Morgunblaðið - 14.05.2016, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 14.05.2016, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2016 Vík í Mýrdal Fjölskylduvænt samfélag í fallegu umhverfi Mýrdalshreppur er um 550 manna sveitarfélag. Í Vík er öll almenn þjón- usta svo sem leik-, grunn-, og tónskóli, heilsugæsla, dvalar- og hjúkrunarheimili og frábær aðstaða til allrar almenn- rar íþróttaiðkunar. Náttúrufegurð er rómuð í Vík og nágrenni og samgöngur greiðar allt árið. Ferðaþjónusta er öflug og vaxandi í sveit- arfélaginu og fjölbreyttir möguleikar á því sviði fyrir fólk með ferskar hugmyndir. Lausar stöður í Vík í Mýrdal: • Leikskólastjóri Staða leikskólastjóra við leikskólann í Vík í Mýrdal er laus til umsóknar. Leikskólinn er tveggja deilda leikskóli með 30 börnum á aldrinum 1–5 ára. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af stjórnunarstörfum og viðkomandi þarf að hafa góða færni í mannlegum samskiptum og geta unnið sjálfstætt og skipulega. • Kennari á yngsta- og miðstigi • List- og verkgreinakennari Tvær stöður kennara á yngsta- og miðstigi og list- og verkgreinakennara við Grunnskóla Mýrdalshrepps eru einnig lausar til umsóknar frá og með næsta skólaári. Leitað er að hæfileikaríkum og metnaðarfullum kennurum í þessar stöður. Varðandi stöðu kennara á yngsta og miðstigi þá þarf viðkomandi að hafa gott vald á lestrar- og skriftarkennslu. • Hjúkrunarfræðingur Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa við Dvalar- og hjúkrunarheimilið Hjallatún í Vík. Um er að ræða 80% stöðu verkefnisstjóra 2, sem vinnur dagvaktir, kvöld- vaktir og bakvaktir eftir samkomulagi. Staðan er laus frá 1. júní næstkomandi. Leitað er að einstaklingi með áhuga á öldrunarmálum, með færni í mannlegum samskiptum. Laun skv. kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar veita: • Ásgeir Magnússon sveitarstjóri sveitarstjori@vik.is sími 898 3340 um stöðu leikskólastjóra. • Þorkell Ingimarsson skólastjóri skolastjori@vik.is sími 865 2258 um stöður kennara. • Guðrún Berglind Jóhannesdóttir hjallatun@vik.is sími 862 9290 um stöðu hjúkrunarfræðings. Umsóknir skal senda á framangreind netföng eða til Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík. Umsóknarfrestur er til 31. maí nk. Mýrdalshreppur - Austurvegi 17 - 870 Vík Langholtsvegi 109 · 104 Reykjavik · Iceland Talarðu frönsku? Snæland Grímsson ehf. er eitt af elstu ferðaþjónustufyrirtækum landsins og rekur öflugan flota af hópferðabílum auk þessa að reka eigin ferðaskrifstofu sem er sérhæfð í móttöku og skipulagningu ferða fyrir erlenda ferðamenn Viljum ráða frönskumælandi einstakling í fullt starf á skrifstofu okkar. Starfið felur m.a. í sér skipulagningu og utanumhald ferða með erlenda ferðamenn um Ísland auk samskipta við erlenda samstarfsaðila. Við leitum að einstaklingi með gott vald á frönsku og ensku, helst með reynslu af störfum í ferðaþjónustu Áhugasamir sendi umsókn á job@snaeland.is fyrir Ástjarnarkirkja í Hafnarfirði óskar eftir að ráða starfsmann í æskulýðsstarf kirkjunnar frá 15. ágúst nk. Starfið felst í að hafa frumkvæði að uppbyggingu á starfi fyrir börn og unglinga. Gerð er krafa um menntun á sviði guðfræði, kennaramenntun eða aðra menntun sem nýtist í starfi og reynslu af æskulýðs- starfi. Um er að ræða hálft starf. Umsóknarfrestur er til 20. maí. Nánari upplýsingar veitir Kjartan Jónsson sóknarprestur. Umsækjendur geri skriflega grein fyrir menntun sinni og reynslu. Umsóknir sendist til: Ástjarnarkirkja, Kirkjuvöllum 1, 221 Hafnarfirði. Starfsmaður í æskulýðs- starfi Ástjarnarkirkju Söngkennari Tónlistarskólinn á Egilsstöðum auglýsir eftir söngkennara í afleysingu næsta skólaár. Um er að ræða 100% stöðu. Einnig getur verið um að ræða hlutastöðu viðTónlistarskólann í Fellabæ. Ráðningin er til árs en möguleiki er á áframhaldandi starfi viðTónlistarskólana á Fljótsdalshéraði að því loknu. Viðkomandi þyrfti að geta tekið að sér stjórn stúlknakórsins Liljanna sem er samvinnu- verkefni tónlistarskólanna, Menntaskólans á Egilsstöðum og Egilsstaðakirkju. ÍTónlistarskólanum á Egilsstöðum stunda um 170 nemendur nám og íTónlistarskólan- um í Fellabæ eru um 70 nemendur. Mikið samstarf er milli tónlistarskólanna á Fljóts- dalshéraði. Skólarnir starfa innan veggja grunnskólanna og í nánu samstarfi við þá. Mestur hluti kennslunnar fer fram á skóla- tíma grunnskólanemenda en nemendur úr Menntaskólanum á Egilsstöðum sækja jafn- framt nám við skólana. Á Fljótsdalshéraði er fjölskylduvænt umhverfi og öll þjónusta innan seilingar. Héraðið er rómað fyrir náttúrufegurð, veðursæld og blómlegt mannlíf. Umsóknir sendist á netfangið daniel@egilsstadir.is og umsóknarfrestur er til 30. maí. Ísafjarðarsókn óskar eftir að ráða organista til starfa í Ísafjarðarsókn frá ogmeð 1. september 2016. Um er að ræða 65% starf við orgelleik og kórstjórn í Ísafjarðarkirkju og Hnífsdalskapellu. Kóræfingar kirkjukórsins eru einu sinni í viku. Orgelið í Ísafjarðarkirkju er 23 radda orgel frá Bruhn & Søn og var sett upp 1995. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi menntun og reynslu í orgelleik sem og kórstórn. Reynsla af fjöl- breyttu tónlistarstarfi er kostur. Umsækjandi þarf að búa yfir hæfni í mannlegum samskiptum og geta sýnt sveigjanleika í starfi. Starfskjör, réttindi og skyldur eru samkvæmt kjara- samningi Launanefndar Þjóðkirkjunnar og FÍO/- organistadeildar FÍH. Umsóknum ásamt afritum af prófskírteinum og ferilskrá skal skila eigi síðar en 18. maí 2016 og umsóknir skulu sendast til: Ísafjarðarkirkja, Sólgötu 1, 400 Ísafjörður. Að öðru leyti vísast til starfsreglna um organista nr. 823/1999. Frekari upplýsingar um starfið veita sóknarprestur sr. Magnús Erlingsson, s: 456 3171 og formaður sóknarnefndar, Björn Baldursson, s: 8484878. Sóknarnefndin. Organisti óskast Við gætum verið með næsta starfsmann mánaðarins á skrá www.capacent.is Ráðgjafar okkar búa yfir víðtækri þekkingu á atvinnulífinu og veita trausta og persónulega ráðgjöf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.