Orð og tunga - 01.06.2001, Qupperneq 132
122
Orð og tunga
Mér þótti eðlilegt framhald þess verks að bæta inn nýjum matarorðum og skoða þau
orð sem fyrir voru í leiðinni, enda kom á daginn er ég hófst handa að matarorðin voru
að mörgu leyti illa á vegi stödd í bókinni. Verður nánar fjallað um það á eftir í kaflanum
um gamla efnið.
Matarorð í málinu
Matarorð eru hópur orða sem er mjög lifandi og breytilegur í málinu. Nýr og fram-
andlegur matur nemur hér sífellt land, sumar nýjar matartegundir verða á skömmum
tíma algengar og hversdagslegar og öðlast sitt eigið heiti á íslensku hafi það ekki verið
til staðar áður. Aðferðir við vinnslu og geymslu matar hafa einnig breyst í tímans rás
og kallar það á ný orð. Ætla má að eitt hlutverk almennrar orðabókar sé að endurspegla
þennan breytilega og vaxandi orðaforða.
Meðal nýlegra orða eru t.d. aldinin avókadó, eggaldin, kíví, klementína, límóna2,
ennfremur má nefna pitsa, píta, skyndikaffi, sojasósa, þeytirjómi, blandari, matvinnslu-
vél og matartengd lýsingarorð eins og fituskertur, frostþurrkaður, loftskiptur og reyk-
soðinn.
Gamall þjóðlegur matur þarf líka að eiga sinn sess í Islenskri orðabók með þokka-
legum skýringum. Almennt eru slík orð þegar á sínum stað í bókinni, jafnvel má tala
um ofgnótt þeirra þar sem ekki virðist hafa verið reynt að meta vægi einstakra orða
þegar þau voru gerð að orðabókarflettum heldur virðist varðveislu- og söfnunarsjónar-
mið fremur hafa ráðið ferðinni. Við höfum brugðið á það ráð að skera svolítið niður
þarna og höfum haft þá reglu að orð skuli standa inni nema ef það finnst ekki í rituðum
heimildum eða aðeins sem stakdæmi.3 Aðaláherslan í 3. útgáfu bókarinnar verður á
nútímamálfar svo eitthvað þarf óhjákvæmilega að víkja ef bókin á ekki að fara fram
úr ákveðinni hámarksstærð. Dæmi um orð sem við höfum afráðið að sleppa eru m.a.
þessi: ferðasúpa, flúrmjöl, grasastappa, grámjólk, gróðrarmjólk, kökudalur, kökudynd-
ill, pokaket, sultarsúpa, svínaflikki, sinabrigsl, súrgrautur. 4
Verklag og heimildir
Leit að matarorðum
Starfsaðferðir mínar við þennan flokk orða eru allólrkar því verklagi sem ég hef beitt
við íðorðakenndari orðhópa ef svo mætti segja, m.a. orð sem heyra undir grasafræði.
I fyrsta lagi eru matarorðin ekki merkt með sérstöku tákni í orðabókinni og getur af
þeim sökum verið erfitt að finna þau (þótt hægt sé að nálgast hluta efnisins með því
að leita að öllum flettum sem enda á -brauð, -kjöt, -matur o.s.frv.). í öðru lagi er hér
2Nöfnin á sumum þeirra eru raunar enn nokkuð á reiki.
3Heimildir um gömul matarorð eru einkum Ritmálssafn og Talmálssafn Orðabókar Háskólans og Þjóð-
háttatextar sem ég greini nánar frá á eftir.
4 Þeim sem hafa áhuga á þjóðlegum fslenskum mat er bent á bók Hallgerðar Gísladóttur, íslensk matarhefð,
sem kom út 1999 hjá Máli og menningu.