Morgunblaðið - 14.05.2016, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.05.2016, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2016 Björn Bjarnason ritaði athygl-isverða grein um útlendinga- mál hér í blaðið í gær. Þar bendir hann á þann vanda sem margar Evrópuþjóðir glíma við vegna þessara mála, að- varanir Europol og 55 svæði í Svíþjóð sem lög- reglumenn hætta sér ekki inn í.    Hér á landi hefur verið reyntað kæfa alla umræðu um þessi mál og menn hrakyrtir og kallaðir uppnefnum sem voga sér að lýsa áhyggjum sínum og vilja fara varlega.    Í grein sinni bendir Björn með-al annars á umsögn lögreglu- stjóranna á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, sem nýtur stuðnings Lögreglustjórafélags- ins, þar sem varað er við að „sú mikla áhersla sem lögð er á mannúð í frumvarpinu […] grafi undan öryggissjónarmiðum sem lögreglu ber að hafa í forgangi“ ekki síst á tímum þegar sýnt er „að flóttamenn séu hagnýttir í ólögmætum tilgangi af glæpahóp- um“.    Þessi afstaða kemur ítrekaðfram í umsögn lögreglustjór- anna og sýnir að full þörf er á að fara vandlega yfir frumvarpið áð- ur en það verður samþykkt.    Vissulega er mannúð mikilvægí öllum málum en stjórnvöld mega ekki gleyma því að tryggja öryggi landsmanna.    Og það má ekki viðhafa þáþöggun í þessum málaflokki að aðvaranir eins og þær sem lögreglustjórarnir setja fram í umsögn sinni nái ekki inn í um- ræðuna. Aðvörunarorð lögreglustjóranna STAKSTEINAR Veður víða um heim 13.5., kl. 18.00 Reykjavík 7 súld Akureyri 7 léttskýjað Nuuk 5 heiðskírt Þórshöfn 6 heiðskírt Ósló 10 léttskýjað Kaupmannahöfn 17 heiðskírt Stokkhólmur 13 léttskýjað Helsinki 12 heiðskírt Lúxemborg 16 rigning Brussel 21 léttskýjað Dublin 16 heiðskírt Glasgow 12 heiðskírt London 19 heiðskírt París 19 rigning Amsterdam 19 heiðskírt Hamborg 19 heiðskírt Berlín 18 heiðskírt Vín 12 rigning Moskva 14 heiðskírt Algarve 18 skýjað Madríd 16 léttskýjað Barcelona 16 rigning Mallorca 18 léttskýjað Róm 18 skýjað Aþena 28 heiðskírt Winnipeg 0 skýjað Montreal 21 skýjað New York 17 rigning Chicago 14 heiðskírt Orlando 27 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 14. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:14 22:35 ÍSAFJÖRÐUR 3:54 23:05 SIGLUFJÖRÐUR 3:36 22:49 DJÚPIVOGUR 3:38 22:11 Landsvirkjun gerir ráð fyrir að út- boðsferli vegna framkvæmda við Hvammsvirkjun í Þjórsá hefjist á næsta ári og ráðist verði í fram- kvæmdir fljótlega eftir það. Kemur þetta fram í tillögu að matsáætlun vegna endurskoðunar umhverfis- mats vegna virkjunarinnar sem lagt hefur verið fyrir Skipulags- stofnun. Landsvirkjun er að láta endur- skoða umhverfismat vegna virkj- unarinnar. Skipulagsstofnun úr- skurðaði að gera þyrfti nýtt mat á áhrifum hennar á ferðaþjónustu og útivist og landslag og ásýnd lands þar sem forsendur hefðu breyst frá því umhverfismat virkjana í neðri- hluta Þjórsár var gert fyrir rúmum áratug. Athugasemdum svarað Fimm athugasemdir bárust þeg- ar drög að tillögu að matsáætlun voru kynnt í febrúar og mars. Þeim er svarað í endanlegri tillögu sem nú hefur verið lögð fram. Almenningur getur kynnt sér skýrsluna hjá Skipulagsstofnun og á vefsíðu Eflu. Frestur til að gera athugasemdir rennur út 27. maí næstkomandi. Jafnframt leitar Skipulagsstofnun eftir umsögnum sveitarfélaga og nokkurra ríkis- stofnana. Landsvirkjun stefnir að því að leggja fram matsskýrslu með haustinu. helgi@mbl.is Útboðsferli hefjist á næsta ári Þrívíddarmynd/Landsvirkjun Hvammsvirkjun Efsta virkjunin í Neðri-Þjórsá verður í landi Hvamms. Eignarhlutur Landsbankans í Eyri Invest til sölu Landsbankinn hf. býður til sölu allt að 23,3% af útgefnum A-hlutum í fjárfestinga- félaginu Eyri Invest hf. Eignarhluturinn er boðinn til sölu í heild eða að hluta. Eyrir Invest er fjárfestingafélag sem stofnað var árið 2000. Helstu fjárfestingar félagsins eru 29,3% eignarhlutur í Marel hf. og 33,7% eignarhlutur í Eyri Sprotum slhf., fjárfestingafélagi sem fjárfestir í nýsköpunarfyrirtækjum. Eiginfjárhlutfall Eyris var 54,5% um síðustu áramót samkvæmt ársreikningi. Söluferlið fer fram í samræmi við stefnu Landsbankans um sölu eigna í eigu bankans og er öllum opið sem teljast vera hæfir fjárfestar samkvæmt skilgreiningu í 9. tölulið 43. greinar laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti. Áhugasamir fjárfestar geta haft samband við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans með því að senda tölvupóst á netfangið eyrir@landsbankinn.is, auk þess sem nálgast má stutta sölukynningu, trúnaðaryfirlýsingu, eyðublað vegna hæfismats og upplýsingar um hugsanlega hagsmunaárekstra á vef bankans, www.landsbankinn.is. Þeir fjárfestar sem uppfylla hæfismat fyrir þátttöku í söluferlinu fá afhent ítarlegri kynningargögn um Eyri Invest og gera tilboð á grundvelli þeirra gagna. Eingöngu verður tekið við tilboðum sem berast á stöðluðu tilboðsformi og samkvæmt þeim skilmálum sem þar koma fram og fjárfestar munu fá afhent hjá umsjónaraðila söluferlisins, Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans. Fjárfestum er bent á að frestur til að skila inn trúnaðaryfirlýsingu og hæfismati vegna þátttöku í söluferlinu hefur verið framlengdur, frá því sem áður var auglýst, til kl. 12:00 föstudaginn 20. maí 2016. Frestur til að skila tilboðum rennur út kl. 12:00 miðvikudaginn 1. júní 2016. Tvítugur karlmaður var sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness af ákæru um að hafa nauðgað stúlku fyrir tveimur árum með því að hafa not- fært sér yfirburði sína gagnvart henni vegna aldurs og aflsmunar og hún ekki getað spornað við verknað- inum sökum áhrifa fíkniefna, ölvun- ar og svefndrunga. Stúlkan var 16 ára en karlmaðurinn 18 ára. Í dómi héraðsdóms kemur fram að maður- inn og stúlkan hafi verið saman í partíi umrædda nótt, en auk þeirra voru þar fleiri ungmenni. Ákærði segir í framburði sínum að hann hafi verið í sambandi við stúlkuna til að fá hana í partíið og sagt að hann vildi sofa hjá henni. Hún hafi tekið undir það og komið. Þar hafi hún fengið sér fíkniefni sem hann bauð. Ásamt öðru pari hafi þau svo legið hálfnakin uppi í rúmi og farið að snerta hvort annað kynferðislega. Fram kemur að frásögn ákærða hafi verið trúverðug en ósamræmis hafi gætt í framburði stúlkunnar. Telur dómurinn að miðað við það sem fram hafi komið í málinu hafi karl- maðurinn haft réttmæta ástæðu til að ætla að stúlkan væri samþykk samförunum, í öllu falli hafi ekki verið fyrir hendi ásetningur til þess að þvinga brotaþola til kynmaka. Karlmaður sýknaður í héraðsdómi af ákæru um nauðgun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.