Orð og tunga - 01.06.2001, Page 23
Dóra Hafsteinsdóttir og Sigríður Harðardóttir
Islenska alfræðiorðabókin
Lýsing á viðamiklu orðabókarverkefni
íslenska alfræðiorðabókin kom út hjá Bókaútgáfunni Emi og Örlygi árið 1990 og á því
tíu ára afmæli á þessu ári. Bókin er rúmlega 1800 blaðsíður að stærð, í þremur bindum
og í henni em um 35.000 flettiorð og um 2000 lykilorð (dansk-enskur orðalykill) í
órofinni stafrófsröð. Skýringar eru knappar og nákvæmar og byrja alltaf á skilgreiningu
á flettiorðinu. Oft er vísað í önnur flettiorð til nánari glöggvunar. Einnig em í bókinni
um 4500 ljósmyndir, teikningar, kort og töflur og hún er öll litprentuð. Fyrirmynd að
bókinni er danska alfræðiorðabókin Fakta sem kom út hjá Gyldendalske Boghandel,
Nordisk Forlag A/S árið 1988. Um 40% af efni bókarinnar er alíslenskt.
I þessari lýsingu á gerð Alfrœðiorðabókarinnar er byrjað á ágripi af sögu verksins,
í næsta kafla er lýst tilhögun vinnslunnar. Síðan er fjallað um helstu vandamál við
orðabókargerðina og að lokum drepið á við hvaða aðstæður bókin var búin til.
*
Agrip af sögu verksins
Meðan unnið var að gerð Ensk-íslenskrar orðabókar, sem kom út hjá Emi og Örlygi
1984, fundu þeir sem að verkinu unnu oft til þess hve sárlega vantaði íslenska alfræði-
bók. Þegar farið var að spyijast fyrir um slíkt verk kom á daginn að tilraunir höfðu
verið gerðar til að semja íslenska alfræðibók frá gmnni en þær höfðu mnnið út í sand-
inn. í ljósi þessa kom fram hjá forlaginu hugmynd um að leita að erlendri fyrirmynd
að alfræðibók. Nokkrar bækur vom skoðaðar og niðurstaðan varð sú að hægt yrði að
búa til íslenska bók með hliðsjón og stuðning af erlendri. Fyrir valinu varð ný, dönsk
alfræðiorðabók, Fakta, sem væntanleg var frá bókaútgáfu Gyldendals um svipað leyti.
Sá kostur var ekki síst valinn vegna þess að Fakta var tölvuunnin og Emi og Örlygi
bauðst útprentun af handritinu flokkuðu í efnisflokka.
Handrit Fakta var flokkað í 241 efnisflokk. Við gerð íslensku alfrœðiorðabókarinnar
var notað sama flokkunarkerfi en bætt við fimm séríslenskum flokkum, þ.e. þremur í
bókmenntum, einum í landafræði og einum í sagnfræði.
13