Orð og tunga - 01.06.2001, Side 82
72
Orð og tunga
2.2.2 Staða innan orðsgreina
í kafla 2.1.2 var gerð grein fyrir stöðu orðasambanda innan orðsgreina í almennri merk-
ingarmiðaðri orðabókarlýsingu. I orðtengslamiðaðri lýsingu er staðan að nokkru leyti
önnur, bæði vegna þess að orðasamböndin eru að hluta til annars eðlis og háðari tengsl-
um sínum við flettiorðið hverju sinni og vegna þess að merkingareinkenni flettiorðsins
eru ekki eins ráðandi um efnisskipan innan orðsgreina. Aðalatriðið er þó að í prentaðri
(og þar með óhagganlegri) orðabókarlýsingu er erfitt að koma við samræmdri flokkun
og röðun orðasambanda, þar sem einkenni sambandanna eru mjög breytileg frá einu
flettiorði til annars og orðflokkamir hafa ólíka stöðu innbyrðis.
Þegar ekki er um merkingarbrigði að ræða getur legið beinast við að láta flokkun og
röð orðasambandanna mótast af málfræðilegum forsendum, eins og eftirfarandi lýsing
á orðinu lœkur í Orðastað ber með sér:
lækur nokk lækur sprettur upp <undan klettunum,
í mýrinni>, lækurinn rennur/fellur <eftir túninu; í
ána>, lækurinn bugðast <um engjamar>, lækurinn
seytlar <fram af berginu>; lækurinn þornar (upp);
stílla/stemma lækinn, beina læknum <frá túninu>;
vaða lækinn, brúa lækinn, <detta, falla> í læk-
inn, <vaða> út í lækinn; <vaða, busla> í læknum,
<stökkva; það er brú> yfir lækinn; |ákvæBi| renn-
andi lækur, vatnsmikill/vatnslítill lækur, hreinn/tær
lækur, gruggugur lækur; ár og lækir
Hér eru fyrst rakin þau sambönd þar sem flettiorðið er frumlag, síðan sambönd þar
sem það kemur fram sem andlag, þá forsetningasambönd, þar á eftir sambönd með
lýsingarorði og loks tilgreint hliðskipað samband með orðinu.
í efnismikilli lýsingu geturþótt eðlilegra að skírskota til skilnings notenda á flettiorð-
inu (og hugtakinu að baki því) og láta flokkunina eftir föngum endurspegla framvindu
sem orðasamböndin birta, eins og gert er í eftirfarandi lýsingu á orðinu eldur í Orðastað:
eldur no kk kveikjaAendra/slá eld, gera eld, bera eld
að <kestinum; húsinu, bænum>, |ásetningur| leggja
eld í <húsið>/að <húsinu>; slá eldi í <timbrið>, eld-
ur kviknar/kemur upp (í <húsinu>), eldur(inn) brýst
út, eldurer uppi,eldur er laus <íbyggingunni>, eld-
ur blossar upp/gýs upp, eldurinn bálast upp, eldur
brennur/eldar brenna skógaretdarnir liafa magnast
í þurrkunum og nú brenna eldar um allan dalinn:
eldurinn logar (<glatt» þegar við komum að hús-
inu logaði eldur í öllu þakinu.e ldur geisar, eldurinn
les sig <um þakið>, eldurinn læsir sig <í viðinn, um
húsið>, eldurinnbreiðistút «til næstu húsa>); verða
eldinum að bráð; (<reyna að>) æsa/lífga/glæða eld-
inn, eldurinn glæðist, það snarkar í eldinum; höggva
í eldinn, bæta á eldinn, tína sprek í eldinn, skara
í eldinn; (<reyna að>) kæfa/kefja eldinn, (<reyna
að>) hefta útbreiðslu eldsins, (<reyna að>) ráða
niðurlögum eldsins, (<það tókst að» slökkva eld-
inn; eldurinn kulnar, eldurinn slokknar, eldurinn
er slokknaður/kulnaður/dauður;