Orð og tunga - 01.06.2001, Blaðsíða 111
Kristín Bjarnadóttir: Um sagnlýsinguna í 3. útgáfu íslenskrar orðabókar
101
e-ir liggja saman e-ir sofa, hvíla saman
e-a ber sundur ÓP bilið milli e-a eykst
e-a greinir á um e-ð ÓP e-ir eru ósammála um e-ð
e-m (ft.) lendir saman ÓP
1 e-ir verða ósáttir
2 e-ir fljúgast á, slást
3 e-ir eru samtímis á sama stað
Skammstafanimar eiga við orðmyndir en ekki beygingarmyndir þannig að e-ð stendur
fyrir eitthvað, bæði í nefnifalli og þolfalli, og e-m fyrir einhverjum, bæði í eintölu og
fleirtölu o.s.frv. Fall eða tala er gefið í sviga með skammstöfununum þar sem þurfa
þykir, yfirleitt eftir þeirri reglu að ómörkuð formdeild er ekki sýnd. Fleirtalan er því
gefin, eins og í dæmunum hér á undan, og orðasafnsfall, t.d. frumlag í þolfalli (e-ð (þf.)
rekur). Ófallmerkt e-ð er venjulega haft fyrir framlag í nefnifalli (þegar það er á annað
borð sýnt) og andlag í þolfalli, þ.e. formgerðarfall. Þessi föll eru þó fallmerkt þar sem
ruglingur getur orðið, eins og í þessum setningargerðum úr sögninni brima:
e-ð (þf.) brimar ÓP það kemur brim á e-ð
sjóinn brímar
sjóinn erfarið að brima
e-ð (nf.) brimar —► e-ð (þf.) brimar3
sjór brimar
Til að taka af vafa um notkunina hér hefur dæmunum sjóinn brimar og sjór brimar
verið bætt við enda er nóg rými á diskinum. I bókinni er uppsetningin svona:
brima S og S ÓP: það erfarið að b„ sjóinn er
farið að b. komið er brim; # það brimarfyrir barða
horfur eru slæmar, hættan nálgast.
Þama er tekið fram að sögnin geti bæði verið ópersónuleg og persónuleg (S og S Óp)
en dæmin eru aðeins um ópersónulega notkun. Reynt hefur verið að fylla inn í göt af
þessu tagi í 3. útgáfu, bæði með því að setja upp setningargerðarhausa og með dæmum.
Setningargerðarhausar eru notaðir þar sem setningargerð greinir á milli merkingar-
atriða, bæði á milli tölusettra merkingarliða og innan þeirra, og eru hausarnir settir upp
eftir því sem ástæða þykir til í hverri sögn. I grundvallaratriðum byggist sagnlýsingin
eftir sem áður á greiningu eftir merkingu eins og í bókinni enda hafa merkingarskýringar
í verkinu ekki verið endurskoðaðar í heild. (Undantekningin er sú að sagnasambönd og
undirflettur eru tekin út úr meginmáli orðsgreinarinnar og raðað aftast.) Sögnin henda
er gott dæmi um sögn þar sem setningargerð virðist endurspegla merkingarskiptingu:
21Örin á eftir setningargerðarhausnum e-ð (nf.) brimar sýnir millivísun og e-ð (þf.) brimar þar á eftir er á
skjánum með grönnu letri í sama bláa litnum og samhljóða setningargerðarhaus næst fyrir ofan í textanum.
Með því að smella með músinni er greiður aðgangur úr millivísun í skýringuna sem getur verið á allt öðrum
stað í orðsgreininni eins og oft er raunin í fyrirferðarmiklum sögnum, sérstaklega þar sem vísað er á milli
sagnarsambanda sem raðað er eftir smáorðunum. Sams konar millivísanir eru einnig notaðar á milli afbrigða
af orðasamböndum. Sjá nánar um millivísanir í kafla 4.2 hér á eftir.