Orð og tunga - 01.06.2001, Page 24

Orð og tunga - 01.06.2001, Page 24
14 Orð og tunga Samfelld vinna við Alfrœðiorðabókina hófst í maí 1987 og verkinu lauk í október 1990. í henni eru samkvæmt lauslegri áætlun 150 ársverk sem svarar til þess að það hafi tekið einn mann einn mánuð að búa til hverja blaðsíðu bókarinnar. Þetta er síst ofreiknað. Efnið þurfti að velja, þýða og staðfæra eða frumsemja. Síðan þurfti að lagfæra það og samræma, prófarkalesa, semja myndatexta og töflur, velja og útvega myndir, útbúa skýringarmyndir og kort og huga að millivísunum. Að þessu loknu þurfti að brjóta bókina um, skeyta filmur, prenta hana og binda, og að lokum að koma henni á framfæri. Tilhögun verksins Vinna við gerð Alfrœðiorðabókarinnar skiptist í sjö meginþætti, þ.e. ritstjórn, tölvu- vinnslu, vinnu við frumhandrit, yfirlestur og samræmingu á handriti, vinnslu á myndefni, prófarkalestur og umbrot. Ritstjórn { upphafi verksins var skipað útgáfuráð sem átti að funda reglulega með ritstjórum og vera þeim til aðstoðar. Vinnutilhögunin átti að vera sú að þrír til fjórir menn þýddu dönsku bókina. Tveir til þrír ritstjórar áttu að stýra verkinu í hjáverkum, einn átti að sjá um að bæta við íslensku efni, einn starfsmaður átti að slá efnið inn í tölvu og tveir til þrír að lesa handritið yfir. Það kom mjög fljótt í ljós að þetta fyrirkomulag gengi ekki við svo umfangsmikið verkefni. Þá voru ráðnir tveir fastir ritstjórar sem endurskipulögðu verkið. Eftir því sem á leið var föstu starfsfólki fjölgað og á síðari stigum verksins störfuðu tólf manns í ritstjórninni. í byrjun fór mestur tími ritstjóranna í að skipuleggja verkið, deila út verkefnum og útbúa vinnuleiðbeiningarhanda öllum sem unnu við það. Fengnir voru rúmlega 100 sérfræðingar til að þýða, staðfæra og endurskoða efnið í Fakta, fella út sérdanskt efni og semja séríslenskar skýringar. Sérfræðingamir fengu í hendur handrit af viðkomandi efnisflokki og skrá y fir þær myndir og töflur sem tilheyrðu honum. Einnig fengu þeir hefti frá ritstjórn með leiðbeiningum um uppsetningu. Hver sérfræðingur skrifaði undir sérstakan samning þar sem m.a. var kveðið á um greiðslu, höfundarrétt forlagsins á efninu og tiltekinn var skiladagur handrits. Miðað var við að allt efnið yrði tilbúið frá hendi sérfræðings um áramótin 1988/89. Einn starfsmanna hafði m.a. það verk með höndurn að fylgjast með framvindu verksins hjá sérfræðingunum og sjá til þess að skiladagar stæðust. Þannig tókst að fá inn 96% handrita á tilsettum tíma. Aldrei kom til kasta útgáfuráðsins því að of tímafrekt hefði verið að bíða eftir fundum með því til að fjalla um þau fjölmörgu vandamál sem komu upp daglega og varð að leysa jafnóðum. Það kom því nánast af sjálfu sér að ritstjórnintók að sér hlutverk ráðsins og naut hún liðveislu sérfræðinganna þar sem á þurfti að halda.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.