Morgunblaðið - 14.05.2016, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.05.2016, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2016 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Michel Temer, bráðabirgðaforseti Brasilíu, hefur myndað nýja ríkis- stjórn sem nýtur stuðnings margra frammámanna í viðskiptalífi lands- ins. Stjórnmálaskýrendur telja þó að mjög erfitt verði fyrir nýju stjórnina að leysa vandamál sem stuðluðu að falli Dilmu Rousseff sem þurfti að láta af störfum í allt að hálft ár eftir að þingið samþykkti málshöfðun á hendur henni til embættismissis. Temer kvaðst ætla að leggja áherslu á að bæta rekstrarskilyrði fyrirtækja til að auðvelda þeim að fjárfesta, auka framleiðsluna og skapa ný störf með það að markmiði að blása lífi í efnahaginn eftir mesta samdrátt í landinu í rúma þrjá ára- tugi. Margir fréttaskýrendur efast þó um að stjórnin hafi burði til að knýja fram nauðsynlegar efnahags- umbætur og útlit er fyrir mikla ólgu í stjórnmálum landsins næstu mánuði eftir að þrettán ára valdatíma Verkamannaflokksins lauk. Ráðherrar sakaðir um spillingu Rousseff var ákærð til embættis- missis fyrir að hagræða ríkisreikn- ingum en hún neitar sök og segir að stjórn sín hafi beitt reikningsskila- aðferðum sem hafi lengi viðgengist í Brasilíu og geti ekki réttlætt máls- höfðun til embættismissis. Margir fréttaskýrendur hafa tekið undir þetta og telja að flestir þingmann- anna sem studdu málshöfðunina hafi í raun lagst gegn henni vegna mik- illar óánægju almennings með efna- hagsóstjórn hennar og spillingu sem hefur gegnsýrt stjórnkerfið. Rousseff er sökuð um að hafa reynt að hindra rannsókn á spilling- unni, meðal annars mútugreiðslum til stjórnmálamanna Verkamanna- flokksins og fleiri flokka, þeirra á meðal þingmanna sem greiddu at- kvæði gegn henni. Temer hefur ekki sætt rannsókn vegna spillingar en hermt er að vitni hafi sagt saksókn- urum að hann sé viðriðinn mútu- greiðslurnar. Nokkrir ráðherrar í stjórn hans eru á meðal þeirra sem spillingarrannsóknirnar beinast að. Sakaður um hentistefnu Temer hefur verið leiðtogi mið- vinstrihægriflokksins PMDB í fimm- tán ár en nýtur ekki mikillar lýðhylli. Í nýlegri könnun sögðust aðeins 2% myndu kjósa hann í forsetakosning- um. Flokkurinn hefur lengi verið í oddastöðu á þinginu og hefur verið þekktur fyrir að haga seglum eftir vindi til að auka pólitísk áhrif sín. Te- mer var t.a.m. forseti neðri deildar þingsins í forsetatíð Fernando Henrique Cardoso á árunum 1995 til 2002 þegar hann stóð fyrir einka- væðingu ríkisfyrirtækja og mark- aðsumbótum. Þegar Verkamanna- flokkurinn komst til valda undir forystu Luiz Inacio Lula da Silva og síðar Rousseff gegndi Temer mikil- vægu hlutverki í því að koma efna- hagsstefnu þeirra í framkvæmd, einkum eftir að hann varð varafor- seti í janúar 2011. Ásakanir um hentistefnu og mútugreiðslur til þingmanna flokksins kynda undir efasemdum um að Temer sé rétti maðurinn til að stjórna landinu. Temer 75 ára lögfræðingur, sonur kristinna hjóna sem fluttu búferlum til Brasilíu frá Líbanon nokkrum ár- um eftir fyrri heimsstyrjöldina. Hann sérhæfði sig í stjórnlagafræði, hefur skrifað bækur um stjórnar- skrána og einnig ljóðabók sem var gefin út fyrir nokkrum árum. Veikur forseti og bendlaður við spillingu  Michel Temer er ekki talinn hafa burði til að leysa vanda Brasilíu Íbúafjöldi: 204 milljónir Brasilía Heimild :WorldBank/IMF/UN/TransparencyInternational/BrazilBusiness Sao Paulo Rio de Janeiro Efnahagur Hagvöxtur í% -3,8 2016 Spá 3,2 2005 6,1 2007 -0,1 2009 7,5 2010 3,0 2013 10 Fjöldi kvenna sem eiga sæti á þingi landsins í% Kína 83 Mest spilling Minnst spilling Brasilía er í 76. sæti á lista alþjóðasamtakanna Transparency International þar sem lagt er mat á spillingu* *168 ríki eru á listanum Landsframleiðsla á mann 11.727$ (1.444.414 kr.) Verðbólga 9,9% Atvinnuleysi 6,8% 0,1 2014 76 S-Afríka 61 Bandaríkin 16 Argentína 107 Rússland 119 Trúarbrögð % Kaþólskir 64,6 Mótmælendur 22,2 Aðrir 13,2 BRAS IL ÍA BRASILÍA Stærð: 8,36 milljónir ferkm 1.000 km AFP Ólga Stuðningsmenn Dilmu Rousseff mótmæla í borginni Sao Paulo eftir að þingið samþykkti málshöfðun á hendur forsetanum til embættismissis. Stjórn hvítra karla » Í nýrri ríkisstjórn Brasilíu undir forystu Michels Temers eru 24 ráðherrar og þeir eru allir hvítir karlmenn. Tæp 48% íbúa landsins eru hvítir. » „Þetta er í fyrsta skipti frá einræði hersins [1964-85] sem ekki ein einasta kona á sæti í stjórninni. Þetta er mikið áhyggjuefni,“ hefur fréttaveit- an AFP eftir brasilíska stjórn- málaskýrandanum Ivar Hart- mann. » Dilma Rousseff, sem lét af störfum sem forseti, var fyrsta konan til að gegna embættinu og skipaði alls 15 konur í stjórnina á valdatíma sínum. Þúsundir manna söfnuðust saman í Beirút, höfuðborg Líbanons, í gær til að fylgja helsta herforingja samtak- anna Hizbollah til grafar eftir að skýrt var frá því að hann hefði látið lífið í Sýrlandi. Mustafa Amine Ba- dreddine beið bana í mikilli spreng- ingu nálægt flugvellinum í Damas- kus, höfuðborg Sýrlands, að sögn samtakanna. Leiðtogar Hizbollah, samtaka sjíta í Líbanon, hafa sent þúsundir liðsmanna þeirra til Sýrlands þar sem þeir hafa barist með hermönn- um einræðisstjórnar landsins ásamt hermönnum klerkastjórnarinnar í Íran. Stjórnvöld í Bandaríkjunum sögðu í fyrra að Badreddine hefði stjórnað öllum hernaðaraðgerðum Hizbollah í Sýrlandi frá árinu 2011. Ákærður fyrir morðið á Hariri Ekki var vitað í gær hverjir urðu Badreddine að bana. Í fyrstu frétt sjónvarpsstöðvar í Líbanon um fall hans var sagt að hann hefði beðið bana í sprengjuárás Ísraelshers. Í tilkynningu sem Hizbollah gaf út skömmu síðar til að staðfesta dauða Badreddine var hins vegar ekki minnst á herinn í Ísrael. Í tilkynningu Hizbollah segir að hann hafi gegnt mikilvægu hlutverki í starfi samtakanna frá árinu 1982. Baddreddine var 55 ára og tók við foringjahlutverkinu af bræðrungi og mági sínum, Imad Mughniyeh, sem lét lífið í sprengjuárás í Damaskus árið 2008. Samtökin sökuðu Ísr- aelsher um þá árás. Frændurnir tveir eru sagðir hafa unnið saman að sprengjuárás á bækistöðvar banda- rískra hermanna í Beirút í október 1983 þegar 241 beið bana. Baddreddine var einnig ákærður ásamt fleiri liðsmönnum Hizbollah fyrir að hafa myrt Rafik Hariri, fyrr- verandi forsætisráðherra Líbanons, árið 2005. Helsti herforingi Hizbollah fallinn  Stjórnaði liði samtakanna í Sýrlandi AFP Útför Mustafa Amine Badreddine borinn til grafar í Beirút. Askalind4,Kópavogi Sími 564 1864 www.vetrarsol.is w w w .h el iu m .is Sláuvél með dri B&S 450E mótor Hækkun í einu handfangi 55 lítra graskassi Frábær heimilisvél Lúxus sláuvél með dri B&S 625E mótor, auðveld gangsetning Tvískiptur sláuhnífur, slær 2svar 70 lítra kassi, "notendavænn" Frábær vél í estan slá Sga Collector 46 SB Sga TwinClip 50 SB Sjálfskiptur lúxus sláutraktór Kawazaki FS600V mótor, þrýssmurður Notendavænt sæ og stýri 320 lítra graskassi Frábær traktór í stærri svæði Sga Estate 7102 H Léttu þér lífið með Stiga sláttuvél

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.