Orð og tunga - 01.06.2001, Page 132

Orð og tunga - 01.06.2001, Page 132
122 Orð og tunga Mér þótti eðlilegt framhald þess verks að bæta inn nýjum matarorðum og skoða þau orð sem fyrir voru í leiðinni, enda kom á daginn er ég hófst handa að matarorðin voru að mörgu leyti illa á vegi stödd í bókinni. Verður nánar fjallað um það á eftir í kaflanum um gamla efnið. Matarorð í málinu Matarorð eru hópur orða sem er mjög lifandi og breytilegur í málinu. Nýr og fram- andlegur matur nemur hér sífellt land, sumar nýjar matartegundir verða á skömmum tíma algengar og hversdagslegar og öðlast sitt eigið heiti á íslensku hafi það ekki verið til staðar áður. Aðferðir við vinnslu og geymslu matar hafa einnig breyst í tímans rás og kallar það á ný orð. Ætla má að eitt hlutverk almennrar orðabókar sé að endurspegla þennan breytilega og vaxandi orðaforða. Meðal nýlegra orða eru t.d. aldinin avókadó, eggaldin, kíví, klementína, límóna2, ennfremur má nefna pitsa, píta, skyndikaffi, sojasósa, þeytirjómi, blandari, matvinnslu- vél og matartengd lýsingarorð eins og fituskertur, frostþurrkaður, loftskiptur og reyk- soðinn. Gamall þjóðlegur matur þarf líka að eiga sinn sess í Islenskri orðabók með þokka- legum skýringum. Almennt eru slík orð þegar á sínum stað í bókinni, jafnvel má tala um ofgnótt þeirra þar sem ekki virðist hafa verið reynt að meta vægi einstakra orða þegar þau voru gerð að orðabókarflettum heldur virðist varðveislu- og söfnunarsjónar- mið fremur hafa ráðið ferðinni. Við höfum brugðið á það ráð að skera svolítið niður þarna og höfum haft þá reglu að orð skuli standa inni nema ef það finnst ekki í rituðum heimildum eða aðeins sem stakdæmi.3 Aðaláherslan í 3. útgáfu bókarinnar verður á nútímamálfar svo eitthvað þarf óhjákvæmilega að víkja ef bókin á ekki að fara fram úr ákveðinni hámarksstærð. Dæmi um orð sem við höfum afráðið að sleppa eru m.a. þessi: ferðasúpa, flúrmjöl, grasastappa, grámjólk, gróðrarmjólk, kökudalur, kökudynd- ill, pokaket, sultarsúpa, svínaflikki, sinabrigsl, súrgrautur. 4 Verklag og heimildir Leit að matarorðum Starfsaðferðir mínar við þennan flokk orða eru allólrkar því verklagi sem ég hef beitt við íðorðakenndari orðhópa ef svo mætti segja, m.a. orð sem heyra undir grasafræði. I fyrsta lagi eru matarorðin ekki merkt með sérstöku tákni í orðabókinni og getur af þeim sökum verið erfitt að finna þau (þótt hægt sé að nálgast hluta efnisins með því að leita að öllum flettum sem enda á -brauð, -kjöt, -matur o.s.frv.). í öðru lagi er hér 2Nöfnin á sumum þeirra eru raunar enn nokkuð á reiki. 3Heimildir um gömul matarorð eru einkum Ritmálssafn og Talmálssafn Orðabókar Háskólans og Þjóð- háttatextar sem ég greini nánar frá á eftir. 4 Þeim sem hafa áhuga á þjóðlegum fslenskum mat er bent á bók Hallgerðar Gísladóttur, íslensk matarhefð, sem kom út 1999 hjá Máli og menningu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.