Orð og tunga - 01.06.2001, Page 103

Orð og tunga - 01.06.2001, Page 103
Kristín Bjarnadóttir: Um sagnlýsinguna í 3. útgáfu íslenskrar orðabókar 93 henni mikið efni úr fornu máli. Vandinn sem orðabókarmönnunum var á höndum var því mikill og ég hef hér rakið nokkrar leiðir sem farnar voru til þess að þjappa efni bókarinnar saman, leiðir sem eru hefðbundnar í orðabókargerð þar sem miðillinn er prentuð bók. Þessi atriði eru nefnd hér til að útskýra þær breytingar sem gerðar voru við 3. útgáfu en í rafrænni orðabók gjörbreytast þær takmarkanir sem miðillinn sjálfur setur. 3 Diskurinn Hin nýja útgáfa af ÍO er að mörgu leyti tilraunaútgáfa þar sem látið er reyna á nýjan miðil og aðalmarkmiðið er að koma textanum úr 2. útgáfu til skila þannig að hann komi notendum að sem bestum notum. Hér er því bryddað upp á ýmsum nýjungum en ekki tekin sú stefna að fastmóta framsetningu á öllum atriðum til fulls þannig að verkið sé að öllu leyti samræmt. Bæði er að sú samræmingarvinna hefði tekið mun lengri tíma en ætlaður var til verksins og með þeirri aðferð hefði ekki gefist tækifæri til að bregðast við viðbrögðum notenda eins og æskilegt er. Sá munur er líka á útgefinni bók og diski að mun auðveldara er að uppfæra efni á diski. Kostnaður við framleiðslu diska er lítill og ekki þarf að leggja í aukakostnað (og vinnu) við umbrot þótt leiðréttingar séu gerðar. Þá gefst einnig sá kostur að koma leiðréttingum (uppfærslum) til notenda á vefnum sem bæði er fijótvirkt og ódýrt. Þetta er sú hliðin sem snýr að notandanum en meginmunurinn í vinnunni er sá að 3. útgáfa ÍO er unnin í gagnagrunni en ekki á seðlum eins og gert var í fyrri útgáfunum tveimur. Óhemjuleg vinna var fólgin í því einu að koma efninu úr 2. útgáfu fyrir í gagnagrunni og greina orðabókartextann í sundur í efnissvið innan hvers flettiorðs. I þessu var við fá formleg einkenni að styðjast í bókinni önnur en leturbreytingaren þær ná skammt þar sem aðgreining með letri í bókinni er lítil, sbr. kafla 2.1.1 hér á undan. Vegna þessa er ekki alltaf auðvelt að finna hvað á saman í textanum í bókinni þegar skipta á efninu upp í skilgreind svið í gagnagrunni. Til dæmis um þetta má nefna að skýringar við dæmi (eða réttara sagt skáletrað efni) eru stundum á undan dæminu þótt venjan sé sú að skýringinsé höfð á eftir. Þar sem allar skýringaríbókinni eru með sama letri, hvort sem þær eiga við uppflettiorðið sjálft, undirflettu, orðasamband eða dæmi, verður að ráða af merkingunni við hvað skýringin á og það getur kostað talsverða leit í heimildum ef orðafarið er orðabókarmanninum ekki tamt. Hér er ekki ætlunin að lýsa gagnagrunninum sem búinn var til utan um orða- bókartextann en sviðin sem textanum er skipt í eru talsvert á þriðja hundrað.* 11 Sem dæmi um skiptinguna má nefna að skýringum á flettiorðunum sjálfum var í grófum dráttum skipt upp í eiginlegar skýringar, skýringar sem fela í sér flokkun (t.d. „sæ- konungsheiti“ (Áli), „smákrabbategund" (agga), ,jólasveinn“ (Askasleikir) o.s.frv.), samheiti, afbrigði, umsagnir (t.d. um notkunarsvið („um sauðfé“ o.þ.h.)), skýringar á þótt skýringar hafi verið auknar dálítið. Sjá gagnrýni Jóns Hilmars Jónssonar í íslensku máli 7 og formála 2. útgáfu ÍO. 11 Orðabókarforritið heitir Lexa og forritunarvinnan var unnin af Axel V. Gunnlaugssyni og Marínó Njálssyni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.