Orð og tunga - 01.06.2001, Page 122
112
Orð og tunga
eru notuð í skýringum án þess að þess sé getið sérstaklega.32 Þótt skýringar á sögnum
í bókinni hafi verið lagfærðar hér og þar eru þær að stofni til óbreyttar frá 2. útgáfu og
bíða gagngerðrar endurskoðunar.
4.3.2 Orðasambönd
Hending virðist ráða því undir hvaða uppflettiorði orðasamböndum er komið fyrir í
bókinni og einnig er ósamræmi í uppsetningu þeirra. Þannig er sama orðasambandið
stundum bæði undir nafnorði og sögn, jafnvel með tveimur skýringum og mismunandi
uppsetningu. Þá eru dæmi um að tvö algjörlega sambærileg orðasambönd (þ.e. með
sömu lykilorðum) sé að finna á tveimur stöðum, annað undir nafnorði og hitt undir
sögn en munurinn getur verið fólginn í setningargerðinni einni. I svona tilvikum fengi
notandinn mun betri yfirsýn ef orðasamböndin væru á sama stað þar sem yfirleitt er
ekki vísað á milli orða í svona tilvikum. I tölvuútgáfunni var sú stefna tekin að færa
orðasambönd úr sögnum í nafnorð eða lýsingarorð ef þess var kostur, sérstaklega úr
fyrirferðarmestu sögnunum þar sem orðasambandafjöldinn getur orðið gífurlegur. Þetta
var gert með það fyrir augum að sameina skylt efni en í mörgum tilvikum væri best
að setja orðasamböndin upp sem sjálfstæðar orðabókareiningar með millivísunum í
viðeigandi uppflettiorð, eins og Jón Hilmar Jónsson hefur margsinnis bent á í skrifum
sínum (sjá t.d. grein í þessu riti). Uppsetningu orðasambanda í verkinu hefur því ekki
verið breytt í grundvallaratriðum en reynt hefur verið að samræma uppsetningu og
skýringar eftir því sem kostur var.
4.3.3 Uppflettimyndir
í kafla 2.1.2 hér að framan um hefðina í uppsetningu uppflettimynda í orðabókum
kemur fram hve fastar viðteknar venjur eru, þ.á m. sú venja að setja sagnir alltaf upp
í nafnhætti og germynd. Notkun setningargerðarhausa leysir eitt vandamál í sagnlýs-
ingunni sem af þessu stafar, vandamálið sem felst í því að setja skýringamar alltaf
fram í samræmi við uppflettiorðið blankt, þ.e. sem nafnháttarskýringar. Eftir stendur
sá vandi sem upp kemur þegar notkun uppflettiorðsins er bundin við aðrar myndir en
hefðbundna uppflettimynd, t.d. þar sem lýsingarhættimir einir em notaðir eða þar sem
miðmynd er ráðandi en germynd mjög sjaldgæf. Við þessu er bragðist með því að
slaka á kröfunum um hefðbundnar uppflettimyndir, t.d. með því að gera lýsingarhætti
að sjálfstæðum uppflettiorðum. Í stað sagnarinnar stighœkka er því haft uppflettiorðið
stighækkandi o.s.frv. Efni af þessu tagi var lagfært eftir því sem kostur var um leið
og formi sagnanna var breytt en hér er þó enn veruleg vinna óunnin og bíður hún
gagngerðrar endurskoðunar á merkingarlýsingunni í verkinu.
32Stutta úttekt á orðaforðanum í skýringum í ÍO 1983 er að finna í greininni „Orðaforði í skýringum"
(Kristín Bjamadóttir 1998).