Morgunblaðið - 14.05.2016, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.05.2016, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2016 BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Síðasta kvöldmáltíð Krists með læri- sveinunum er myndefni 400 ára gam- allar altaristöflu í Víðimýrarkirkju í Skagafirði. Ekki er vitað um uppruna töflunnar eða höfund en vitað er að hún hefur verið í kirkjunni frá því hún var byggð fyrir tæpum tveimur öldum og í fyrri kirkjum á staðnum allt frá sautjándu öld. Altaristaflan er svokölluð væng- brík í barokkstíl, að því er fram kem- ur í grein Guðrúnar Harðardóttur sagnfræðings um gripi Víðimýrar- kirkju í ritinu Kirkjur Íslands. Ofan á töflunni er útskorin toppbrík með ár- talinu 1616. Ártalið hefur verið talið benda til þess að altaristaflan hafi verið máluð þá. Ekkert er fullyrt um það í kirkjubókinni eða hvenær tafl- an hefur komið í kirkjuna. Á miðjumyndinni er myndefnið síðasta kvöldmáltíðin en á vængj- unum er krossfesting Krists og upp- risa. Á utanverðum vængjunum eru myndir af Móse og Jóhannesi skír- ara. Sóknarpresturinn, Gísli Gunnars- son í Glaumbæ, segir að vængirnir hafi týnst um tíma. Þeir hafi fundist í vöruhúsi á Sauðárkróki og verið sett- ir aftur á töfluna. Taflan sögð útlensk Í Kirkjum Íslands segir að getið sé um málaða brík yfir altari í vísitasíu árið 1693. Hún hefur samkvæmt því verið í fyrri kirkjum á Víðimýri, að minnsta kosti í þremur forverum nú- verandi kirkju. Kirkjan sem nú stendur er torf- kirkja sem byggð var 1834. Fljótlega eftir að hún var tekin í notkun var sérstaklega minnst á toppbríkina í vísitasíu, „sú gyllta eikarfjöl af 1616 með sínum eikarhúnum [sé] sett ofan á altaristöbluna hvar hún áður var“. Toppbrík töflunnar er sögð út- lensk. Altaristöflur í íslenskar kirkjur komu fyrr á tímum mest frá Danmörku og Þýskalandi, í gegnum Kaupmannahöfn. Fleiri gamlir gripir eru í Víðimýr- arkirkju, þeir elstu frá sautjándu öld. Prédikunarstóllinn er til dæmis mun eldri en kirkjan, sögu hans er hægt að rekja í vísitasíum aftur til ársins 1685. Málverkin á hliðum hans eru illa farin. Einnig eru munir úr kirkjunni í Þjóðminjasafni. Þar á meðal eru kal- eikur og patína, kaleikurinn er talinn smíðaður undir lok 16. aldar. Þar eru einnig leifar af krossfestingarmynd sem komin var í kirkjuna árið 1685 og gæti verið íslenskt verk. Finnur fyrir „nið aldanna“ Víðimýrarkirkja er í húsasafni Þjóðminjasafns Íslands. Torfvegg- irnir voru síðast hlaðnir upp á ár- unum 1997 og 1998 og um leið gert við það sem aflaga hafði farið. Kirkjan er sóknarkirkja og er not- uð til messuhalds og ýmiskonar at- hafna. „Það er hefð fyrir því að messa á jólanótt. Þá finnur maður alltaf fyrir nið aldanna. Það er sér- stök stemmning,“ segir séra Gísli. Ef þétt er setið geta upp undir 70 manns komist fyrir í kirkjunni. Safn- aðarstarf hefur þó að mestu flust annað, meðal annars á Löngumýri. Gísli segir að messað sé stöku sinn- um. Þar sé fermt og skírt og nokkuð um giftingar. Tvö börn voru fermd þar um síðustu helgi. Gísli nefnir að hann hafi gift þar hjónaefni frá Dan- mörku og Þýskalandi sem komu sér- staklega til að láta gefa sig saman í kirkjunni. Bæði pörin höfðu séð kirkjuna á ferðum sínum um Ísland og ákveðið að gifta sig þar. Ennþá eru einstöku útfarir gerðar frá Víði- mýrarkirkju. Meira sé þó um að út- förin sé gerð annars staðar og síðan jarðsett á Víðimýri. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Messa Séra Gísli Gunnarsson og kirkjukór Víðimýrarkirkju við fermingu barna í kirkjunni um síðustu helgi. Síðasta kvöldmáltíðin í Víðimýrarkirkju  400 ára gömul altaristafla í barokkstíl í torfkirkjunni Ljósmynd/Ívar Brynjólfsson Altaristafla Síðasta kvöldmáltíðin er myndefni miðjumyndarinnar en krossfesting Krists á vængnum til vinstri og upprisan til hægri. Umræða er í fagnefndum og bæjar- stjórnum Kópavogs og Garðabæjar um að setja sérstakar reglur um hænsnahald. Gert er ráð fyrir að hægt verði að leyfa takmarkaðan fjölda hæna á hverri lóð en hanar verði gerðir útlægir úr bæjarfélög- unum. Hænsnahald hefur færst í vöxt í þéttbýlinu og hafa sveitarfélögin verið að setja reglur um það. Stund- um koma upp mál þar sem óþrif stafa af hænsnahaldi og hanar hafa valdið ónæði hjá nágrönnum. Guðmundur H. Einarsson, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, segir að áður hafi almennur grennd- arréttur gilt. Fólk ætti að taka tillit til nágranna sinna. Eftir að hænsna- hald komst í tísku hafi sveitarfélögin farið að setja sérstakrar reglur. Allt í röð og reglu Bæjarstjórn Hafnarfjarðar setti almennar reglur um húsdýra- og gæludýrahald á árinu 2012. Þar er hænsnahald gert leyfisskylt og bæj- arstjórn heimilað að takmarka fjölda dýra. Ítarlegar reglur voru settar í Reykjavík á árinu 2014. Þar er leyfi- legt að veita leyfi fyrir 4 hænum á hverri lóð en hanar með öllu bann- aðir. Reglur Mosfellsbæjar frá árinu 2015 heimila 6 hænur og engan hana, eins og reglur Seltjarnarness sem samþykktar voru fyrr á þessu ári. Aðeins í þéttbýlinu Nú eru yfirvöld í Kópavogi og Garðabæ að ræða svipaðar reglur. Í báðum bæjarfélögunum á að banna hana og takmarka hænufjöldann. Í Garðabæ er rætt um að leyfa kofa með 6 hænum á hverri lóð. Þess ber að geta að reglurnar ná ekki til hænsnahalds á skipulögðum landbúnaðarsvæðum innan um- ræddra sveitarfélaga. helgi@mbl.is Hanar útlægir af höfuðborgarsvæði  Öll sveitarfélögin á höfuðborgar- svæðinu setja reglur um hænsnahald Morgunblaðið/Styrmir Kári Hani Enginn hani fær að vera í hænsnahópum í þéttbýlinu. SNÚÐAR Hlökkum til að heyra frá ykkur! Nolta Okkar megin áherslur eru: ◆ Liðsheildarþjálfun ◆ Leiðtogahæfni ◆ Stefnumótun og umbótastarf Sigurjón Þórðarson Sími: 893 1808 • sigurjon.thordarson@nolta.is Friðfinnur Hermannsson Sími: 860 1045 • fridfinnur.hermannsson@nolta.is Ráðgjöf og þjálfun nolta.is Vinnustofur sem styrkja og hreyfa við fólki Frekari upplýsingar á nolta.is Nolta er á Facebook Leiðtoginn á réttum kúrs Self - Navigation er skemmtileg tveggja daga vinnustofa þar sem leiðtoginn stillir af hvert hann stefnir og kemur skipulagi á sín helstu verkefni. Árni Sverrisson Sími: 898 5891 • arni.sverrisson@nolta.is Keppnisbíll sem tækni- og verk- fræðinemar við Háskólann í Reykjavík hönnuðu og ætla að koma á Silverstone-kappaksturs- brautina var afhjúpaður á Tækni- degi HR í gær. Þar voru kynnt ýmis nemendaverkefni. Nefna má litla vatnsaflsvirkun með túrbínu, virkj- un sjávaröldu, búnað til að fylgjast með rennsli í ám, sem sendir gögn með GSM. Á lokahófi námskeiðs í nýsköpun og stofnun fyrirtækja í HR í gær voru svo nokkur verkefni tilnefnd til verðlauna. Þar má nefna Quicksaver, búnað sem skynjar högg á bíl og sendir neyðarboð. Morgunblaðið/Golli Kynntu keppnisbíl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.