Morgunblaðið - 14.05.2016, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 14.05.2016, Qupperneq 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2016 Ég hlusta alltaf eitt-hvað á Eurovision-keppnina þegar ég hef tíma,“ segir Hall- grímur Óskarsson, sem er 49 ára í dag. „Mér finnst gaman að giska á hvað muni ná langt og hvað ekki. Ég hef aðeins hlustað á lögin sem verða í úrslit- unum í kvöld og finnst Sví- þjóð, Holland, Belgía, Austurríki og Rússland skemmtilegust. Svíþjóð gæti alveg unnið því það er lag sem þorir að vera súp- er-einfalt og einlægt og er því ákveðið mótvægi við stóru Euro-sprengjurnar sem eru orðnar ögn þreyttar.“ Hallgrímur hefur nokkrum sinnum tekið þátt í forkeppni Euro- vision sem lagahöfundur. Árið 2003 sigraði hann með lagið „Open Yo- ur Heart“ sem Birgitta Haukdal söng og svo hefur hann nokkrum sinnum verið í 2. sæti, t.d. með lögin „Undir regnbogann“ sem Ingó flutti og „Ég trúi á betra líf“ sem Magni flutti. Auk þess hafa Friðrik Ómar, Jogvan og Svavar Knútur flutt lög eftir Hallgrím í Eurovision. „Ég er enn að semja lög, það fer ekkert frá manni. Nú fyrir nokkr- um vikum kom út lagið „Revolving Doors“ sem Jóhanna Guðrún söng en lagið hefur verið spilað nokkuð mikið á helstu útvarpsstöðvum landsins upp á síðkastið og hefur að auki fengið ágæta spilun í Svíþjóð og Danmörku.“ Hallgrímur er verkfræðingur og starfar sem ráðgjafi hjá Verdicta- .com og hefur komið að ráðgjöf fyrir fyrirtæki hér heima og erlendis í allmörg ár. Einnig er Hallgrímur höfundur nýju húsnæðislausn- arinnar sem nefnist „Strax í skjól“ og hefur hlotið nokkra umræðu að undanförnu. Kona Hallgríms er Ragnheiður Eiríksdóttir, heimspeki- og jóga- kennari, og eiga þau þrjú börn, Gunnhildi Fríðu sem er 14 ára, Hrafn- hildi Birnu sem er 12 ára og Jóhannes Ragnar sem er 7 ára. Öll þau leika á hljóðfæri, Gunnhildur á píanó, Hrafnhildur á gítar og Jóhann- es á ukulele. „Það er mjög skemmtilegt að heyra þegar þau eru farin að spila og syngja saman. Þau eru metnaðarfull og leiðrétta mig undir eins ef ég er að spila eitthvert lag og ramba á rangan hljóm.“ Eurovision-farinn Hallgrímur Óskarsson. Svíþjóð gæti vel unnið í kvöld Hallgrímur Óskarsson er 49 ára í dag S igríður Anna fæddist á Siglufirði 14.5. 1946 og ólst þar upp, elst sjö systkina: „Við áttum heima syðst í bænum með óbyggð svæði í næsta ná- grenni. Ég ólst því upp við stöð- uga útileiki, berjamó á haustin og skíðaiðkun á veturna.“ Sigríður var í Barnaskóla Siglu- fjarðar, lauk landsprófi þar, lauk stúdentsprófi frá MA 1966, starf- aði í hjá Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins með hléum 1966-71, hóf nám við HÍ í íslensku, sagnfræði og grísku 1971, lauk BA-prófi 1977 og stundaði framhaldsnám í málvísindum við Háskólann í Minnesota 1982-83. Sigríður bjó í Grundarfirði þar sem maður hennar var sóknar- prestur 1974-90. Hún var kennari við Grunnskóla Eyrarsveitar 1975- 90, sat í sveitarstjórn Eyrar- sveitar fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1978-90 og var oddviti þar 1978-82 og 1986-88: „Grundarfjörður togar alltaf í okkur, þessi fallegi staður og yndislegt vinafólk okkar þar. Þar fæddust yngri dætur okkar, þaðan eigum við ómetanlegar minningar og þar eigum við sumarhús við sjóinn sem er okkar sælureitur.“ Sigríður kenndi við Gagnfræða- skólann í Mosfellsbæ 1990-91, var alþingismaður fyrir Sjálfstæðis- flokkinn í Reykjaneskjördæmi 1991-2003 og í Suðvesturkjördæmi 2003-2007, var umhverfisráðherra 2004-2006 og samstarfsráðherra Norðurlanda 2005-2006. Hún var sendiherra Íslands í Ottawa í Kanada 2008-2012. Sigríður sat í stjórn þingflokks Sjálfstæðisflokksins og var for- maður þingflokksins 1998-2003. Hún var formaður menntamála- Sigríður Anna Þórðardóttir fyrrv. ráðherra og sendiherra – 70 ára Með dætrunum Sigríður Anna og sr. Jón með dætrum sínum, Margréti Arnheiði, Jófríði Önnu og Þorgerði Sólveigu. Hæverskur, brosmild- ur dugnaðarforkur Afmælisbarnið Sigríður Anna í sól og sumaryl úti í Flatey í fyrra. Selfoss Sigurður Gauti Sigurðsson fæddist 15. maí 2015 kl. 11.55 á Heilbrigðisstofnun Suð- urlands. Hann verður því eins árs á morgun. Sigurður Gauti vó 3.615 g og var 51,5 cm langur. Foreldrar hans eru Sig- urður Sigurðsson og Lilja Dröfn Kristins- dóttir. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Verslun Tunguhálsi 10 | Sími 415 4000 | www.kemi.is | kemi@kemi.is Lyktareyðandi niðurbrotsefni fyrir safntanka ferðaklósetta

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.