Orð og tunga - 01.06.2009, Page 12
2
Orð og tunga
Síðan er sagt frá því að nýyrði einkenna oft málsnið formlegra að-
stæðna og ritaðra texta en tökuorð, í sömu eða svipaðri merkingu,
einkenna aftur á móti fremur málsnið óformlegra aðstæðna og talaðs
máls. Ræddar eru erlendar hliðstæður þessa samheitaástands og rakið
hvernig það má skýra með nýyrðastefnu.
Loks er niðurlagskafli þar sem ályktanir og niðurstöður eru dregn-
ar saman.
2 Nýyrði, nýyrðastefna og hreintungustefna
Merking orðsins nýyrði er nokkuð breytileg í íslenskri umræðu (Jón
Hilmar Jónsson 1988:6 o.fl.). Því er rétt að gera strax grein fyrir því
að hér verður orðið nýyrði notað í merkingunni 'nýtt orð úr arftekn-
um formum'. Hér er því horft á formhliðina eingöngu, ekki merking-
una. Orðið tökuorð er haft um aðfengið orð með allfastan sess í orða-
forðanum. Það er jafnan að mestu eða öllu leyti að formi til aðlagað
íslenskum framburði, rithætti og beygingu. Þessi tvískipting í nýyrði
og tökuorð er þó umdeilanleg og ónákvæm enda gerir hún litla grein
fyrir mismunandi eðli tökuþýðinga, tökumerkinga og nýmerkinga og
sneiðir hjá muninum á tökuorðum og þeim aðkomuorðum sem hafa
ekki beinlínis fengið sess í orðaforðanum. Einnig má nefna að fjölda-
mörg samsett orð eru í senn mynduð úr nýyrði og tökuorði, þ.e. orð
á borð við þotubensín. Þá vaknar spurningin í hvorn flokkinn slík orð
falli.1
Það er kallað nýyrðastefiw að aðhyllast markvissa og sýnilega við-
leitni til að auðga íslenskan orðaforða með því að mynda ný orð úr
eldri íslenskum orðhlutum en sneiða hjá erlendum formum. Sú við-
leitni hefur lengi verið eitt helsta og þekktasta einkenni á formstýring-
unni í íslenskri málrækt.2 Halldór Halldórsson (1971b) rekur íslenska
hreintungustefnu aftur til Arngríms lærða og talar um nýyrðastefnu
sem eina grein hennar (1971b:221-222).
(1) Nýyrðastefna: ein grein hreintungustefnu (Halldór Hall-
dórsson 1971b:222)
‘Ég hef raunar haldið því fram að réttast væri að nota orðið nýyrði um öll ný orð
hvort sem þau eru úr innlendum eða erlendum efniviði; tökuorð væru þar skoðuð
sem einn undirflokkurinn (Ari Páll Kristinsson 1990:26-27).
2Um hugtökin málrækt, formstýringu o.flv sjá Ara Pál Kristinsson (2006, 2007).