Orð og tunga - 01.06.2001, Page 102

Orð og tunga - 01.06.2001, Page 102
92 Orð og tunga Athugum aðeins hvernig kunnátta notandans dugir þarna. Af skammstöfuninni ÓP sést það eitt að sögnin er ópersónuleg, þ.e. annaðhvort með aukafallsfrumlagi eða frumlagsígildinu ‘það’. Ef sú ályktun er dregin af sögninni ‘skjátlast’ í skýringunni að frumlagið sé persóna ([+lifandi]) eru mögulegar setningar- gerðir í germynd e-nfatrar, e-mfatrar, e-s fatrar. I miðmynd væri nærtækt að álykta að frumlagið sé ekki persóna ([—lifandi]), sbr. skýringuna ‘fara í flækju’ og setning- argerðirnar gætu þá verið e-ð (þf.) fatrast, e-u fatrast, e-s fatrast og það fatrast með forsetningarlið. Setningargerðin það fatrarfyrir e-m kemur einnig til greina að óathug- uðu máli, sbr. setningargerðina í það skeðifyrir honum sem vissulega heyrist hér og þar þótt ekki þyki öllum gott. tít frá orðabókartextanum hefur notandinn enga leið til að finna setningargerð sagnarinnar og þarna brestur flesta málkunnáttu. Af skýringunni mætti jafnvel ætla að notkun sagnarinnar gæti verið með ýmsu móti þar sem gefinn er kostur á breytileika í merkingarskýringunni en semrkomma í merkingarskýringu táknar skil í merkingunni, þ.e. í reynd aðgreinda merkingarliði.8 Þetta á sér litla stoð í þeim dæmum sem tiltæk eru hjá Orðabók Háskólans um orðið. Dæmin í heimildum Orðabókarinnar eru aðeins tvö og setningargerðirnar í þeim eru e-mfatrar og það fatrastfyrir e-m. Síðari setning- argerðina (og reyndar sama dæmið) er einnig að finna í orðabók Fritzners9 en skilin í merkingarskýringunni við miðmyndina stafa sennilega af sambærilegum skilum í skýr- ingu nafnorðsins/aínr þar; merking sagnarinnar er m.ö.o. óljós í þessu eina dæmi sem til er. Þetta orð er tekið hér sem dæmi til að sýna hver vandi notandans getur orðið þegar upplýsingum um setningargerð er sleppt og málkunnáttuna brestur. Orðið er auðvitað á engan hátt dæmigert og á í raun tæplega heima í almennri orðabók. En munurinn á vanda notandans þarna og þess notanda sem ekki veit hvaða falli sagnirnar aftra og hindra stjórna er bitamunur en ekki fjár. 2.2 Takmarkanir prentaðs texta Samþjöppunin sem er einkenni á prentuðum orðabókum af þeirri gerð sem hér um ræðir er óhjákvæmilegur fylgifiskur þeirra takmarkana sem miðillinn setur verkinu. Markmiðið við útgáfu ÍO var að gefa út handhæga almenna íslenska móðurmálsorðabók eins og fullt nafn hennar sýnir, íslensk orðabók handa skólum og almenningi. Bókin átti að vera hæfilega umfangsmikil til þess að létt væri að finna það sem leitað er að: Við samningu bókarinnar hefur það sjónarmið sífellt verið haft í huga að hún yrði sem aðgengilegust... (70 1. útg. 1963, formáli, bls. IX.) Lykilatriðið var því að bókin yrði ekki of stór.10 Samt sem áður var bókinni ætlað að sýna samfelluna í íslenskri málsögu, án þess þó að vera málsöguleg orðabók, enda er í 8Samhljóða skýringu á orðinu er að finna í íslenskri orðsifjabók (Ásgeir Blöndal Magnússon 1989). 9Dæmið í orðabók Fritzners er fatrast mjök fyrir honum (Mork.) en í ritmálssafni Orðabókarinnar er heimild samhljóða dæmis Odds þáttur Ófeigssonar. Rétt er að geta þess hér að uppsetning þessarar sagnar var enn óútkljáð má! í nóvember 2000 þegar tölvuútgáfan kom út. Lagfæring mun komast til notenda við fyrstu uppfærslu. 10Hér er vitnað í 1. útgáfu en sama á við um 2. útgáfu enda þótt hún sé allmiklu stærri. Viðbætur voru samt sem áður ekki fólgnar í grundvallarbreytingum á þeim atriðum sem hér eru talin einkenni samþjöppunarinnar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.