Orð og tunga - 01.06.2001, Síða 88
78
Orð og tunga
heiti henti best til að tengja saman skýrar og hæfilegar merkingarheildir hverju sinni.
Stafrófsröð hugtakaheitanna kemur þeim notendum síðan að góðu haldi sem eru orðnir
handgengnir orðabókarlýsingunni. Hins vegar er þessi kostur ekki til þess fallinn að
skipa efninu í heildstætt stigveldisbundið kerfi, eins og ákjósanlegt gæti þótt að ná
fram. En þess er þá að gæta að í hugtakabundinni orðabók er flettuskráin eða heita-
kerfið sjálft ekki eina verkfærið til uppflettingar heldur á notandinn þess kost að beina
uppflettingunni að orðasamböndunum sjálfum, eins og síðar verður gerð grein fyrir.
Það er næsta augljóst að hugtakaheitin eru ekki sjálfgefin fyrir fram þótt ýmis
heiti liggi nokkuð beint við, eins og dæmi komu fram um hér að framan. En þótt
heitavalið sé í eðli sínu býsna frjálst eru því settar mikilvægar skorður. I fyrsta lagi
verður hvert heiti að vera einrætt að merkingu, og orðasamböndin sem undir það falla
verða öll að endurspegla þá merkingu sem um ræðir. Til að ná fram viðeigandi heiti
og til að rýmka um eða hnitmiða þá merkingu sem tiltekið orð vísar til getur átt
við að grípa til tvíyrtra hugtakaheita: áreynsla/erfiði, eftirvænting/tilhlökkun,
einlægni/heilindi, hrifning/aðdáun, rógur/illmælgi. Þá er æskilegt að heitin
séu sem samstæðust að formi. Það skilar sér best með því að öll heitin séu sett fram í
mynd nafnorða, eins og dæmi hafa verið sýnd um hér að framan. Sú krafa leiðirað vísu
til þess að heppilegt og lýsandi heiti getur verið vandfundið og óhjákvæmilegt getur
verið að seilast lengra til nafnorðamyndunar en gert er í almennu máli. En með því að
binda heitin við nafnorð mynda þau skýrari og samstæðari heild en ella og notendur
geta betur getið sér til um heitin.
Þegar heitin eru valin á þennan hátt fer ekki hjá því að merking þeirra skarist
að einhverju leyti og tvö eða fleiri heiti séu náskyld að merkingu, enda getur sama
orðasambandið verið að finna undir fleiri en einu heiti. Því er nauðsynlegt að vísa
hvetju sinni til nálægra heita svo að notendur eigi þess kost að virða fyrir sér stærri
merkingarheildireða þræða nýjar leiðirað því efni sem ætlunin var að athuga. Við heitið
bágindi má t.d. hugsa sér að vísað sé til hugtakaheita eins og erfiðleikar, mótlæti,
VANDRÆÐI, EINSEMD, HUNGUR, AFKOMA/li'FSKJÖR, FRAMFÆRSLA Og FJÁRHAGUR.
3.3 Val og framsetning orðasambanda
Val orðasambanda í hugtakabundinni lýsingu ræðst eðli málsins samkvæmt fyrst og
fremst af merkingarlegum þáttum. Forsendumar fyrir valinu eru því aðrar en í orð-
bundinni lýsingu og það kemur beinlínis fram í því að orðasamböndin em sumpart
ólíkrar tegundar. Það felst einkum í því að í hugtakabundinni lýsingu eru orðtök fyr-
irferðarmikil, en í orðbundinni lýsingu orðasambanda eiga þau síður heima, þar sem
merking þeirra stenst illa á við merkingu þeirra flettiorða sem til greina koma. Hið sama
gildir um viðkvæði, sambönd sem fela í sér afstöðu mælandans til þess sem um er rætt
(sambönd eins og ja hérna, biddujyrir þér, djöfullinn danskur, ekki nema það þó). Þá
geta málshættir átt erindi í hugtakabundna lýsingu, enda eru margir málshættir einnig
notaðir sem viðkvæði: hver er sjálfum sér nœstur, illu er best aflokið, kapp er best með
forsjá.
Ef litið er á þá tvenns konar lýsingu orðasambanda sem hér er til umræðu sem sam-
stæð orðabókarverk, er eðlilegt að framsetning og snið orðasambandanna sé sem líkast.