Orð og tunga - 01.06.2001, Page 48
38
Orð og tunga
64: orð merkt Hornstr., Breiðaf., Af., Húnav., Vf. M.a. er dæmi um framburðinn þerir
fyrir þerrir sem einnig er getið um í athugunum Bjöms í A-Skaft. (sjá einnig Guðrún
Kvaran 2001).
65-79: orð að mestu merkt Vf.
80: orð merkt Borgarf. og Hvítársíða
81-82: ómerkt orð
83: minnispunktar
84: orð merkt Skagf.
Bók XXXIX:
Bókin er ekki blaðsíðumerkt. Nánast ekkert orðakyns en framan við miðju em nokkur
orð á einni síðu merkt Eyf., Þing., Breiðaf., Gullbr., Rang. Enn aftar er orðið strabbi
merkt Þing.
Bók XL:
Ekkert orðakyns.
4. Efni bókanna og örlítill samanburður við orðabók
Sigfúsar Blöndal
Af upptalningunni í þriðja kafla kemur glöggt fram að Björn hefur náð að ferðast um
allt land við söfnun sína þótt hann hafi engan veginn lokið henni. Eins og áður getur
vannst honum ekki tími til að vinna úr því efni sem safnaðist og er margt á huldu vegna
þess hve mörg orðanna eru ómerkt og ekki var skipulega skráð í bækurnar þar sem hann
var staddur hverju sinni. Oft em vissulega heillegir kaflar frá einum stað og má geta sér
þess til að Björn hafi þá setið á tali við góðan heimildarmann. Aftur á móti em orð víða
skrifuð upp orð í belg og biðu, jafnvel úr öllum landshlutum á sömu síðu.
Þegar Sigfús Blöndal notfærði sér vasabækumar hefur hann víða orðið að meta
hvort skrá skyldi landshlutamerkingu við einstök orð. Reynslan sýnir að það hefur hann
mjög oft gert, og stuðst við Björn, þótt frekari athuganir hafi leitt í ljós að orðin eru
þekkt víðar. Þess vegna verður að taka merkingar Sigfúsar með varúð. Hið eina sem
þær í raun segja er að Sigfús hafði ekki dæmi annars staðar að.
Ahugavert getur verið að skoða nokkur dæmi hjá Birni og bera þau saman við
Blöndalsbók. Merkingarnar sem skoðaðar verða em frá Grímsey, Fljótum, Mývatni,
Langanesi, Öræfum, Landeyjum, Vestmannaeyjum, Arnarfirði og af Ströndum.
Grímsey merkir Björn t.d. orðin sjónarbergsmaður ‘sá sem lítureftir sigamanni’,
sjónarbjarg ‘staður þar sem sjónarbergsm. stendur á, „vera á sjónarbjargi‘“, troðjólast
‘þrengja sér áfram’ og orðasambandið leggjast út afóristur ‘í öllum fötum’. í orðabók
Blöndals (hér eftir OBl) er sjónarbjarg merkt Grímsey. Það er sjónarbjargsmaður
líka en Bjöm hefur ótvírætt skrifað tvisvar eftir heimildarmanni sjónarbergsmaður. Þá
orðmynd merkir OBl Árn. og gefur merkinguna ‘Mand, som under Efterspgning af Faar