Orð og tunga - 01.06.2001, Page 74
64
Orð og tunga
1.2.2 Afmarkaðir breytiliðir
Þótt þessi framsetning veiti nægar upplýsingar um setningarleg einkenni (fallstjórn) og
sýni að um breytileika er að ræða kemur ekki skýrt fram hvers eðlis hinir breytilegu
nafnliðir eru. Til að draga þau einkenni skýrar fram má fara þá leið að tilgreina fulltrúa
breytiliðanna innan sérstakra afmörkunartákna:
bera <mikið> úr býtum
bera <hag félagsins> fyrir brjósti
bera <hann, hana> á höndum sér
bera <honum, henni> <vel> söguna
bera beinin <fjarri ættjörð sinni>
bera fyrir sig <minnisleysi>
Þessi aðferð er að mestu ráðandi við framsetningu orðasambanda í orðabókinni Orðastað,
og sá sem þetta ritar hefur síðan beitt henni við lýsingu orðasambanda í öðru samhengi
eins og nánar mun koma fram hér á eftir. Með þessari framsetningu er leitast við að
færa orðasamböndin nær eiginlegri málnotkun, m.a. með því að nota persónufornöfn
3. persónu í stað fomafnsins einhver þegar vísað er til lifandi fólks. Með þessu móti
fá orðasamböndin að vissu leyti svip notkunardæma en það gefur um leið færi á því
að draga ný og skýrari mörk milli orðasambanda og dæma í orðabókartextanum (sjá
nánar Jón Hilmar Jónsson 1999). í Orðastað eru notkunardæmi minnst heil setning og
aðgreind frá orðasamböndum með skáletri:
eiga erfitt með <þetta> ég á erfitt með að sætta mig við þessa niðurstöðu, hún
hefur lengi átt erfitt með svefn
Notkun breytiliða í orðasamböndum býður upp á þann möguleika að sýna tilbrigði
innan liðarins í stað þess að velja aðeins einn fulltrúa. Um það em reyndar dæmi hér
að ofan þar sem bæði karlkyn og kvenkyn 3. persónu fomafnsins er látið koma fram.
Það er einkum gert til að gæta jafnvægis milli kynjanna (auk þess sem karlkynsmyndin
hann dugir ekki til fallmörkunar). Meira gildi hefur að geta sýnt stigbundinn breytileika
á þennan hátt:
bera <mikið, lítið> úr býtum
bera <honum, henni> <vel, illa> söguna
Og ekkert er því til fyrirstöðu að ganga lengra og láta breytiliði rúma frjálsari tilbrigði:
bera fyrir sig <minnisleysi, lasleika, tímaskort>
Segja má að þessi aðferð sameini einkenni orðasambanda og notkunardæma. Hinn
fast kjarni orðasambandsins er aðgreindur frá breytiliðnum en tilbrigði breytiliðarins
era eins konar samþjöppuð notkunardæmi í fastri umgjörð sem draga að sér athygli
notandans sem sá þáttur sem mestu skiptir.
Breytiliðirnirí dæmunum hér að framan era bundnir við sagnliði og atviksliði innan
setningar en framlagsliður setningar getur einnig verið breytilegur og þar með kallað á
sams konar framsetningu: