Morgunblaðið - 14.05.2016, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2016
STANGVEIÐI
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Veiðin hefur verið frábær, þetta er
gamla góða Hlíðarvatn,“ sagði kátur
veiðimaður í vikunni eftir að hafa
kastað flugum sínum í Hlíðarvatn í
Selvogi, með afbragðs árangri. Fékk
hann allmargar og vel haldnar
bleikjur af ýmsum stærðum.
Margir unnendur þessarar veiði-
perlu í Selvoginum, þar sem veitt er
á tólf dagsstangir frá maíbyrjun til
hausts, hafa verið áhyggjufullir yfir
þróun mála í vatninu síðustu tvö
sumur, þegar taka datt niður
snemma í maí eftir kuldakast og
gekk veiðimönnum illa að finna
fiskana eftir það. Um leið dró úr
ásókn og veiðitölur versnuðu; sum-
arið 2009 veiddust sem dæmi 3.663
bleikjur í Hlíðarvatni en sumarið
2014 ekki nema 763. Í fyrrasumar
mun veiðin síðan hafa verið enn
minni – söguleg lægð.
Blaðamaður hefur lengi verið unn-
andi vatnsins og alls ekki sann-
færður um að ástandið væri jafn
slæmt og þeir svartsýnustu hafa
fullyrt síðustu ár. Í það minnsta hef-
ur hann lent í ágætum „skotum“ í
vatninu í maí og júní síðustu sumur.
En nú byrjaði veiðin frábærlega,
strax 1. maí, og hefur áfram verið
góð. Í raun svo góð að samanlögð
veiði fyrstu tólf dagana hlýtur að
slaga upp í heildarveiðina allt sum-
arið í fyrra. Sem dæmi þá veiddust
um eitthundrað silungar strax fyrstu
tvo dagana á fimm stanganna, hjá
veiðifélögunum Ármönnum og Ár-
bliki. Ekki hafa allir lent í viðlíka
tökustuði á bleikjunni en þó hefur
veiðin verið góð áfram. Veiðifélagar
sem voru með tvær dagsstangir á
mánudaginn færðu 40 bleikjur til
bókar hjá Ármönnum og voru þá 150
fiskar komnar í þá veiðibók eina.
Bleikjurnar voru tökuglaðar, tóku
hefðbundnar smáar púpur, Krókinn,
Ölmu Rún, Peacock, og inn á milli
voru þrælvænir fiskar, allt að 54 cm
langir. Þá fékk annar veiðimann-
anna óvænta veiði við Hlíðarey, vel
haldinn 53 cm sjóbirting, en þeim er
að fjölga í þessu vatni sem öðrum
víða um land.
Nokkrar enn stærri bleikjur hafa
veiðst í Hlíðarvatni í vor, til að
mynda ein 62 cm sem tók Engja-
flugu númer 16, örsmáa, í Botnavík
og allmargar yfir 50 cm hafa veiðst.
Um hundrað birtinga holl
Margir hafa haft áhyggjur af
vatnsleysi ánna í Landbroti þar sem
efsti hluti hins fornfræga veiðivatns
Grenlækjar nær þornaði upp. Nú er
reynt að bæta úr því, með því að
veita vatni á hraunið. Veiði hófst í
vikunni í neðsta hluta Grenlækjar,
Fitjaflóði, og hefur veiðst mjög vel
enda vatnsstaðan betri á sléttlend-
inu þar neðan hraunsins. Fyrsta
hollið náði um 80 sjóbirtingum og
hópur Keflvíkinga sem skipaði
þriðja hollið lauk veiðum í gær.
„Það gekk mjög vel,“ sagði einn
þeirra, Óskar Færseth. „Það er mik-
ill fiskur á svæðinu en einkum geld-
fiskur. Við veltum fyrir okkur hvort
hrygningarfiskurinn gæti enn verið
ofar í ánni eða þá genginn út.
Það er minna vatn í Flóðinu en við
erum vanir en við lentum í flottu
veðri og sáum töluvert mikið af
fiski.“ Óskar bætir við að geldfiskur-
inn hafi tekið vel og hafi megni
aflans verið sleppt; veiðin var rúm-
lega eitthundrað fiskar. „Þetta var
þrælgaman og við erum alsælir.“
Morgunblaðið/Einar Falur
Enn ein á! Veiðimaður hefur sett í bleikju við Hlíðarey í Hlíðarvatni. Veiðin hefur byrjað afar vel í vatninu.
„Þetta var þrælgaman
og við erum alsælir“
Mjög góð byrjun í Hlíðarvatni Tökugleði í Fitjaflóði
Íslensk skip máttu hefja úthafs-
karfaveiðar á Reykjaneshryggnum
sl. þriðjudag samkvæmt ákvörðun
stjórnvalda. Karfakvótinn hefur ver-
ið skorinn mikið niður undanfarin ár
og þannig nemur kvóti skipa HB
Granda ekki nema þriðjungi þess
magns sem félagið fékk úthlutað fyr-
ir þremur árum, segir í frétt frá fyr-
irtækinu.
Þar kemur ennfremur fram að
það hafi verið fínasta veiði fyrstu tvo
daga vertíðarinnar. „Rússarnir eru
búnir að vera hér í einhvern tíma
fyrir utan 200 mílna línuna og við
mættum nokkrum þeirra á útleið-
inni. Ætli að þeir hafi ekki verið að
fara inn til löndunar,“ sagði Trausti
Egilsson, skipstjóri á Örfirisey RE, í
samtali við tíðindamann.
Að sögn Trausta er harkalegur
niðurskurður kvótans trúlega
ástæðan fyrir því að aðeins þrjú ís-
lensk skip hófu veiðar þegar þær
máttu hefjast. Auk Örfiriseyjar voru
það Þerney RE og Mánaberg ÓF.
Örfirisey hefur aðallega verið að
toga á 700-850 metra dýpi og þar sé
betri karfa að fá en ofar. Þessi fiskur
sé reyndar ekki mjög stór en henti
ágætlega fyrir vinnsluna, er haft eft-
ir Trausta.
Úthafskarfakvóti skipa HB
Granda er um 760 tonn á þessari
vertíð. Hann var 850 tonn í fyrra og
fyrir þremur árum nam hann 2.388
tonnum.
Úthafskarfaveiðar hafnar
Ljósmynd/HB Grandi
Úthafskarfaveiðar Örfirisey hefur veitt vel á Reykjaneshrygg í vikunni.
Karfakvótinn
skorinn mikið nið-
ur síðustu árin
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Meðferð eineltismála í skóla- og frí-
stundastarfi var til umræðu á fundi
skóla- og frístundaráðs Reykjavík-
urborgar í vikunni. Var þar sam-
þykkt að beina því til borgarráðs að
fenginn yrði óháður aðili til að fara
yfir verkferla starfsstöðva skóla- og
frístundasviðs vegna eineltis og sam-
skiptavanda barna.
„Okkur fannst mikilvægt að taka
þetta inn á fund ráðsins að gefnu til-
efni,“ segir Skúli Helgason, borgar-
fulltrúi Samfylkingar og formaður
ráðsins, í samtali við Morgunblaðið.
Vísar Skúli í máli sínu til grófs ein-
eltismáls sem nýverið kom upp í
Austurbæjarskóla í Reykjavík. En
þar veittist hópur nemenda að
stúlku, sem einnig er nemandi í skól-
anum, með grófu ofbeldi og var
ódæðið tekið upp á myndband.
„Við vorum slegin miklum óhug,
enda alvarlegt að sjá svona hluti ger-
ast í borginni okkar. Og vildum nota
tilefnið og fara yfir verkferla, þ.e.
hvað gerist í skólunum, við frístund
og almennt í borgarkerfinu þegar
svona mál koma upp,“ segir Skúli.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og
Framsóknar og flugvallarvina lögðu
fram tillögu þess efnis að ráðið sam-
þykkti að komið yrði á fót eineltis-
ráði. „Mér finnst þetta athyglisverð
hugmynd sem t.d. mætti vísa til
þessa óháða aðila sem mun annast
úttektina,“ segir hann.
Efla þarf forvarnir til muna
Marta Guðjónsdóttir, varaborgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem sit-
ur í skóla- og frístundaráði, segir að
með myndun eineltisráðs yrði komið
á fót hlutlausum vettvangi sem for-
eldrar og skólar gætu leitað til þegar
ekki væri unnt að greiða úr málum á
vettvangi.
„Ráðið yrði skipað sérfræðingum
og fulltrúum foreldra sem myndu
veita ráðgjöf og leita lausna í erf-
iðustu málunum. En sum mál er ein-
faldlega ekki hægt að leysa á vett-
vangi. Við höfum séð of mörg slík
mál á undanförnum misserum og því
er full þörf á því að skapa þetta úr-
ræði,“ segir hún.
Þá segir Marta einnig mikilvægt
að efla forvarnir til muna og tryggja
ábendingarleiðir ef grunur vaknar
um eineltismál og sömuleiðis ef nem-
endur telja að þeir séu lagðir í einelti
í skólanum.
Eineltismál inn á
borð borgarinnar
Marta
Guðjónsdóttir
Skúli
Helgason
Vilja að óháður aðili
fari yfir alla verkferla
Mangójógúrt
Ástæða þess
að þú átt að velja
lífræna jógúrt!
• Engin aukefni
• Meira af Omega-3
fitusýrum
• Meira er af CLA fitusýrum
sem byggja upp vöðva
og bein
• Ekkert undanrennuduft
• Ánmanngerðra
transfitusýra
• Lífrænn hrásykur
biobu.is - Lífrænar mjólkurvörur