Morgunblaðið - 14.05.2016, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2016
✝ Helga Ólafs-dóttir fæddist í
Vestmannaeyjum
12. ágúst 1930. Hún
lést á dvalarheim-
ilinu Hraunbúðum í
Vestmannaeyjum 2.
maí 2016.
Helga var dóttir
hjónanna Jónínu
Pétursdóttur frá
Blómsturvöllum á
Eyrarbakka, f. 31.
ágúst 1906, d. 20 mars 1994, og
Ólafs Ragnars Jónssonar frá
Háagarði, f. 11. ágúst 1903, d.
4. nóvember 1979. Helga átti
eina systur, Elínu Ólafsdóttur,
f. 21. apríl 1927, d. 23. maí
1990. Helga giftist Sigmund Jó-
hannssyni fv. teiknara Morg-
unblaðsins, árið 1952. Þau eign-
uðust tvo syni, þá
Ólaf Ragnar Sig-
mundsson, f. 25.
maí 1952, og Hlyn
Bjarklund Sig-
mundsson, f. 20.
febrúar 1970.
Barnabörn Helgu
eru fimm og
barnabarnabörn
sjö. Helga og Sig-
mund bjuggu á
Brekastíg 12 allan
sinn búskap, en þau voru gift í
60 ár. Sigmund lést 19. maí
2012. Síðust árin bjó Helga á
dvalarheimilinu Hraunbúðum í
Vestmannaeyjum, þar sem hún
lést.
Útför Helgu fer fram frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum
í dag, 14. maí 2016, klukkan 14.
Minningar. Mikið er gott að
eiga minningar, góðar minning-
ar, það er einmitt það sem ég á
um hana Helgu mína.
Mörg sumrin átti ég á Breka-
stígnum í góðu yfirlæti hjá ömmu
og afa, allt frá barnæsku til ung-
lingsáranna og þar bjuggu líka
Helga og Simmi og Óli allir í
góðri sátt og samlyndi, seinna
fæddist þeim svo hann Hlynur
sem var aldeilis kærkomin viðbót
í fjölskylduna.
Helga var frábær kona, hún
var einlæg en ekki feimin við að
segja sínar skoðanir. Frábærar
eru í minningunni afmælisveisl-
urnar í Eyjum, súkkulaðið borið
fram í postulínskönnu og miklar
hnallþórur bakaðar sem Simmi
skreytti af mikilli snilld, eða
þjóðhátíðin þegar hústjaldinu var
tjaldað og koffortið fyllt með
bakkelsi, ég get endalaust sótt
mér góðar minningar.
Helga og Simmi hugsuðu vel
um gamla fólkið í fjölskyldunni
og eiga þakkir skilið fyrir það.
Það var einhvern veginn með
þær systurnar mömmu og Helgu
að það var allt svo vel gert hjá
þeim, matargerðin, handavinnan
garðarnir þeirra og blómin, allt
var svo fallegt.
Helga hefur kvatt þennan
vettvang og haldið ferð sinni
áfram sæl og sátt við líf sitt hér
og á hún þökk mína skilið fyrir
allt það góða sem hún skildi eftir í
sjóði minninga minna. Guð geymi
góða konu.
Við Eddi sendum Óla, Hlyn og
fjölskyldum þeirra okkar samúð-
arkveðjur. Þín systurdóttir,
Steinunn H.
Guðbjartsdóttir.
Helga Ólafsdóttir
Það er hægt að
segja mjög margt
um hann afa minn.
Hann var góður,
blíður, frábær.
Hann var fyndinn – ótrúlega var
hann fyndinn, hafði alltaf að
minnsta kosti einn góðan brand-
ara uppi í erminni.
Hann var sterkur, man þegar
hann klauf epli í tvennt með ber-
um höndum og þegar hann lyfti
mér upp á eyrunum.
Hann var klár, snjall og dug-
legur.
Ég dáðist alltaf að honum hvað
hann var góður í höndunum, held í
alvöru að það hafi ekki verið neitt
sem hann ekki kunni að byggja og
hann gat látið hvað sem er vaxa og
dafna í Sléttuhlíðinni, mig líka.
Mér leið alltaf vel þegar ég var
með afa, vildi bara að ég hefði ver-
Jón Gestur Jónsson
✝ Jón GesturJónsson fædd-
ist 26. september
1926. Hann lést 19.
apríl 2016. Útför
hans fór 27. apríl
2016.
ið oftar með honum.
En það sem ég man
best eftir eru sög-
urnar sem hann
sagði mér.
Ég gat setið og
hlustað á hann segja
sögur í marga
klukkutíma og aldrei
orðið leiður á því.
Hann var af-
burðasögumaður og
ég hef alltaf reynt að
temja mér það að segja sögur eins
vel og afi minn og ég vona að ég
verði það einhvern tímann.
Afi kenndi mér líka fullt.
Hvernig á að halda á hamri,
hvernig á að hjóla aftur á bak,
hvernig á að hlusta og alveg ótrú-
lega margt annað, listinn er eig-
inlega of langur til þess að skrifa
hér.
Eitt ætla ég samt að nefna sér-
staklega.
Hann afi minn kenndi mér að
lesa ljóð. Hann kenndi mér að lesa
Davíð Stefánsson og hann las fyr-
ir mig Bjólu-Hjálmar, fór með vís-
ur og sagði mér frá Kristjáni
Fjallaskáldi. Mér þótti og þykir
alltaf mjög vænt um það, takk fyr-
ir mig.
Núna langar mig að skilja þetta
ljóð eftir fyrir þig afi minn.
Dúnmjúkum höndum strauk kulið um
krónu og ax,
og kvöldið stóð álengdar, hikandi, feimið
og beið.
Að baki okkur týndist í mistrið hin l
angfarna leið,
eins og léttstigin barnsspor í rökkur
hins hnígandi dags.
Og við settumst við veginn, tveir
ferðlúnir framandi menn,
eins og fuglar, sem þöndu sinn væng
yfir úthöfin breið.
Hve gott er að hvíla sig rótt, eins og
lokið sé leið,
þótt langur og eilífur gangur bíði manns
enn.
(Steinn Steinarr)
Nú myndi ég glaður þiggja
brjóstsykurinn og Tuma-nafnið
líka,
Georg Atli.
Ef ég ætti að velja eitt orð til
þess að lýsa honum afa mínum
væri það karakter. Því ef ég fer
yfir allar þær minningar sem ég á
af afa mínum þá er hann alltaf
miðpunkturinn. Alveg sama hvort
sem það var stórveisla eða bara ég
og hann uppi í Sléttuhlíð.
Afi var svo mikill persónuleiki
að hann fyllti hvert rými af nær-
veru sinni.
Afi var ótrúlega fyndinn, mín
fyrsta minning af afa er þegar við
vorum uppi í Sléttuhlíð að kvöldi
til þar sem afi var með kúst sem
hanakamb syngjandi og leikandi
með Spike Jones.
Sem barn leit ég upp til hans
sem ofurhetju, hann gat allt og
gerði allt.
Hann var sterkastur og dug-
legastur. Sem unglingur uppgötv-
aði ég að hann var ekki bara dug-
legur kraftakarl heldur mikill
sögumaður og allir hlutirnir sem
hann hafði upplifað voru ótrúlegir.
Sem fullorðinn maður fór ég að
líta upp til hans fyrir manneskj-
una sem hann var, hvernig hann
kom fram við náungann var virð-
ingavert og eitthvað sem ég mun
tileinka mér.
Ég dáist að samskiptum hans
og ömmu, að vera yfir sig ástfang-
inn alla sína ævi upplifa ekki allir
en þau gerðu það svo sannarlega.
Þú verður alltaf mín fyrirmynd
og ég er ævinlega þakklátur að
hafa átt afa eins og þig.
Vilhjálmur Freyr
Hallsson.
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Ellert Ingason
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Útfarar- og lögfræðiþjónusta
Við önnumst alla þætti undir-
búnings og framkvæmd útfarar
ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og
umhyggju að leiðarljósi
og af faglegum metnaði.
Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR KETILL GUNNARSSON,
Hellulandi 8, Reykjavík,
lést á Hjúkrunarheimilinu Mörk þann 7. maí
sl. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju
föstudaginn 20. maí klukkan 15. Blóm og kransar vinsamlegast
afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á
framtíðarsjóð Hjálparstarfs kirkjunnar.
.
Sigríður Theodóra Guðmundsdóttir,
Guðríður Sigurðardóttir,
Gunnar Sigurðsson, Gerður Harpa Kjartansd.,
Sigurður Grétar Sigurðss., Anna Elísabet Gestsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar
móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
ÓLAFAR JÓNSDÓTTUR
kerfisfræðings,
Asparfelli 12.
.
Ingibjörg Ýr Gísladóttir, Guðmundur T. Magnússon,
Jón Níels Gíslason, Erla Aradóttir,
Vilborg K. Gísladóttir, Sigurður Friðriksson
og fjölskyldur.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi,
OLGEIR ÞORSTEINSSON
frá Ölviskrossi,
til heimilis að Bárugötu 18,
Akranesi,
verður jarðsunginn frá Akraneskirkju 17. maí kl. 13.
Fyrir hönd vandamanna,
.
Arndís Kristín Daðadóttir.
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar ástkærrar
eiginkonu minnar, móður, tengda-móður,
ömmu og langömmu,
ÁSU O. ÞORSTEINSDÓTTUR,
Hæðargarði 29, Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
hjúkrunarheimilisins Skjóls fyrir frábæra
umönnun í veikindum hennar.
.
Sverrir Axelsson,
Kristín Sverrisdóttir,
Ragnheiður Sverrisdóttir, Hjalti Hugason,
Þorsteinn Sverrisson, Magnea Einardóttir,
Ólafur Sverrisson, Ellen Símonardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
AUÐUNN BERGSVEINSSON,
rafvirki,
Gullsmára 11,
áður Melgerði 34, Kópavogi,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 10. maí sl. Útför hans fer
fram frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 17. maí klukkan 13.
.
Ingibjörg Þorbergsdóttir,
Guðjón Atli Auðunsson, G. Jórunn Sigurjónsdóttir,
Haraldur Auðunsson, Sigurbjörg Arndís Guttormsd.,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför kærs eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
ÞORSTEINS MAGNÚSSONAR,
Víðimel 65.
.
Þórdís Þorgeirsdóttir,
Þórrún S. Þorsteinsdóttir, Reynir Sigurðsson,
Þórný Ásta Þorsteinsdóttir,
Þórður Geir Þorsteinsson, Ana Martha Helena
og barnabörn.
Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærrar ömmu, langömmu og
langalangömmu okkar,
KRISTRÚNAR GUÐJÓNSDÓTTUR,
Bláskógum 11, Hveragerði,
sem jarðsett var þann 12. maí í kyrrþey frá
Fríkirkjunni í Reykjavík að ósk hinnar
látnu.
Sérstakar þakkir til starfsfólks og annarra fyrir góða umönnun á
Ási, dvalar- og hjúkrunarheimili í Hveragerði, Hjúkrunarheimilinu
Grund og Sjúkrahúsi Suðurlands.
.
Kristján Helgi Lárusson, Hrönn Waltersdóttir,
Lárus H. Kristjánsson, Ragnheiður Magnúsdóttir,
Rúnar K. Kristjánsson, Linda Jóhannsdóttir,
Sonja Ó. Kristjánsdóttir, Á. Örlaugur Magnússon,
Guðjón Ó. Kristjánsson, Karen Björk Sigríðardóttir,
Hera Guðmundsdóttir
og langalangömmubörn.
Elskulegur faðir okkar, bróðir og sonur,
STEINGRÍMUR GÍSLASON,
Vejle, Danmörku,
sem lést af slysförum erlendis þann 26.
apríl, verður jarðsunginn frá
Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 17. maí
klukkan 13.
Allir velkomnir.
.
Tristan Andri,
Baltasar Breki,
Kristín Andrésdóttir, Valdimar Þór,
Gísli Steingrímsson, Unnur Birgisdóttir,
Kristinn Gíslason,
Gabríel Gíslason,
Sunna Elvira,
Þorkell Love,
Gísli Steingrímsson, Kristín Andrésdóttir.
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Auðbrekku 1, Kópavogi Útfararþjónusta síðan 1996
Vaktsímar: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is • Allan sólarhringinn
ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
Kristín
Ingólfsdóttir
Hilmar
Erlendsson
Sverrir
Einarsson