Orð og tunga - 01.06.2001, Page 114
104
Orð og tunga
Síðast en ekki síst leysir þessi framsetning ýmis vandamál í skýringum og gerir þær
skýrari. Þetta stafar m.a. af því að rökliðir í orðabókareiningu (uppflettieiningu) og
skýringu þurfa ekki að vera setningarfræðilega jafngildir, þ.e. frumlag með uppfletti-
orði þarf ekki að koma fram sem frumlag í skýringunni, t.d. í eat hallar/halli er á
e-u:
e-u hallar ÓP e-ð hallast, halli er á e-u
e-m harar uppi ÓP það bráir af e-m
það bráir af e-m ÓP e-m líður skár, e-m léttir5
e-m skýst ÓP e-m skjátlast, e-r gerir villu
e-m helst á e-u ÓP e-ð endist hjá e-m
e-m gagnast e-ð, e-m gagnar e-ð ÓP
1 e-ð verður e-m að gagni
houum gagnaðist lyfið ágœtlega
2 e-r fær frið til e-s
okkur gagnast ekki að sofa
Með þessu er hægt að komast nær eðlilegri málnotkun í skýringum en í hefðbundnum
sagnarskýringum þar sem setningargerð verður að vera samstæð í uppflettieiningunni
og í skýringunni (og þá oftast í nafnhætti).26 Setningargerðarhausarnir þrengja líka
sviðið sem merkingarskýringunum er ætlað að ná yfir þar sem skýringarnar með þeim
eru bundnar formgerðinni. Um leið minnkar þörfin á yfirskipuðum skýringum eða
almennum skýringum á samhengislausu uppflettiorðinu en vert er að velta fyrir sér
hvort orð hafi nokkra merkingu yfirleitt í slíku tórni, a.m.k. sum hver. Um leið má
segja að setningargerðarhausarnir séu liður í því að gefa nákvæmari upplýsingar, en
sagnlýsing sem byggist að öllu leyti á setningargerðarhausum takmarkar notkunina við
þær setningargerðir sem gefnar eru upp. Sem dæmi um þetta má nefna sögnina/aí/a
sem sagt er frá í kafla 2.1.4 hér að framan en með því að gera e-mfatrar og þaðfatrast
fyrir e-m að setningargerðarhausum og takmarka skýringarnar við þá er notandanum
ekki gefinn kostur á öðrum setningargerðum. Þetta er auðvitað vandmeðfarið þar sem
ekki er um tæmandi sagnlýsingu að ræða í verkinu en þá eru líka aðrir möguleikar fyrir
hendi, þ.e. að nota setningargerðardæmi eða raunveruleg dæmi.
25 í athugun á skýringarorðaforðanum og samkeyrslu skýringa er mikið verk óunnið, sbr. hara og hrá.
26Slíkt háttalag mætti e.t.v. nefna ‘nafnháttargildru’ en í henni berjast orðabókarmenn stundum um.