Orð og tunga - 01.06.2001, Side 34

Orð og tunga - 01.06.2001, Side 34
24 Orð og tunga orðabókar en veikindi, önnur vísindastörf og embættisskyldur hefðu komið í veg fyrir að hann gæti lokið ætlunarverki sínu. Hann hafi því afhent Sigfúsi safn sitt sem fékk framhaldsstyrk frá Carlsbergsjóðnum til þess m.a. að vinna úr safni Bjöms. Þeir Sigfús og Björn skrifuðust á fram til vors 1917 um ýmis vafaatriði á meðan á úrvinnslunni stóð. I þakklætisskyni tileinkaði Sigfús Bimi orðabókina. Á ferðum sínum um landið skrifaði Bjöm M. Ólsen niður orð, orðastæður og orðasambönd sem hann heyrði eða spurðist fyrir um. Athuganir sínar skrifaði hann í litlar vasabækur sem varðveittar eru hjá Orðabók Háskólans og ganga þar undir heitinu „vasabækur Bjöms M. Ólsens“. Þær eru fjörutíu að tölu, merktar frá i-xl. Ekki er víst að númerin séu frá Bimi komin þar sem ekki em saman í númeraröð bækur sem saman eiga. Hugsanlegt er að Sigfús hafi tölusett bækumar til hægðarauka. Á næstum hverja bók hefur hann skrifað: „Orðtekið“, „Búin“ eða eitthvað í þá vem og sett stafina sína við. Ljóst er að Sigfús hefur tekið mikið upp úr vasabókum Bjöms. Þrátt fyrir það er vel þess virði að skoða bækurnar ef einhverjir em að sinna orðfræðilegum athugunum. Þar er oft nákvæmari vitneskju að fá en hjá Sigfúsi. Sem dæmi mætti nefna að Sigfús skrifar Vf. við orð, sem Bjöm hafði úr Amarfirði, og Þing. við dæmi sem Bjöm merkti Langanesi. 3. Vasabækurnar Eins og áður sagði eru vasabækurnar fjörutíu. Sjaldan er þar að finna dagsetningar á orðasöfnunarferðunum. Þó stendur í bók ix „Byrjuð á Stóraborg 20. júní 1872“ en í henni er ekkert orðakyns. I bók xx, xxii og xxxi er skráð „Sunnlenzka safnað 9. - 24. júlí 1885“, í bók vi „VSkaptf. 18/7 90“, í bók xi „VSkaftaf. Sísla, birjað 16. júlí 1890“, og í bók v „Austf. 9/8 92.“ Aðrar dagsetningar er ekki að finna sem varpað gætu ljósi á ferðir Bjöms. Heimildarmanna er ekki getið nema í undantekningartilvikum og þá einkum ef Björn hefur mikið eftir sama manni eða hefur fengið orðalista frá öðram. Ekki er alltaf merkt hvaðan Bjöm hefur dæmi sín þótt stundum megi geta sér til um landshlutann. Það þarf þó að fara varlega með staðarákvarðanir þar sem á sömu blaðsíðu geta verið dæmi frá fleiri en einum landshluta eins og fram kemur hér á eftir. I sumum bókanna er lítið sem ekkert orðakyns, mest minnispunktar en einnig styttri fræðilegar athugasemdir. Björn hefur yfirleitt skrifað með blýanti og era sumar síðumar orðnar nokkuð daufar. Mjög víða hefur lóðrétt strik verið dregið yfir blöðin og hygg ég að það sé frá Sigfúsi Blöndal komið og merki að skrifað hafi verið upp af þeim. Þeim til glöggvunar, sem leita orða af ákveðnu landsvæði, verður nú rakið efni hverrar bókar. Orðin standa stundum stök án merkingarskýringar, stundum er aðeins staðarmerking en oftast fylgir lýsing á merkingu, oft nokkuð rækileg. Bók I: 1-2: orðalistar merktir Ám. og Skaft. 3—4: orðalistar merktir Flatey 5-7: auðar síður
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.