Orð og tunga - 01.06.2001, Side 85

Orð og tunga - 01.06.2001, Side 85
Jón Hilmar Jónsson: Staða orðasambanda í orðabókarlýsingu 75 sjón sýnd, sýni; sýn; -* vitrurr, —> augsýn; —> útsýni; missa ekki sjónar af —> fylgjast með; ft sjónir —> augu; festa s. á —> sjá; koma fyrir s. —> birtast; —* virðast; leiða e-m fyrir s. —> koma e-m í skilning um, útskýrá; setja e-m fyrir s. —> brýna fyrir e-m; setja sér fyrir s. —> ímynda sér; villa e-m s. -> blekkja e-n; villa s. e-s biinda; leiða sjónum horfa á, sjá; hulinn sjónum —> ósýnilegur. Fjölmörg orðasambönd eru bundin samheitavenslum við önnur orðasambönd og stök orð og eru þar með fullgilt viðfangsefni í samheitalýsingu. En þegar aðgangsskip- anin takmarkast við stafrófsraðaðar orðaflettur eins og almennt tíðkast í samheitaorða- bókum er erfitt að gera orðasamböndum fullnægjandi skil. Samböndin eru óhjákvæmi- lega ógreið aðgöngu, erfitt er að gera sér grein fyrir undir hvaða flettiorð þeim er skipað og innbyrðis skipan þeirra innan orðsgreina getur ekki nema að takmörkuðu leyti verið reglubundin. Aðild þeirra sem eins konar undirflettna er einnig til þess fallin að gera efnisatriðin við flettiorðið enn ósamstæðari en ella. Af þessum sökum er hætt við að hlutur orðasambanda í samheitalýsingu sé bæði óskýrari og rýrari en efni standa til. Að vísu eru ekki hömlur á að tilgreina orðasambönd sem samheiti en erfitt er að tryggja að allt það efni skili sér sem viðfangseiningar til notenda til jafns við stök orð. I ljósi þessa er rétt að leggja áherslu á að flettiorð samheitaorðabókar eru ekki fulltrúareða samnefnarar tiltekinnar merkingar sem eiga sér svo og svo mörg samheiti, heldur eru þau virk í öllum þeim merkingarhlutverkum sínum sem finna má samheiti við, auk þess sem þau eru inngangshlið að orðasamböndum þar sem óskyldar og sundurleitar merkingar eiga í hlut. Ef markmiðið er að láta orðsgreinina aðeins rúma samheiti eða annað merkingarlega samstætt orðafar verður að gera flettiorðið einrætt og líta á það sem hugtaksheiti en ekki sem eiginlegt orð með tilheyrandi margræðni og öðrum málnotkunarlegum eigindum. Slík lýsingaraðferð á ekki aðeins við um stök orð heldur einnig og enn frekar um orðasambönd, og raunar má segja að í henni felist lykillinn að því að orðasambönd fái að njóta sín í hugtakabundinni orðabókarlýsingu. 3.1 Tvíþættur aðgangur að lýsingunni I orðtengslamiðaðri orðabókarlýsingu eins og þeirri sem viðhöfð er í Orðastað eru orðasamböndin í formlegum tengslum við flettiorðið hverju sinni. Því getur verið full- nægjandi að láta flettiorðaskrána eina veita aðgang að lýsingunni og treysta meðfram á glöggskyggni og ályktunarhæfni notenda að því er varðar staðsetningu einstakra sam- banda. I hugtakabundinni lýsingu orðasambanda er allt önnur staða uppi að þessu leyti. Þar verður ekki gengið að flettiorðunum (yfirskriftum orðsgreinanna) út frá formlegu samhengi við orðasamböndin svo að nauðsynlegt er að veita tvíþættan aðgang að lýs- ingunni, þ.e. bæði út frá merkingarlegum og formlegum eigindum orðasambandanna. Hinn merkingarlegi aðgangur er þá bundinn við hugtakaheitin en hinn formlegi að- gangur fæst með því að skipa orðasamböndunum í samfellda stafrófsraðaða skrá undir þeim orðum sem þau eru mynduð úr.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.