Orð og tunga - 01.06.2001, Side 81

Orð og tunga - 01.06.2001, Side 81
Jón Hihnar Jónsson: Staða orðasambanda í orðabókarlýsingu 71 leggja heiður sinn að veði heiður <hans, hennar>/<þjóðarinnar> er í veði <mér> er heiður að <þessu> eiga heiður skilið/skilinn <halda veislu> <honum, henni> til heiðurs <ljúka verkinu> með heiðri og sóma En sá háttur er jafnframt hafður á að sameina sambönd með því að fella saman nálæga liði. Þetta er ekki síst gert þegar um er að ræða merkingarlega skylda liði sem talið er að notandinn vilji virða fyrir sér í samfellu: <stórt, fjölmennt, mannmargt, barnmargt; fámennt, lítið> heimili <blástimdur, alstirndur, stjörnubjartur>himinn vera <alvarlegur, ábúðarmikill, íbygginn ...> á svipinn <þetta; verkið> gengur <vel, fljótt, eftir áætlun, að óskum, glatt, greitt... > Málfræðileg atriði, svo sem fallmörkun, eru ekki tilgreind sérstaklega heldur eru samofin orðmyndunum sjálfum: <bátinn, skipið; ísinn> rekur/rak <þangað, á land, á haf út, til hafs> sletta <vatni, drullu, málningu> <á vegginn, út um allt> svipta <þjóðina> <frelsi sínu, sjálfstæði> 2.2.1 Staða gagnvart flettumyndum og flettuskipan Eins og áður hefur komið fram er sú orðabókarlýsing sem hér er til umræðu orðbundin í þeim skilningi að hún felst í því að sýna hvemig tiltekin orð (flettiorð) em notuð í orðasamböndum. Þar með er gert ráð fyrir að notendureigi hverju sinni erindi við orðin sem samböndunum er skipað undir fremur en tiltekin sambönd, enda er gengið út frá því að samböndin séu notendum ekki nema að takmörkuðu leyti nærtæk og kunnugleg. Því er eðlilegt að orðasamböndin séu látin birtast notendum undir einyrtum flettum fremur en þeim sé skipað sem sjálfstæðum uppflettieiningum. Tengslin við flettiorðin ráðast þá einkum af því að notendur geti gengið að orðasambandinu undir þeim lið sem eðli málsins samkvæmt er kunnuglegri og líta má á sem kjarnalið sambandsins. Það eykur m.a. mjög hlut nafnorða sem flettiorða, þar sem þau eru að jafnaði kjamaliðir í orðasamböndum með sögnum og lýsingarorðum. Á hinn bóginn er markmiðið jafnframt að sýna setningarlegt umhverfi flettiorðanna, og því koma orðasambönd einnig að nokkru leyti fram undir stoðliðum sínum (svo sem sambönd nafnorðs og lýsingarorðs undir lýsingarorðinu). Hið röklega samhengi orðasambands og flettiorðs lýsir sér einnig í því að hér eiga ekki önnur orðasambönd erindi en þau sem era í skýrum merkingartengslum við flettiorðið og hafa ekki fengið sjálfstæða merkingu sem stingur í stúf við merkingu orðanna sem þau eru mynduð úr (sjá Hausmann 1984).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.