Orð og tunga - 01.06.2001, Page 81
Jón Hihnar Jónsson: Staða orðasambanda í orðabókarlýsingu
71
leggja heiður sinn að veði
heiður <hans, hennar>/<þjóðarinnar> er í veði
<mér> er heiður að <þessu>
eiga heiður skilið/skilinn
<halda veislu> <honum, henni> til heiðurs
<ljúka verkinu> með heiðri og sóma
En sá háttur er jafnframt hafður á að sameina sambönd með því að fella saman nálæga
liði. Þetta er ekki síst gert þegar um er að ræða merkingarlega skylda liði sem talið er
að notandinn vilji virða fyrir sér í samfellu:
<stórt, fjölmennt, mannmargt, barnmargt; fámennt, lítið> heimili
<blástimdur, alstirndur, stjörnubjartur>himinn
vera <alvarlegur, ábúðarmikill, íbygginn ...> á svipinn
<þetta; verkið> gengur <vel, fljótt, eftir áætlun, að óskum, glatt, greitt... >
Málfræðileg atriði, svo sem fallmörkun, eru ekki tilgreind sérstaklega heldur eru
samofin orðmyndunum sjálfum:
<bátinn, skipið; ísinn> rekur/rak <þangað, á land, á haf út, til hafs>
sletta <vatni, drullu, málningu> <á vegginn, út um allt>
svipta <þjóðina> <frelsi sínu, sjálfstæði>
2.2.1 Staða gagnvart flettumyndum og flettuskipan
Eins og áður hefur komið fram er sú orðabókarlýsing sem hér er til umræðu orðbundin
í þeim skilningi að hún felst í því að sýna hvemig tiltekin orð (flettiorð) em notuð í
orðasamböndum. Þar með er gert ráð fyrir að notendureigi hverju sinni erindi við orðin
sem samböndunum er skipað undir fremur en tiltekin sambönd, enda er gengið út frá
því að samböndin séu notendum ekki nema að takmörkuðu leyti nærtæk og kunnugleg.
Því er eðlilegt að orðasamböndin séu látin birtast notendum undir einyrtum flettum
fremur en þeim sé skipað sem sjálfstæðum uppflettieiningum. Tengslin við flettiorðin
ráðast þá einkum af því að notendur geti gengið að orðasambandinu undir þeim lið sem
eðli málsins samkvæmt er kunnuglegri og líta má á sem kjarnalið sambandsins. Það
eykur m.a. mjög hlut nafnorða sem flettiorða, þar sem þau eru að jafnaði kjamaliðir í
orðasamböndum með sögnum og lýsingarorðum. Á hinn bóginn er markmiðið jafnframt
að sýna setningarlegt umhverfi flettiorðanna, og því koma orðasambönd einnig að
nokkru leyti fram undir stoðliðum sínum (svo sem sambönd nafnorðs og lýsingarorðs
undir lýsingarorðinu).
Hið röklega samhengi orðasambands og flettiorðs lýsir sér einnig í því að hér
eiga ekki önnur orðasambönd erindi en þau sem era í skýrum merkingartengslum við
flettiorðið og hafa ekki fengið sjálfstæða merkingu sem stingur í stúf við merkingu
orðanna sem þau eru mynduð úr (sjá Hausmann 1984).