Orð og tunga - 01.06.2001, Side 11
Baldur Jónsson
Lítil snæfölva1
IInngangur
Nýyrðið tölva, sem var myndað 1965, hefir orðið til þess að beina nokkurri athygli
að u'ön-stofnum á síðustu árum (sjá t.d. Höskuld Þráinsson 1982, Kjartan G. Ottósson
1983 og Baldur Jónsson 1994). Þeir eru, sem kunnugt er, afar fáliðaður undirflokkur
ön-stofna, raunar svo mjög að varla hefir þótt taka því að kalla þá flokk. í þeim ritgerðum
sem hér var vitnað til og í helstu handbókum hafa ekki verið nefnd önnur orð meðal
u'ön-stofna en slöngva og völva og nafnið Röskva úr upphaflegum orðaforða málsins,
miðaldatökuorðið/rava (fróva), sem hélt ekki wön-beygingu nema skamma hríð, og
loks nýja orðið tölva. Þetta er allt og sumt.
Auk þessa eru í handbókum og víðar nefnd fáein orð, sem talin eru wö/;-stofnar að
uppruna, en höfðu glatað sérkennum þeirra þegar við upphaf íslenskrar málsögu og haga
sér sem venjulegirön-stofnar í íslensku. Kjartan (1983:178)nefnirþrjú þeirra: gata<
*gatwön, sbr. gotn. gatwö og so. götva\ svala < *swalwön, sbr. þ. Schwalbe, e. swallow,
og ótta < *uhtwön < *unhtwön, sbr. gotn. úhtwö. Enn mætti bæta við orðunum fjara
< *ferwön, sbr. lappneska orðiðfjervva sem talið er tökuorð frá frumnorrænum tíma,
og tjara < *terwön, sbr. finnska tökuorðið terva. Sumir nefna enn fremur fleirtöluorðið
börur, sbr. fe. bearwe ‘(fjós)börur’,e. barrow, orðiðmisa (mysa) < *mihswön og jafnvel
trúa < *trúwön, sbr. fþh. og fe. trúwa. Um þessi orð sjá t.d. ÁBIM 1989 og Torp 1909.
Eins og áður hefir verið rakið (sjá t.d. Baldur Jónsson 1994) hefir nýja orðið tölva
átt svolítið bágt með að standa sig sem wön-stofn vegna einstæðingsskapar, en þessi
litli beygingarflokkur, ef flokk skyldi kalla, hefir þó styrkst við tilkomu þessa tíðnotaða
orðs. Eflaust er einnig stoð í því að nafnið Röskva lifnaði við í nýju hlutverki þegar það
varð heiti á stúdentasamtökum 1988.
Aðalerindið með þessu skrifi er að vekja athygli á einu orði enn úr flokki wön-stofna,
orðinu/ö/va, en um leið verður hugað að skyldum orðum, einkum nafnorðunum/ö/ og
'Ég þakka Gunnlaugi Ingólfssyni fyrir góðar ábendingar og leiðbeiningar við nýtingu gagna í vörslu
Orðabókar Háskólans.
1