Orð og tunga - 01.06.2001, Side 105
Kristín Bjarnadóttir: Um sagnlýsinguna í 3. útgáfu íslenskrar orðabókar
95
þar sem feitletur á diskinum er markvisst notað til að sýna sjálfstæðar orðabókareiningar,
þ.e. einingar sem hafa sjálfstætt uppflettigildi. Nánar verður vikið að þessu hér á eftir.
Meginútlitsbreytingin á textanum er fólgin í því að honum er dreift á skjáinn og
línuskil notuð til að sýna hver uppbygging textans er. Þannig er nýr merkingarliður
alltaf í nýrri línu, hvort sem hann er tölusettur eða ekki14 og línuskil eru alltaf á undan
dæmum sem eru jafnframt inndregin til að sýna að þau fylgja efninu á undan.
Til samanburðar við prentútgáfu ÍO fylgir hér sami kaflinn og sýndur er í dæminu í
kafla 2.1.1 hér á undan, þ.e. kaflinn um samsett orð sem byrja á presta- og finnst hann
með því að slá stafastrenginn inn í sérstakan leitarglugga með eftirfylgjandi stjörnu.
Birtist þá listi í sérstökum glugga á skjánum en eitt uppflettiorð í öðrum glugga og er
flakkað á milli þeirra með því að smella á orðin í listanum.
prestabók prestabrá prestakragi kk
prestadómur i
prestagarður • kragi borinn við hempu prests
prestakall • pípukragi
prestakragi 2
prestareið • brjóskhringur á stirtludálki á spröku
prestareiða 3
prestaspaði • ull skilin eftir á kindarhálsi við rúningu
prestastefna prestastétt prestatal15 prestaveldi
Með því að setja textann upp á þennan hátt verður hann læsilegri á skjánum. Litir eru
líka notaðir til þess að notandinn staðnæmist við þau atriði sem hann er að leita að þótt
dæmið hér sé valið þannig að litir skipti ekki máli enda er þess ekki kostur að sýna þá
hér. í yfirgnæfandi meirihluta flettiorða kemur ekki að sök þótt dreift sé úr textanum
um skjáinn ineð þessum hætti þar sem lýsing flestra orðanna er svo stutt að þau komast
vel fyrir á einni skjámynd. Notendum er að vísu í sjálfsvald sett hve stór glugginn fyrir
uppflettiorðið er en til glöggvunarum það hve löng orðsgreinin má vera til þess að hún
komist fyrir í einni skjáfylli er flettan bein sýnd á næstu síðu hér á eftir en hún fyllir
alveg upp í gluggann eins og hann er stærstur á 17 tommu skjá hjá mér. 16
14í bókinni eru skil í merkingu oft sýnd með semíkommu þar sem ekki þykir ástæða til að skipta í tölusetta
liði; þar eru höfð línuskil í tölvuútgáfunni, eins og í 1. merkingarlið í flettunni prestakragi hér. Merkið
sýnir sjálfstæðan merkingarlið, ýmist tölusettan eða ekki.
l5Inndregin orð í listanum eru undirflettur eða aukaflettur af einhverju tagi, t.d. fleirtala nafnorða, miðmynd
sagna og samsett orð sem gefin eru sem dæmi undir grunnorðinu, eins og orðið prestatal í 4. merkingarlið
grunnorðsins tal: „4 • listi, skrá, upptalning (í samsetningum); prestatal, manntal, framtal...“. Á skjánum
birtast samsett orð sem notuð eru sem dæmi með dökkbláu skáletri og uppsetning þeirra er eins og á öðrum
dæmum, eitt dæmi í línu.
16Feitt letur í orðasamböndum er dökkrautt á skjánum en birtist hér sem svart feitletur, inndráttur í