegna starfa sinna eða einkaerinda. Umferðin eykst stöðugt Hjalti segir að umferð um Víkurskarð sé stöðugt að aukast og íbúarnir séu farnir að stóla á að geta alltaf komist. Hann nefnir að heil- brigðisþjónustan sé skipulögð þann- ig að íbúar austan Vaðlaheiðar þurfi sífellt meira að sækja til Akureyrar. Öll mjólkurvinnslan sé á Akureyri og þurfi að aka mjólkinni þangað og neysluvörunni á móti. Öll stórgripa- slátrun sé á Akureyri en sauðfjár- slátrunin á Húsavík. „Þá er fólk farið að stunda íþróttir og tómstundastarf yfir Vaðlaheiðina. Farið er með börn frá Húsavík á skíðaæfingar í Hlíðarfjalli. Margir sækja nám þarna á milli,“ segir Hjalti og bendir á að umferðar- talningar Vegagerðarinnar sýni að umferðin sé orðin jafnari yfir alla vikuna en áður var. „Fólk er farið að reikna með að alltaf sé hægt að kom- ast og skipuleggur líf sitt út frá því,“ segir Hjalti. Í viðtölunum komu ýmis dæmi um mikilvægi öruggra samgangna. Sjúkraflutningamenn sem voru að fara með konu á fæðingardeildina á Akureyri þurftu að fara um Dals- mynni þar sem Víkurskarð var ófært. Er þá farið um snjóflóða- hættusvæði. Svo illa vildi til að barn- ið heimtaði að komast í heiminn ein- mitt á hættusvæðinu. Snjómokstursmaður lenti í því að taka kyrrstæðan bíl með tönninni. Ökumaðurinn hafði fest bílinn og var kominn á kaf í snjó. Bíllinn var í gangi og því kann óhappið að hafa orðið til þess að ekki fór verr fyrir bílstjóranum. Daglegt líf raskast Tilgangur Vaðlaheiðarganga er ekki síst að stækka atvinnusvæðið. Hjalti bendir á að viðmælendur í könnuninni telji að líta megi svo á að svæðin beggja vegna Vaðlaheiðar séu nú þegar orðin ein heild í at- vinnulegu tilliti og í verslun og þjón- ustu. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að þegar samgöngur um Víkurskarð rofna vegna ófærðar raskast ýmislegt í daglegu lífi fólks og störfum. Hjalti nefnir að fljótlega fari að bera á vöruskorti á Húsavík vegna þess að dregið hafi úr birgða- haldi og það farið að taka mið af stöð- ugum ferðum á milli. Í samantekt niðurstaðna kemur fram að menn hafa áhyggjur af því að auðveldari sókn í verslun og þjón- ustu á Akureyri með tilkomu gang- anna muni grafa undan sömu þjón- ustu á Húsavík. Einnig komu fram áhyggjur af því að sérstök sam- félagsgerð sveitanna kynni að láta undan síga. Á móti komi að íbúar sveitanna myndu eiga greiða leið að þéttbýlissamfélaginu og gætu nýtt sér fjölbreytni þess. Íbúarnir stóla á að geta alltaf komist Ljósmynd/Vaðlaheiðargöng Vaðlaheiðargöng Göngin lengjast hægt og bítandi. Miklar tafir hafa orðið vegna vatnsleka og hruns á vinnusvæðunum og því þarf að fara varlega. Sprengingum og greftri Vaðlaheiðarganga miðar hægt. Í síðustu viku lengd- ust göngin um 39 metra. Eingöngu er grafið úr Eyja- firði. Göngin eru orðin um 5.200 metrar að lengd, eða 72,1% af heildarlengdinni. Eftir eru rúmir 2 kílómetrar. Með sama áframhaldi næst ekki að klára gangagröft á þessu ári þar sem fram- vindan þarf að vera 59 metr- ar á viku til að það hafist. Unnið er að undirbúningi þess að hefja að nýju gröft úr Fnjóskadal. Undirbúningsframkvæmdir við Vaðlaheiðargöng hófust í ágúst 2012. Ósafl, fyrirtæki ÍAV og Marti, byrjaði ganga- gröft í júlí 2013. Verklok voru áætluð í lok þessa árs en verkið hefur tafist vegna erfiðra berglaga og vatns- leka. 2.000 metr- ar enn eftir GREFTRI MIÐAR HÆGT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.